Þjálfari Bayern segir lið sitt þurfa kraftaverk Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2023 08:32 Thomas Tuchel tók við Julian Nagelsmann sem þjálfari Bayern fyrir ekki svo löngu síðan. Christina Pahnke/Getty Images Thomas Tuchel, tiltölulega nýráðinn þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern München, segir sína menn þurfa kraftaverk í síðari leik liðsins gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Man City vann fyrri leikinn á Etihad-vellinum í Manchester 3-0 og er komið með annan fótinn í undanúrslit keppninnar. Þó Pep Guardiola segir að Bayern sé til alls líklegt og að atvikið milli Sadio Mané og Leroy Sané eftir leik geti í raun hjálpað Bæjurum þá er Tuchel ekki á sama máli. „Við þurfum kraftaverk,“ sagði Tuchel um leik kvöldsins sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. „Ég veit ekki hvort það er viðeigandi að tala um 4-0 eða 5-1 sigur, við þurfum að vera raunsæir en að sjálfsögðu höfum við trú á eigin getu. Ef við eigum góðan fyrri hálfleik er allt mögulegt.“ „Þetta er risastórt fjall sem við þurfum að klífa og það er þess vegna sem við þurfum að hafa trú á eigin getu en við getum ekki látið okkur dreyma. Draumar fyrir mér eru tengdir svefni og við getum ekki sofið í eina sekúndu.“ Við verðum að trúa og að trúa þýðir að við þurfum að láta hlutina gerast. Við þurfum að spila sem lið, spila vel og spila af mikilli ákefð. Við erum ekki eini í þessu og stuðningsfólk okkar mun styðja dyggilega við bakið á okkur.“ Sadio Mané verður í hóp Bayern í kvöld þó svo að hann hafi slegið Sané í andlitið með þeim afleiðingum að vör hans stokkbólgnaði eftir fyrri leikinn. Hvort Mané byrji er annað mál en Tuchel er þó ekki viss um að málið muni gefa Bayern byr í seglin. „Ég vonaðist til þess gegn Hoffenheim en það gerði það augljóslega ekki,“ sagði þjálfarinn að endingu en Bayern gerði 1-1 jafntefli um helgina. Liðið hefur átt erfitt uppdráttar síðan Tuchel tók við og á afar erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld. Leikur Bayern og Man City verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.00. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Segir Bayern hafa sektað Mané um 45 milljónir Bayern München ku hafa sektað framherjann Sadio Mané um rúmar 45 milljónir íslenskra króna fyrir að hafa slegið Leroy Sané í andlitið eftir tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Þá er talið að Thomas Tuchel vilji losna við Mané. 17. apríl 2023 08:01 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira
Man City vann fyrri leikinn á Etihad-vellinum í Manchester 3-0 og er komið með annan fótinn í undanúrslit keppninnar. Þó Pep Guardiola segir að Bayern sé til alls líklegt og að atvikið milli Sadio Mané og Leroy Sané eftir leik geti í raun hjálpað Bæjurum þá er Tuchel ekki á sama máli. „Við þurfum kraftaverk,“ sagði Tuchel um leik kvöldsins sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. „Ég veit ekki hvort það er viðeigandi að tala um 4-0 eða 5-1 sigur, við þurfum að vera raunsæir en að sjálfsögðu höfum við trú á eigin getu. Ef við eigum góðan fyrri hálfleik er allt mögulegt.“ „Þetta er risastórt fjall sem við þurfum að klífa og það er þess vegna sem við þurfum að hafa trú á eigin getu en við getum ekki látið okkur dreyma. Draumar fyrir mér eru tengdir svefni og við getum ekki sofið í eina sekúndu.“ Við verðum að trúa og að trúa þýðir að við þurfum að láta hlutina gerast. Við þurfum að spila sem lið, spila vel og spila af mikilli ákefð. Við erum ekki eini í þessu og stuðningsfólk okkar mun styðja dyggilega við bakið á okkur.“ Sadio Mané verður í hóp Bayern í kvöld þó svo að hann hafi slegið Sané í andlitið með þeim afleiðingum að vör hans stokkbólgnaði eftir fyrri leikinn. Hvort Mané byrji er annað mál en Tuchel er þó ekki viss um að málið muni gefa Bayern byr í seglin. „Ég vonaðist til þess gegn Hoffenheim en það gerði það augljóslega ekki,“ sagði þjálfarinn að endingu en Bayern gerði 1-1 jafntefli um helgina. Liðið hefur átt erfitt uppdráttar síðan Tuchel tók við og á afar erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld. Leikur Bayern og Man City verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.00.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Segir Bayern hafa sektað Mané um 45 milljónir Bayern München ku hafa sektað framherjann Sadio Mané um rúmar 45 milljónir íslenskra króna fyrir að hafa slegið Leroy Sané í andlitið eftir tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Þá er talið að Thomas Tuchel vilji losna við Mané. 17. apríl 2023 08:01 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira
Segir Bayern hafa sektað Mané um 45 milljónir Bayern München ku hafa sektað framherjann Sadio Mané um rúmar 45 milljónir íslenskra króna fyrir að hafa slegið Leroy Sané í andlitið eftir tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Þá er talið að Thomas Tuchel vilji losna við Mané. 17. apríl 2023 08:01