Man Utd úr leik eftir martraðar frammistöðu á Spáni Arnar Geir Halldórsson skrifar 20. apríl 2023 21:00 Erfitt kvöld hjá Man Utd í Sevilla. vísir/Getty Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni eftir stórtap gegn Sevilla á Spáni í kvöld. Enska stórveldið mætti laskað til leiks án lykilmanna á borð við Raphael Varane, Lisandro Martinez og Bruno Fernandes auk þess sem Marcus Rashford hóf leik á bekknum. Aðeins voru tæplega sjö mínútur liðnar af leiknum þegar Harry Maguire, sem bar fyrirliðaband Man Utd, í dag gerði sig sekan um skelfileg mistök þegar honum mistókst að spila boltanum út úr vörninni eftir sendingu frá David De Gea. Youssef En-Nesyri fékk dauðafæri á silfurfati, nýtti það og kom Sevilla í forystu. Heimamenn töldu sig hafa tvöfaldað forystuna seint í fyrri hálfleik en við nánari skoðun í VAR var markið dæmt af vegna rangstöðu í aðdragandanum, eins tæpt og það gerist. Síðari hálfleikur byrjaði jafn vel fyrir heimamenn og sá fyrri því Loic Bade tvöfaldaði forystuna með skallamarki eftir horn og útlitið orðið dökkt fyrir gestina sem náðu reyndar 2-0 forystu í fyrri leik liðanna en glutruðu henni niður á skömmum tíma undir lok leiks. Það var þó engin endurkoma í kortunum hjá enskum og De Gea fullkomnaði martraðar frammistöðu Man Utd með svakalegum mistökum á 80.mínútu þegar hann var kominn langt út úr marki sínu og mistókst að taka á móti frekar einfaldri langri sendingu. Það gerði En-Nesyri kleift að setja boltann í autt markið og niðurlæging Man Utd fullkomnuð. Lokatölur því 3-0 fyrir heimamönnum, samtals 5-2 sigur og Sevilla því komið í undanúrslit keppninnar. Fótbolti Evrópudeild UEFA
Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni eftir stórtap gegn Sevilla á Spáni í kvöld. Enska stórveldið mætti laskað til leiks án lykilmanna á borð við Raphael Varane, Lisandro Martinez og Bruno Fernandes auk þess sem Marcus Rashford hóf leik á bekknum. Aðeins voru tæplega sjö mínútur liðnar af leiknum þegar Harry Maguire, sem bar fyrirliðaband Man Utd, í dag gerði sig sekan um skelfileg mistök þegar honum mistókst að spila boltanum út úr vörninni eftir sendingu frá David De Gea. Youssef En-Nesyri fékk dauðafæri á silfurfati, nýtti það og kom Sevilla í forystu. Heimamenn töldu sig hafa tvöfaldað forystuna seint í fyrri hálfleik en við nánari skoðun í VAR var markið dæmt af vegna rangstöðu í aðdragandanum, eins tæpt og það gerist. Síðari hálfleikur byrjaði jafn vel fyrir heimamenn og sá fyrri því Loic Bade tvöfaldaði forystuna með skallamarki eftir horn og útlitið orðið dökkt fyrir gestina sem náðu reyndar 2-0 forystu í fyrri leik liðanna en glutruðu henni niður á skömmum tíma undir lok leiks. Það var þó engin endurkoma í kortunum hjá enskum og De Gea fullkomnaði martraðar frammistöðu Man Utd með svakalegum mistökum á 80.mínútu þegar hann var kominn langt út úr marki sínu og mistókst að taka á móti frekar einfaldri langri sendingu. Það gerði En-Nesyri kleift að setja boltann í autt markið og niðurlæging Man Utd fullkomnuð. Lokatölur því 3-0 fyrir heimamönnum, samtals 5-2 sigur og Sevilla því komið í undanúrslit keppninnar.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti