Snorri Steinn gæti spilað í kvöld: „Ég er í fínu formi“ Sindri Sverrisson og Valur Páll Eiríksson skrifa 19. apríl 2023 12:00 Snorri Steinn Guðjónsson á æfingu Vals. Mögulegt er að hann spili í kvöld eftir langt hlé. VÍSIR/VILHELM Tímabilið er undir hjá Íslandsmeisturum Vals í kvöld þegar þeir mæta Haukum öðru sinni í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Þjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson verður mögulega með í leiknum vegna meiðsla í herbúðum Vals. Snorri Steinn var ráðinn spilandi þjálfari Vals árið 2017 en lagði skóna svo á hilluna ári síðar og einbeitti sér að þjálfun liðsins. Árið 2016 hafði hann lagt landsliðsskóna á hilluna eftir að hafa leikið lykilhlutverk í bláu treyjunni um langt árabil. En þó að tæp fimm ár séu liðin síðan að Snorri spilaði síðast handbolta í efstu deild þá er ekki útilokað að hann taki fram skóna á Ásvöllum í kvöld, vegna mikilla forfalla hjá Valsmönnum. Þessi 41 árs gamli þjálfari hefur tekið þátt í æfingum Vals í vikunni og staðfesti við Bylgjuna í dag að hann yrði á skýrslu ef að Tryggvi Garðar Jónsson næði ekki að jafna sig fyrir leik. „Ekki viss um að ég geri mikið gagn“ „Ég er að bíða eftir skilaboðum frá Tryggva. Hann er búinn að vera rúmlega fárveikur og hefur ekkert getað æft með okkur. Þetta er svona spurning hvort Tryggvi eða ég verði í hóp. Þú mátt giska á hvort ég vil,“ sagði Snorri. „Ef Tryggvi er ekki með í kvöld þá er ég í hóp. Staðfest. Nú er bara allt undir og ef illa fer þá er ekkert á morgun. Menn vilja bara fórna sér eins langt og það nær,“ sagði Snorri. Svo að meira að segja þjáflarinn er til í að fórna sér? „Það er af illri nauðsyn, ég er nú ekki viss um að ég geri mikið gagn. Við verðum allavega að fylla skýrsluna.“ En í hvernig ástandi er Snorri og hvenær spilaði hann síðast? „Ætli ég hafi ekki dottið út fyrir Bjögga og Haukum síðast, einmitt í átta liða úrslitum. Það eru einhver fjögur, fimm ár síðan. Ég hef ekki æft neitt síðan og hef ekki saknað þess neitt, svona ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Þetta er klárlega ekkert eitthvað sem við viljum, bara langt í frá. En ég er nú í fínu formi. Ég er duglegur að æfa en ég hef ekkert æft handbolta.“ Valsmenn í sumarfrí ef þeir tapa Valsmenn eru með bakið uppi við vegg eftir 24-22 tap gegn Haukum á heimavelli á sunnudaginn. Eftir dapurt gengi að undanförnu small vörn liðsins saman í þeim leik og Björgvin Páll Gústavsson átti mjög góðan leik í markinu en það dugði ekki til gegn Haukum, sem geta orðið fyrsta liðið sem endar í 8. sæti en nær að slá út deildarmeistara. Magnús Óli Magnússon, besti sóknarmaður Vals, fór af velli meiddur í ökkla í leiknum á sunnudag og bættist á langan lista Valsara yfir meidda lykilmenn. Nýjasti landsliðsmaðurinn, Stiven Tobar Valencia, gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla, né heldur Tryggvi Garðar, og þeir Benedikt Gunnar Óskarsson og Róbert Aron Hostert spila varla aftur fyrr en í haust vegna meiðsla. Snorri bindur þó vonir við að Stiven yrði með í leiknum í kvöld. Leikur Hauka og Vals hefst klukkan 19:30 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Vinni Haukar komast þeir áfram í undanúrslit en vinni Valur mætast liðin í oddaleik á Hlíðarenda á laugardaginn. Olís-deild karla Valur Haukar Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira
Snorri Steinn var ráðinn spilandi þjálfari Vals árið 2017 en lagði skóna svo á hilluna ári síðar og einbeitti sér að þjálfun liðsins. Árið 2016 hafði hann lagt landsliðsskóna á hilluna eftir að hafa leikið lykilhlutverk í bláu treyjunni um langt árabil. En þó að tæp fimm ár séu liðin síðan að Snorri spilaði síðast handbolta í efstu deild þá er ekki útilokað að hann taki fram skóna á Ásvöllum í kvöld, vegna mikilla forfalla hjá Valsmönnum. Þessi 41 árs gamli þjálfari hefur tekið þátt í æfingum Vals í vikunni og staðfesti við Bylgjuna í dag að hann yrði á skýrslu ef að Tryggvi Garðar Jónsson næði ekki að jafna sig fyrir leik. „Ekki viss um að ég geri mikið gagn“ „Ég er að bíða eftir skilaboðum frá Tryggva. Hann er búinn að vera rúmlega fárveikur og hefur ekkert getað æft með okkur. Þetta er svona spurning hvort Tryggvi eða ég verði í hóp. Þú mátt giska á hvort ég vil,“ sagði Snorri. „Ef Tryggvi er ekki með í kvöld þá er ég í hóp. Staðfest. Nú er bara allt undir og ef illa fer þá er ekkert á morgun. Menn vilja bara fórna sér eins langt og það nær,“ sagði Snorri. Svo að meira að segja þjáflarinn er til í að fórna sér? „Það er af illri nauðsyn, ég er nú ekki viss um að ég geri mikið gagn. Við verðum allavega að fylla skýrsluna.“ En í hvernig ástandi er Snorri og hvenær spilaði hann síðast? „Ætli ég hafi ekki dottið út fyrir Bjögga og Haukum síðast, einmitt í átta liða úrslitum. Það eru einhver fjögur, fimm ár síðan. Ég hef ekki æft neitt síðan og hef ekki saknað þess neitt, svona ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Þetta er klárlega ekkert eitthvað sem við viljum, bara langt í frá. En ég er nú í fínu formi. Ég er duglegur að æfa en ég hef ekkert æft handbolta.“ Valsmenn í sumarfrí ef þeir tapa Valsmenn eru með bakið uppi við vegg eftir 24-22 tap gegn Haukum á heimavelli á sunnudaginn. Eftir dapurt gengi að undanförnu small vörn liðsins saman í þeim leik og Björgvin Páll Gústavsson átti mjög góðan leik í markinu en það dugði ekki til gegn Haukum, sem geta orðið fyrsta liðið sem endar í 8. sæti en nær að slá út deildarmeistara. Magnús Óli Magnússon, besti sóknarmaður Vals, fór af velli meiddur í ökkla í leiknum á sunnudag og bættist á langan lista Valsara yfir meidda lykilmenn. Nýjasti landsliðsmaðurinn, Stiven Tobar Valencia, gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla, né heldur Tryggvi Garðar, og þeir Benedikt Gunnar Óskarsson og Róbert Aron Hostert spila varla aftur fyrr en í haust vegna meiðsla. Snorri bindur þó vonir við að Stiven yrði með í leiknum í kvöld. Leikur Hauka og Vals hefst klukkan 19:30 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Vinni Haukar komast þeir áfram í undanúrslit en vinni Valur mætast liðin í oddaleik á Hlíðarenda á laugardaginn.
Olís-deild karla Valur Haukar Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira