Innherji

FDA stað­festir að það sé enn með svar­bréf Al­vot­ech „til skoðunar“

Hörður Ægisson skrifar
Liðlega 170 milljarðar þurrkuðust út af markaðsvirði Alvotech í viðskiptum á föstudag og mánudag – og felldi það um leið úr sessi sem hið verðmætasta í Kauphöllinni.
Liðlega 170 milljarðar þurrkuðust út af markaðsvirði Alvotech í viðskiptum á föstudag og mánudag – og felldi það um leið úr sessi sem hið verðmætasta í Kauphöllinni. Vísir/Vilhelm

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur staðfest við Alvotech að eftirlitið sé ekki enn búið að yfirfara að fullu ítarlegt svar sem íslenska líftæknifélagið sendi eftirlitinu í upphafi mánaðarins vegna ábendinga sem voru gerðar eftir endurúttekt á framleiðsluaðstöðu fyrirtækisins. Eftir að hafa hrunið í verði um þriðjung á tveimur viðskiptadögum hækkaði gengi bréfa Alvotech um liðlega átta prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×