Fótbolti

Sonur Marcelos valdi Spán fram yfir Brasilíu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Enzo Alves í spænska landsliðsbúningnum.
Enzo Alves í spænska landsliðsbúningnum.

Sonur Marcelos, fyrrverandi fyrirliða Real Madrid, hefur verið valinn í spænska U-15 ára landsliðið í fyrsta sinn þrátt fyrir að faðir hans hafi spilað 58 leiki fyrir brasilíska landsliðið á sínum tíma.

Hinn þrettán ára Enzo Alves þykir gríðarlega mikið efni, er samningsbundinn Real Madrid og Spánn og Brasilíu börðust um krafta hans. Svo virðist sem Spánverjar hafi haft betur, allavega eins og staðan er núna.

Þrátt fyrir að Enzo spili með yngri landsliðum Spánar getur hann enn spilað fyrir A-landslið Brasilíu kjósi hann svo.

Enzo deildi mynd af sér í landsliðsbúningi Spánar á Instagram. Faðir hans svaraði færslunni og kvaðst vera ofboðslega stoltur af syninum.

Enzo fæddist í september 2009, þegar Marcelo var að hefja sitt þriðja tímabil hjá Real Madrid. Hann lék með liðinu í fimmtán ár og er sigursælasti leikmaður í sögu þess með 25 titla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×