Forsætisráðherra segir komu kafbáta í samræmi við skuldbindingar Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 18. apríl 2023 19:30 Með heimild til að sækja þjónustu á Íslandi er hægt að spara kafbátum nokkurra daga siglingu þegar þeir eru við eftirliti á hafsvæðinu í kringum Ísland. Hér má sjá kafbátinn USS Albuquerque. Getty Forsætisráðherra segir þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta hér við land samræmast skuldbindingum Íslands innan Atlantshafsbandalagsins þar sem eftirlit með kafbátum hafi farið fram á Íslandi. Hún og utanríkisráðherra undristrika að þeir kafbátar sem koma í íslenska lögsögu verði ekki búnir kjarnorkuvopnum í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. Greint var frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að bandarískum kafbátum sem knúðir eru kjarnorku verði heimilt að sækja þjónustu til Íslands til að taka vistir og hafa áhafnaskipti. Bátarnir munu koma upp á yfirborðið skammt frá landi í Helguvík en ekki leggjast að landi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segir undirbúning fyrir komu bandarískra kafbáta hingað hafa staðið yfir í um eitt ár. Hún hafi átt náið samstarf við forsætisráðherra vegna málsins.Vísir/Vlilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir málið hafa verið lengi í undirbúningi og hún átt náið samstarf við forsætisráðherra vegna þess. Þetta væri stórt og mikilvægt skref til sameiginlegra varna Íslands og NATO-ríkjanna. „Þar með eykur það bæði fælingarmátt og getu okkar til að sinna þessu eftirliti betur en áður,“ segir utanríkisráðherra. Eftirlit með umferð kafbáta fari nú þegar fram á Íslandi. Þjónusta sem þessi hafi um áratugaskeið farið fram í Noregi og koma bátanna hingað muni spara þeim nokkurra daga siglingu. „Þetta er unnið í nánu samstarfi við Geislavarnir ríkisins, Landhelgisgæsluna og Ríkislögreglustjóra. Í hvert skipti sem þau vilja koma hingað upp þurfa þau að kalla eftir því við utanríkisráðuneytið og við þurfum að veita leyfi í hvert sinn. En þetta er ekki tímabundin heimild. Þetta er ný ákvörðun,“ segir Þórdís Kolbrún. Þannig viti íslensk stjórnvöld allaf með einhverjum fyrirvara hvenær von er á báti. Bandarískir kafbátar koma til um 150 hafna í 50 ríkjum. Þeir bátar sem sinna eftirliti í kringum Ísland munu ekki lengur þurfa að sigla til Noregs til að sækja vistir eða hafa áhafnaskipti, eftir að þeim var veitt heimild til að sigla inn í Helgvuvík.Getty Með þátttöku sinni i stjórnarsamstarfinu gengust Vinstri græn inn á að Ísland væri í NATO þótt flokkurinn sé á móti aðildinni. Veran í NATO væri hluti af þjóðaröryggisstefnu Íslands. En Vinstri græn hafa einnig oft lagt fram frumvörp á Alþingi, sem þó hafa ekki náð í gegn, um að Ísland væri ekki einungis kjarnorkuvopnalaust heldur að hingað kæmu heldur ekki kjarnorkuknúin skip. Katrín Jakobsdóttir segir eftirlit með kafbátum nú þegar fara fram á Íslandi. Komu bandarískra eftirlitskafbáta hingað til lands megi skoða sem hluta af skuldbindingum Íslands innan NATO og vegna varnarsamningsins við Bandaríkin.Stöð 2/Ívar Fannar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir málið hafa fengið góðan undirbúning. „Það liggur líka algerlega skýr fyrir sú afstaða sem samþykkt hefur verið í þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland, ekki bara einu sinni heldur tvisvar, að íslenskt land og íslensk landhelgi eru friðlýst fyrir kjarnavopnum," segir forsætisráðherra. Þessi ákvörðun væri beintengd hlutverki Íslands við kafbátaeftirlit sem hluta af skuldbindingum landsins við NATO og vegna varnarsamningsins við Bandaríkin. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hafi legið fyrir að umferð gæti aukist á hafinu í kringum Ísland. Bandarískar kafbátaleitarflugvélar koma reglulega til Keflavíkur í tengslum við eftirlitsstöðina með siglingu kafbáta sem fram fer á Keflavíkurflugvelli.Stöð 2/HMP Katrín segir að reikna megi með einhverri umræðu innan VG um að þessir kafbátar væru knúnir kjarnorku. Vinstri græn hafi hins vegar fallist á að sinna ákvæðum þjóðaröryggisstefnunnar allt frá upphafi stjórnarsamstarfsins. „Og það höfum við gert síðan. Ég hef ekki orðið vör við annað en félagar í VG hafi sýnt því sjónarmiði skilning þegar um er að ræða að leiða ríkisstjórnarsamstarf. Ekki hvað síst á tímum eins og við lifum núna þar sem stríð geisar í álfunni,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Bandaríkin Hernaður Utanríkismál Tengdar fréttir Kjarnorkuknúnir kafbátar fá að hafa viðkomu við Ísland Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur tilkynnt bandarískum stjórnvöldum að kjarnorkuknúnum kafbátum sjóhers þeirra verður heimilt að hafa stutta viðkomu við Ísland. Kafbátarnir sem fá heimild til að að hafa viðdvöl hér bera ekki kjarnavopn og eru ekki útbúnir til þess. Búist er við að fyrsti kafbáturinn komi á næstunni. 18. apríl 2023 11:09 Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00 Öflug eftirlit með umferð flugvéla, skipa og kafbáta við Ísland Mikið eftirlit er með umferð flugvéla, skipa og kafbáta yfir og í kringum Ísland á vegum NATO og Bandaríkjahers í samstarfi við Landhelgisgæsluna. Um sextíu manna flugsveit frá danska hernum er að ljúka loftrýmisgæslu á Íslandi eftir mánaðardvöl. 9. september 2022 20:06 Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Herskip frá sex NATO-ríkjum taka nú þátt í kafbátarleitaræfingu sem fer fram í Norður-Atlantshafi næstu tvær vikur. Aðstoðaraðmíráll segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki fyrir NATO. 13. júní 2022 23:47 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira
Greint var frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að bandarískum kafbátum sem knúðir eru kjarnorku verði heimilt að sækja þjónustu til Íslands til að taka vistir og hafa áhafnaskipti. Bátarnir munu koma upp á yfirborðið skammt frá landi í Helguvík en ekki leggjast að landi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segir undirbúning fyrir komu bandarískra kafbáta hingað hafa staðið yfir í um eitt ár. Hún hafi átt náið samstarf við forsætisráðherra vegna málsins.Vísir/Vlilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir málið hafa verið lengi í undirbúningi og hún átt náið samstarf við forsætisráðherra vegna þess. Þetta væri stórt og mikilvægt skref til sameiginlegra varna Íslands og NATO-ríkjanna. „Þar með eykur það bæði fælingarmátt og getu okkar til að sinna þessu eftirliti betur en áður,“ segir utanríkisráðherra. Eftirlit með umferð kafbáta fari nú þegar fram á Íslandi. Þjónusta sem þessi hafi um áratugaskeið farið fram í Noregi og koma bátanna hingað muni spara þeim nokkurra daga siglingu. „Þetta er unnið í nánu samstarfi við Geislavarnir ríkisins, Landhelgisgæsluna og Ríkislögreglustjóra. Í hvert skipti sem þau vilja koma hingað upp þurfa þau að kalla eftir því við utanríkisráðuneytið og við þurfum að veita leyfi í hvert sinn. En þetta er ekki tímabundin heimild. Þetta er ný ákvörðun,“ segir Þórdís Kolbrún. Þannig viti íslensk stjórnvöld allaf með einhverjum fyrirvara hvenær von er á báti. Bandarískir kafbátar koma til um 150 hafna í 50 ríkjum. Þeir bátar sem sinna eftirliti í kringum Ísland munu ekki lengur þurfa að sigla til Noregs til að sækja vistir eða hafa áhafnaskipti, eftir að þeim var veitt heimild til að sigla inn í Helgvuvík.Getty Með þátttöku sinni i stjórnarsamstarfinu gengust Vinstri græn inn á að Ísland væri í NATO þótt flokkurinn sé á móti aðildinni. Veran í NATO væri hluti af þjóðaröryggisstefnu Íslands. En Vinstri græn hafa einnig oft lagt fram frumvörp á Alþingi, sem þó hafa ekki náð í gegn, um að Ísland væri ekki einungis kjarnorkuvopnalaust heldur að hingað kæmu heldur ekki kjarnorkuknúin skip. Katrín Jakobsdóttir segir eftirlit með kafbátum nú þegar fara fram á Íslandi. Komu bandarískra eftirlitskafbáta hingað til lands megi skoða sem hluta af skuldbindingum Íslands innan NATO og vegna varnarsamningsins við Bandaríkin.Stöð 2/Ívar Fannar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir málið hafa fengið góðan undirbúning. „Það liggur líka algerlega skýr fyrir sú afstaða sem samþykkt hefur verið í þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland, ekki bara einu sinni heldur tvisvar, að íslenskt land og íslensk landhelgi eru friðlýst fyrir kjarnavopnum," segir forsætisráðherra. Þessi ákvörðun væri beintengd hlutverki Íslands við kafbátaeftirlit sem hluta af skuldbindingum landsins við NATO og vegna varnarsamningsins við Bandaríkin. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hafi legið fyrir að umferð gæti aukist á hafinu í kringum Ísland. Bandarískar kafbátaleitarflugvélar koma reglulega til Keflavíkur í tengslum við eftirlitsstöðina með siglingu kafbáta sem fram fer á Keflavíkurflugvelli.Stöð 2/HMP Katrín segir að reikna megi með einhverri umræðu innan VG um að þessir kafbátar væru knúnir kjarnorku. Vinstri græn hafi hins vegar fallist á að sinna ákvæðum þjóðaröryggisstefnunnar allt frá upphafi stjórnarsamstarfsins. „Og það höfum við gert síðan. Ég hef ekki orðið vör við annað en félagar í VG hafi sýnt því sjónarmiði skilning þegar um er að ræða að leiða ríkisstjórnarsamstarf. Ekki hvað síst á tímum eins og við lifum núna þar sem stríð geisar í álfunni,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Bandaríkin Hernaður Utanríkismál Tengdar fréttir Kjarnorkuknúnir kafbátar fá að hafa viðkomu við Ísland Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur tilkynnt bandarískum stjórnvöldum að kjarnorkuknúnum kafbátum sjóhers þeirra verður heimilt að hafa stutta viðkomu við Ísland. Kafbátarnir sem fá heimild til að að hafa viðdvöl hér bera ekki kjarnavopn og eru ekki útbúnir til þess. Búist er við að fyrsti kafbáturinn komi á næstunni. 18. apríl 2023 11:09 Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00 Öflug eftirlit með umferð flugvéla, skipa og kafbáta við Ísland Mikið eftirlit er með umferð flugvéla, skipa og kafbáta yfir og í kringum Ísland á vegum NATO og Bandaríkjahers í samstarfi við Landhelgisgæsluna. Um sextíu manna flugsveit frá danska hernum er að ljúka loftrýmisgæslu á Íslandi eftir mánaðardvöl. 9. september 2022 20:06 Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Herskip frá sex NATO-ríkjum taka nú þátt í kafbátarleitaræfingu sem fer fram í Norður-Atlantshafi næstu tvær vikur. Aðstoðaraðmíráll segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki fyrir NATO. 13. júní 2022 23:47 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira
Kjarnorkuknúnir kafbátar fá að hafa viðkomu við Ísland Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur tilkynnt bandarískum stjórnvöldum að kjarnorkuknúnum kafbátum sjóhers þeirra verður heimilt að hafa stutta viðkomu við Ísland. Kafbátarnir sem fá heimild til að að hafa viðdvöl hér bera ekki kjarnavopn og eru ekki útbúnir til þess. Búist er við að fyrsti kafbáturinn komi á næstunni. 18. apríl 2023 11:09
Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00
Öflug eftirlit með umferð flugvéla, skipa og kafbáta við Ísland Mikið eftirlit er með umferð flugvéla, skipa og kafbáta yfir og í kringum Ísland á vegum NATO og Bandaríkjahers í samstarfi við Landhelgisgæsluna. Um sextíu manna flugsveit frá danska hernum er að ljúka loftrýmisgæslu á Íslandi eftir mánaðardvöl. 9. september 2022 20:06
Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Herskip frá sex NATO-ríkjum taka nú þátt í kafbátarleitaræfingu sem fer fram í Norður-Atlantshafi næstu tvær vikur. Aðstoðaraðmíráll segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki fyrir NATO. 13. júní 2022 23:47