„Erfitt að vinna fótboltaleik þegar þú gerir svona mistök“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 21. apríl 2023 07:01 Vont kvöld í Seville. vísir/Getty Erik ten Hag, stjóri Man Utd, segir sitt lið ekki geta kennt neinu öðru en sjálfum sér um hvernig leikurinn gegn Sevilla í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi spilaðist. „Það er augljóst að þegar þú gerir svona mistök er mjög erfitt að vinna fótboltaleik,“ sagði ten Hag eftir leik. Vísar hann þá til markanna sem Man Utd fékk á sig í leiknum en mistök Harry Maguire leiddu til fyrsta marksins og mistök David De Gea í þriðja marki Sevilla. Mistök af þessu tagi sjást sjaldan á þessu getustigi í fótboltanum. Sevilla voru vel studdir af áhangendum sínum og var ten Hag spurður að því hvort andrúmsloftið á vellinum hafi haft mikil áhrif á leikmenn Man Utd. Hann gaf lítið fyrir það. „Við ráðum vel við það svo það útskýrir ekki tapið. Við verðum að gera betur, það er krafa. Við vorum ekki þéttir og ekki nógu rólegir á boltann. Við tókum lélegar ákvarðanir, töpuðum návígjum og það var meiri kraftur, vilji og ástríða hjá þeim. Það gerir okkur erfitt fyrir og það er vandamál sem við þurfum að taka á.“ Man Utd lék án lykilmanna á borð við Raphael Varane, Lisandro Martinez og Bruno Fernandes og virtist liðið höndla það afar illa. Stjórinn segir ekkert þýða að hugsa um fjarveru þeirra. „Þetta snýst ekki um þá. Þetta snýst um leikmennina sem voru inn á vellinum, þeir verða að standa sig. Ég trúi á þá og treysti þeim og þeir verða svo að sýna það inn á vellinum en í dag var þetta ekki nógu gott,“ segir ten Hag og setti stórt spurningamerki við hugarfar leikmanna liðsins. „Við mættum ekki tilbúnir í leikinn og það er ekki boðlegt. Þegar þú spilar fyrir Manchester United áttu alltaf að vera tilbúinn, fyrir hvern einasta leik og sérstaklega þegar þú spilar stórleik, leik í 8-liða úrslitum í Evrópu. Við getum bara kennt okkur sjálfum um,“ sagði ten Hag. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Man Utd úr leik eftir martraðar frammistöðu á Spáni Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni eftir stórtap gegn Sevilla á Spáni í kvöld. 20. apríl 2023 21:00 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Sjá meira
„Það er augljóst að þegar þú gerir svona mistök er mjög erfitt að vinna fótboltaleik,“ sagði ten Hag eftir leik. Vísar hann þá til markanna sem Man Utd fékk á sig í leiknum en mistök Harry Maguire leiddu til fyrsta marksins og mistök David De Gea í þriðja marki Sevilla. Mistök af þessu tagi sjást sjaldan á þessu getustigi í fótboltanum. Sevilla voru vel studdir af áhangendum sínum og var ten Hag spurður að því hvort andrúmsloftið á vellinum hafi haft mikil áhrif á leikmenn Man Utd. Hann gaf lítið fyrir það. „Við ráðum vel við það svo það útskýrir ekki tapið. Við verðum að gera betur, það er krafa. Við vorum ekki þéttir og ekki nógu rólegir á boltann. Við tókum lélegar ákvarðanir, töpuðum návígjum og það var meiri kraftur, vilji og ástríða hjá þeim. Það gerir okkur erfitt fyrir og það er vandamál sem við þurfum að taka á.“ Man Utd lék án lykilmanna á borð við Raphael Varane, Lisandro Martinez og Bruno Fernandes og virtist liðið höndla það afar illa. Stjórinn segir ekkert þýða að hugsa um fjarveru þeirra. „Þetta snýst ekki um þá. Þetta snýst um leikmennina sem voru inn á vellinum, þeir verða að standa sig. Ég trúi á þá og treysti þeim og þeir verða svo að sýna það inn á vellinum en í dag var þetta ekki nógu gott,“ segir ten Hag og setti stórt spurningamerki við hugarfar leikmanna liðsins. „Við mættum ekki tilbúnir í leikinn og það er ekki boðlegt. Þegar þú spilar fyrir Manchester United áttu alltaf að vera tilbúinn, fyrir hvern einasta leik og sérstaklega þegar þú spilar stórleik, leik í 8-liða úrslitum í Evrópu. Við getum bara kennt okkur sjálfum um,“ sagði ten Hag.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Man Utd úr leik eftir martraðar frammistöðu á Spáni Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni eftir stórtap gegn Sevilla á Spáni í kvöld. 20. apríl 2023 21:00 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Sjá meira
Man Utd úr leik eftir martraðar frammistöðu á Spáni Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni eftir stórtap gegn Sevilla á Spáni í kvöld. 20. apríl 2023 21:00