Sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi Máni Snær Þorláksson og Heimir Már Pétursson skrifa 19. apríl 2023 12:24 Forsætisráðherra segir að sjónarmið Íslands í málinu hljóti að mæta skilningi. Vísir/Arnar Löggjöf um breyttar reglur um losunarheimildir í flugi var samþykkt á Evrópuþinginu í gærmorgun. Forsætisráðherra segir löggjöfina hafa hlutfallslega mikil áhrif á flugsamgöngur til og frá Íslandi. Hún trúir að raunhæf lausn náist í málinu, sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi. Þessar nýju reglur ná til Íslands á grundvelli EES samningsins. Reglurnar eru sagðar skaða hagsmuni íslenskra flugfélaga og veikja samkeppnisstöðu þeirra. Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt því harðlega að þurfa að taka upp tilskipunina án breytinga sem taka tillit til landfræðilegrar legu Íslands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að afstaða ríkisstjórnarinnar sé algjörlega óbreytt eftir að löggjöfin var samþykkt. „Við sem búum hér á Íslandi höfum í raun og veru enga valkosti við það að fljúga til og frá landinu því héðan getur fólk ekki tekið lestir eða aðra samgöngumáta sem losa minna en hefðbundið flug. Við ætlumst til þess að það verði tekið tillit til þess þegar um er að ræða gjaldtöku.“ Klippa: Sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi Mikið gerst síðan bréfið barst Katrín segir þá að heilmikið vatn hafi runnið til sjávar síðan henni barst svar frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi sínu um málið síðasta sumar. Mjög mörg samtöl hafi átt sér stað síðan þá. „Utanríkisráðuneytið hefur verið þar í fararbroddi en aðrir ráðherrar hafa ljáð þessum málstað lið, ég þar að sjálfsögðu en líka menningar- og viðskiptaráðherra, innviðaráðherra og fleiri ráðherrar sem koma málinu við,“ segir Katrín. „Þannig ég held í raun og veru að þau gögn sem við höfum lagt fram sýni fram á þessi hlutfallslega miklu áhrif hér á Íslandi, bara einfaldlega vegna landfræðilegrar legu. Ég held að það hljóti að koma að því að þau sjónarmið mæti skilningi.“ Skipti máli að sanngirni sé gætt Varðandi hvað geti gerst ef Ísland neita að innleiða þessar reglur segir Katrín að það hafi ekki mikið upp á sig að ræða málið í viðtengingarhætti. „Við höfum bara verið algjörlega skýr með það,“ segir hún og bætir við að ekki séu komnar fram þær lausnir sem þarf til að skipta öllu flugi yfir á grænt eldsneyti. „Það hefur nú ekki skort upp á viljann hjá Íslendingum í þeim mæli. Ég minni á að hér hefur verið unnið mjög mikið starf í að þróa til dæmis að færa flug yfir á rafmagn, eins og kunnugt er, og við getum verið að sjá mjög hraðar breytingar í því á næstu árum.“ Að lokum segist Katrín halda að þessi skýra afstaða hljóti að skila sér. „Af því það skiptir máli í þessum málum að sanngirni sé gætt,“ segir hún. „Ég trúi því að það finnist einhver raunhæf lausn á þessu.“ Evrópusambandið Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Sjá meira
Þessar nýju reglur ná til Íslands á grundvelli EES samningsins. Reglurnar eru sagðar skaða hagsmuni íslenskra flugfélaga og veikja samkeppnisstöðu þeirra. Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt því harðlega að þurfa að taka upp tilskipunina án breytinga sem taka tillit til landfræðilegrar legu Íslands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að afstaða ríkisstjórnarinnar sé algjörlega óbreytt eftir að löggjöfin var samþykkt. „Við sem búum hér á Íslandi höfum í raun og veru enga valkosti við það að fljúga til og frá landinu því héðan getur fólk ekki tekið lestir eða aðra samgöngumáta sem losa minna en hefðbundið flug. Við ætlumst til þess að það verði tekið tillit til þess þegar um er að ræða gjaldtöku.“ Klippa: Sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi Mikið gerst síðan bréfið barst Katrín segir þá að heilmikið vatn hafi runnið til sjávar síðan henni barst svar frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi sínu um málið síðasta sumar. Mjög mörg samtöl hafi átt sér stað síðan þá. „Utanríkisráðuneytið hefur verið þar í fararbroddi en aðrir ráðherrar hafa ljáð þessum málstað lið, ég þar að sjálfsögðu en líka menningar- og viðskiptaráðherra, innviðaráðherra og fleiri ráðherrar sem koma málinu við,“ segir Katrín. „Þannig ég held í raun og veru að þau gögn sem við höfum lagt fram sýni fram á þessi hlutfallslega miklu áhrif hér á Íslandi, bara einfaldlega vegna landfræðilegrar legu. Ég held að það hljóti að koma að því að þau sjónarmið mæti skilningi.“ Skipti máli að sanngirni sé gætt Varðandi hvað geti gerst ef Ísland neita að innleiða þessar reglur segir Katrín að það hafi ekki mikið upp á sig að ræða málið í viðtengingarhætti. „Við höfum bara verið algjörlega skýr með það,“ segir hún og bætir við að ekki séu komnar fram þær lausnir sem þarf til að skipta öllu flugi yfir á grænt eldsneyti. „Það hefur nú ekki skort upp á viljann hjá Íslendingum í þeim mæli. Ég minni á að hér hefur verið unnið mjög mikið starf í að þróa til dæmis að færa flug yfir á rafmagn, eins og kunnugt er, og við getum verið að sjá mjög hraðar breytingar í því á næstu árum.“ Að lokum segist Katrín halda að þessi skýra afstaða hljóti að skila sér. „Af því það skiptir máli í þessum málum að sanngirni sé gætt,“ segir hún. „Ég trúi því að það finnist einhver raunhæf lausn á þessu.“
Evrópusambandið Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Sjá meira