Körfubolti

Slysahætta við að fiska ruðning í NBA-deildinni

Jón Már Ferro skrifar
Fallið getur verið hátt hjá hávöxnum körfuboltamönnum.
Fallið getur verið hátt hjá hávöxnum körfuboltamönnum. Ezra Shaw/Getty Images

Það getur verið stórhættulegt þegar hávaxnir körfuboltamenn reyna að troða yfir hvorn annan. NBA-deildin í körfubolta íhugar nú að breyta reglum er varðar ruðning.

Kjartan Atli Kjartansson spurði þá Sigurð Orra Kristjánsson og Tómas Steindórsson hvort það væri of auðvelt að fá dæmdan ruðning í kringum körfuna í NBA. Sigurður Orri og Tómas voru ósammála og deildu skoðunum sínum í nýjasta þættinum af Lögmál leiksins, umræðuþætti um NBA-deildina.

Tómas segir ekki vera of auðvelt að fiska ruðning og segist of oft hafa séð dæmda villu því troðslan sé svo flott.

Klippa: Ruðningur í NBA

„Mér finnst reglan eiga að vera að þótt þú sért búinn að planta þér þarna í fjórar sekúndur og það er troðið á þig þá á bara á ekki að dæma,“ segir Tómas.

„Mér finnst menn nefnilega oft ekki fá þetta benefit. Mér finnst leikmenn mjög oft ekki vera kyrrir fyrr en þeir eru byrjaðir að hoppa. Ég myndi vilja stækka svæðið, mér finnst þú geta verið of nálægt körfunni að gera þetta,“ sagði Sigurður Orri.

Hann segir jafnframt of auðvelt fyrir leikmenn að slasast við að fiska ruðning eins og sést á mynskeiðinu.

„Menn eru orðir svo góðir og flinkir og restricted area finnst mér vera orðið of lítið. Það ætti að vera stærra og einhvern vegin erfiðara að planta sér af því menn eru orðnir svo miklir íþróttamenn. Þeir geta tekið af stað bara hjá vítalínunni og mér finnst mjög oft menn meiða sig bara út af því að stórir menn ætla taka ruðning í stað þess að spila vörn,“ sagði Sigurður Orri að endingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×