„Ég myndi horfa á það hvað er að gerast á bak við skjáinn“ Snorri Másson skrifar 25. apríl 2023 08:46 Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, telur það ekki aðalatriði fyrir foreldra að fylgjast með klukkustundum í skjátíma hjá börnum í snjallsímum á degi hverjum, heldur mun frekar hvað börnin eru að gera í símunum. Sjá má viðtal við Hilmar í innslaginu hér að ofan þar sem hann ræðir þetta atriði og nýja stóra erlenda fjárfestingu í verkefni á vegum fyrirtækisins. Sú umræða er bæði gömul og ný, hvort stafræn tækni og snjallsímar séu að ná óeðlilegum heljartökum á ungdómi landsins. Tryggvi Hjaltason, sérfræðingur hjá CCP, skrifaði á dögunum færslu á Facebook sem vakti nokkra athygli, en þar gagnrýndi hann harðlega hvernig Íslendingar hafa haldið á málum þegar kemur að því að hleypa snjallsímum svo greiðlega inn í líf barnanna. Hilmar Veigar Pétursson hefur verið forstjóri CCP í nær tvo áratugi.mynd/halldóra ólafs Spurður út í snjalltækjaþróunina hjá ungu fólki segir Hilmar Veigar forstjóri að það skipti máli að gera skýran greinarmun á því þegar krakkarnir eru að leika sér í tölvuleikjum og því þegar þeir liggja á samfélagsmiðlum sem mata þá af efni. Minecraft, sem dæmi, geti verið heilnæm upplifun fyrir börn þar sem unnið er í sameiningu að tilteknu markmiði, en samfélagsmiðlar hafi snúist upp í andhverfu sína. „Leikur í grunninn til er aðferð til að læra. Það er bara aðferð eiginlega allra spendýra til að læra. Þannig að ef krakkarnir eru að leika sér í tölvunni eða símanum, sérstaklega með öðrum, þá myndi ég horfa öðruvísi á það en ef þau eru bara að taka við einhvers konar mötun,“ segir Hilmar. „Þar má horfa á þessa samfélagsmiðla, sem eru að einhverju leyti orðnir andsamfélagsmiðlar. Þetta voru aðferð til að eiga samskipti við fólk, en eru núna orðin aðferð til að neyta efnis. Þar ert þú ekki að taka neinar ákvarðanir, heldur er efnið matað ofan í þig af gervigreind sem hefur lært á þig og veit hvernig á að halda þér í transi við símann. Þú ert hvorki að taka ákvarðanir, né læra mikið, né leika þér með öðrum. Þannig að ég myndi horfa á það hvað er að gerast bak við skjáinn.“ Fjarskipti Samfélagsmiðlar TikTok Tengdar fréttir Heilbrigðari notkun á samfélagsmiðlum Það er orðið skelfilega augljóst að tæknin okkar hefur farið fram úr mannkyninu” - Albert Einstein. 3. apríl 2023 07:00 Guði sé lof að ég er ekki unglingur í dag „Ég þakka fyrir að vera ekki unglingur í dag“ heyrist gjarnan þegar að talið berst að skjá- og samfélagsmiðlanotkun barna og ungmenna í dag. En erum við raunverulega þakklát fyrir það? 28. mars 2023 11:31 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Sú umræða er bæði gömul og ný, hvort stafræn tækni og snjallsímar séu að ná óeðlilegum heljartökum á ungdómi landsins. Tryggvi Hjaltason, sérfræðingur hjá CCP, skrifaði á dögunum færslu á Facebook sem vakti nokkra athygli, en þar gagnrýndi hann harðlega hvernig Íslendingar hafa haldið á málum þegar kemur að því að hleypa snjallsímum svo greiðlega inn í líf barnanna. Hilmar Veigar Pétursson hefur verið forstjóri CCP í nær tvo áratugi.mynd/halldóra ólafs Spurður út í snjalltækjaþróunina hjá ungu fólki segir Hilmar Veigar forstjóri að það skipti máli að gera skýran greinarmun á því þegar krakkarnir eru að leika sér í tölvuleikjum og því þegar þeir liggja á samfélagsmiðlum sem mata þá af efni. Minecraft, sem dæmi, geti verið heilnæm upplifun fyrir börn þar sem unnið er í sameiningu að tilteknu markmiði, en samfélagsmiðlar hafi snúist upp í andhverfu sína. „Leikur í grunninn til er aðferð til að læra. Það er bara aðferð eiginlega allra spendýra til að læra. Þannig að ef krakkarnir eru að leika sér í tölvunni eða símanum, sérstaklega með öðrum, þá myndi ég horfa öðruvísi á það en ef þau eru bara að taka við einhvers konar mötun,“ segir Hilmar. „Þar má horfa á þessa samfélagsmiðla, sem eru að einhverju leyti orðnir andsamfélagsmiðlar. Þetta voru aðferð til að eiga samskipti við fólk, en eru núna orðin aðferð til að neyta efnis. Þar ert þú ekki að taka neinar ákvarðanir, heldur er efnið matað ofan í þig af gervigreind sem hefur lært á þig og veit hvernig á að halda þér í transi við símann. Þú ert hvorki að taka ákvarðanir, né læra mikið, né leika þér með öðrum. Þannig að ég myndi horfa á það hvað er að gerast bak við skjáinn.“
Fjarskipti Samfélagsmiðlar TikTok Tengdar fréttir Heilbrigðari notkun á samfélagsmiðlum Það er orðið skelfilega augljóst að tæknin okkar hefur farið fram úr mannkyninu” - Albert Einstein. 3. apríl 2023 07:00 Guði sé lof að ég er ekki unglingur í dag „Ég þakka fyrir að vera ekki unglingur í dag“ heyrist gjarnan þegar að talið berst að skjá- og samfélagsmiðlanotkun barna og ungmenna í dag. En erum við raunverulega þakklát fyrir það? 28. mars 2023 11:31 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Heilbrigðari notkun á samfélagsmiðlum Það er orðið skelfilega augljóst að tæknin okkar hefur farið fram úr mannkyninu” - Albert Einstein. 3. apríl 2023 07:00
Guði sé lof að ég er ekki unglingur í dag „Ég þakka fyrir að vera ekki unglingur í dag“ heyrist gjarnan þegar að talið berst að skjá- og samfélagsmiðlanotkun barna og ungmenna í dag. En erum við raunverulega þakklát fyrir það? 28. mars 2023 11:31