Elín Klara(ði) meistarana með frammistöðu upp á tíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2023 12:01 Elín Klara Þorkelsdóttir fagnar sigurmarki sínu gegn Fram. vísir/hulda margrét Elín Klara Þorkelsdóttir var hetja Hauka þegar þeir slógu Íslandsmeistara Fram úr leik í sex liða úrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Haukar komu mörgum á óvart með því að vinna fyrsta leikinn gegn Fram á heimavelli meistaranna, 20-26. Haukar voru svo með frumkvæðið lengst af í öðrum leiknum á Ásvöllum í gær. Og þegar fimm mínútur voru eftir leiddu Hafnfirðingar með fjórum mörkum, 27-23. Frammarar unnu hins vegar síðustu fimm mínúturnar, 5-1, og tryggðu sér framlengingu. Perla Ruth Albertsdóttir jafnaði í 28-28 úr vítakasti þegar leiktíminn var runninn út. Þar voru taugarnar þandar og liðin gerðu fjölmörg mistök. Perla Ruth jafnaði fyrir Fram, 30-30, þegar mínúta var eftir og allt var á suðupunkti á Ásvöllum. Elín Klara tekur lokaskot leiksins.vísir/hulda margrét Haukar fengu lokasóknina og þegar þrjár sekúndur voru eftir fékk Elín Klara boltann vinstra megin fyrir utan og lét vaða. Boltinn söng í netinu og Haukar fögnuðu sigri, 31-30, og sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar. Klippa: Sigurmark Elínar Klöru gegn Fram Þetta var ellefta mark Elínar Klöru í leiknum. Það var langt því frá það eina sem hún gerði í leiknum. Elín Klara gaf nefnilega sex stoðsendingar, fimm vítasendingar, fiskaði tvö víti, stal boltanum einu sinni, tók tvö fráköst og stöðvaði leikmenn Fram þrettán sinnum í vörninni. Fyrir þessa frábæru frammistöðu fékk hún tíu í einkunn hjá HB Statz. Tíu í sóknareinkunn, varnareinkunn og heildareinkunn. Elín Klara þvílíkur leikmaður Tvöföld tvenna hjá henni í dag þegar Fram er óvænt sópað! 11 (73%) mörk 6 stoðsendingar 5 vítasendingar 2 fiskuð viti 13 stöðvanir 1 stolinn2 fráköst Heildar, sóknar varnar einkunn: @Haukarhandbolti #olisdeildin #handbolti— HBStatz (@HBSstatz) April 20, 2023 Elín Klara var engu síðri í fyrri leiknum gegn Fram þar sem hún skoraði tólf mörk úr þrettán mörkum. Hún skoraði því samtals 23 mörk í leikjunum tveimur gegn Íslandsmeisturunum og þurfti til þess aðeins 28 skot. Haukar mæta ÍBV í undanúrslitum Olís-deildarinnar. Haukar Fram Olís-deild kvenna Tengdar fréttir „Það bjóst enginn við þessu nema kannski við sjálfar“ Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var að ná sér á jörðina aftur eftir spennuþrungin framlengdan leik á Ásvöllum í dag þegar Vísir náði tali af henni. 20. apríl 2023 17:28 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Sjá meira
Haukar komu mörgum á óvart með því að vinna fyrsta leikinn gegn Fram á heimavelli meistaranna, 20-26. Haukar voru svo með frumkvæðið lengst af í öðrum leiknum á Ásvöllum í gær. Og þegar fimm mínútur voru eftir leiddu Hafnfirðingar með fjórum mörkum, 27-23. Frammarar unnu hins vegar síðustu fimm mínúturnar, 5-1, og tryggðu sér framlengingu. Perla Ruth Albertsdóttir jafnaði í 28-28 úr vítakasti þegar leiktíminn var runninn út. Þar voru taugarnar þandar og liðin gerðu fjölmörg mistök. Perla Ruth jafnaði fyrir Fram, 30-30, þegar mínúta var eftir og allt var á suðupunkti á Ásvöllum. Elín Klara tekur lokaskot leiksins.vísir/hulda margrét Haukar fengu lokasóknina og þegar þrjár sekúndur voru eftir fékk Elín Klara boltann vinstra megin fyrir utan og lét vaða. Boltinn söng í netinu og Haukar fögnuðu sigri, 31-30, og sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar. Klippa: Sigurmark Elínar Klöru gegn Fram Þetta var ellefta mark Elínar Klöru í leiknum. Það var langt því frá það eina sem hún gerði í leiknum. Elín Klara gaf nefnilega sex stoðsendingar, fimm vítasendingar, fiskaði tvö víti, stal boltanum einu sinni, tók tvö fráköst og stöðvaði leikmenn Fram þrettán sinnum í vörninni. Fyrir þessa frábæru frammistöðu fékk hún tíu í einkunn hjá HB Statz. Tíu í sóknareinkunn, varnareinkunn og heildareinkunn. Elín Klara þvílíkur leikmaður Tvöföld tvenna hjá henni í dag þegar Fram er óvænt sópað! 11 (73%) mörk 6 stoðsendingar 5 vítasendingar 2 fiskuð viti 13 stöðvanir 1 stolinn2 fráköst Heildar, sóknar varnar einkunn: @Haukarhandbolti #olisdeildin #handbolti— HBStatz (@HBSstatz) April 20, 2023 Elín Klara var engu síðri í fyrri leiknum gegn Fram þar sem hún skoraði tólf mörk úr þrettán mörkum. Hún skoraði því samtals 23 mörk í leikjunum tveimur gegn Íslandsmeisturunum og þurfti til þess aðeins 28 skot. Haukar mæta ÍBV í undanúrslitum Olís-deildarinnar.
Haukar Fram Olís-deild kvenna Tengdar fréttir „Það bjóst enginn við þessu nema kannski við sjálfar“ Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var að ná sér á jörðina aftur eftir spennuþrungin framlengdan leik á Ásvöllum í dag þegar Vísir náði tali af henni. 20. apríl 2023 17:28 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Sjá meira
„Það bjóst enginn við þessu nema kannski við sjálfar“ Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var að ná sér á jörðina aftur eftir spennuþrungin framlengdan leik á Ásvöllum í dag þegar Vísir náði tali af henni. 20. apríl 2023 17:28