Lykillinn að kolefnishlutleysi jarðhitavirkjana tekinn í notkun Kjartan Kjartansson skrifar 21. apríl 2023 18:16 Koltvísýringur og brennisteinsvetni er leyst upp í vatni í tilraunastöð Carbfix við Nesjavallavirkjun. Tilraunastöðin er færanleg og því verður hægt að flytja hana þegar varanleg stöð verður tilbúin árið 2030. Vísir/Stefán Tilraunastöð sem kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix tók nýlega í notkun við Nesjavallavirkjun er sögð lykillinn að tækni sem á að útrýma kolefnisspori jarðvarmavirkjana Orku náttúrunnar fyrir lok áratugsins. Tæknin er veruleg framför frá hreinsibúnaði við Hellisheiðarvirkjun. Carbfix hefur fangað brennisteinsvetni og koltvísýring frá Hellisheiðarvirkjun og bundið í jörðu með byltingarkenndri tækni í tæpan áratug. Gösin eru leyst upp í vatni og þeim dælt djúpt ofan í jörðina þar sem þau bindast gljúpu basalti. Með þeim hætti hefur verið hægt að farga um þriðjungi af þeim koltvísýringi sem kemur upp með gufunni og 75 prósentum af brennisteinsvetninu. Brennisteinsvetni hefur áhrif á loftgæði í nærumhverfi virkjana og tærir málm en koltvísýringur er gróðurhúsalofttegund sem veldur hnattrænni hlýnun. Til töluverðs er að vinna. Jarðvarmavirkjanir á Íslandi losuðu samtals um 180.000 tonn koltvísýringsígilda árið 2021 samkvæmt losunarbókhaldi Íslands. Það er um fimmtungur af losun frá vegasamgöngum á Íslandi. Losun frá jarðvarmavirkjunum hefur hátt í þrefaldast frá árinu 1990. Með því að fanga og binda allan koltvísýring frá jarðhitavirkjunum væri hægt að ná um fimmtán prósentum af þeim samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda sem íslensk stjórnvöld þurfa til þess að standast alþjóðlegar skuldbindingar sínar fyrir árið 2030. Borholan þar sem gasblönduðu vatninu er dælt niður er tæplega fjörutíu ára gömul tilraunaborhola. Vatninu er dælt niður á um tveggja kílómetra dýpi.Vísir/Stefán Fangar allt gasið sem um hana fer Stöðin sem var tekin í notkun við Nesjavallavirkjun fyrir mánuði lætur ekki mikið yfir sér. Hún er ílöng og lágreist bygging á stærð við flutningagám með tækjabúnaði sem þjappar saman gasi áður því er dælt inn í svonefndan þvottaturn sem stendur við gáminn. Innan í honum er gasið leyst upp í vatni sem er svo dælt í borholu í tveggja kílómetra fjarlægð og þar djúpt ofan í jörðina. Þrátt fyrir það er tilraunastöðin mun skilvirkari en hreinsistöðin á Hellisheiði. Hún fangar allt brennisteinsvetnið og á bilinu níutíu til hundrað prósent af koltvísýringnum. Eins og sakir standa fangar tilraunastöðin um fimmtung losunar Nesjavallavirkjunar á gastegundunum tveimur. Þetta er í fyrsta skipti sem tækni Carbfix, sem er dótturfélag Orku náttúrunnar, er notuð til meiriháttar kolefnisbindingar utan Hellisheiðar. Orka náttúrunnar stefnir á að opna nýja og stærri hreinsistöð við Hellisheiðarvirkjun sem á að gera hana kolefnishlutlausa árið 2025. Sandra Snæbjörnsdóttir, yfirmaður kolefnisbindingar hjá Carbfix, segir að tilraunastöðin á Nesjavöllum sýni að Carbfix geti nýtt tækni sína til þess að ná kolefnishlutleysi. Tilraunastöðin á Nesjavöllum sé þannig fyrirrennari þeirrar sem verður reist á Hellisheiði. „Við erum að hanna stóra varanlega stöð sem verður sett upp á Hellisheiði. Þetta er svona lykillinn að þeirri tækni í rauninni,“ segir Sandra við Vísi. Sandra Snæbjörnsdóttir, yfirmaður kolefnisbindingar hjá Carbfix, vonast til þess að ný og skilvirkari tilraunastöð sé fyrsta skrefið að stærri hlutum í kolefnisbindingu jarðvarmavirkjana.Vísir/Stefán Losun úr sögunni fyrir lok áratugsins Áformað er að varanleg hreinsistöð leysi tilraunastöðina við Nesjavallavirkjun af hólmi árið 2030. Þegar það gerist skilja jarðvarmavirkjanir Orku náttúrunnar ekki lengur eftir sig kolefnisfótspor. „Þannig að 2030 á koldíoxíð- og brennisteinsvetnislosun frá þessum virkjunum að vera úr sögunni,“ segir Sandra. Hellisheiðarvirkjun losar nú um 36.000 tonn af koltvísýringi en Nesjavallavirkjun um tólf þúsund tonn. Þegar varanlegu hreinstöðvarnar komast í gagnið verður þannig komið í veg fyrir um þriðjung af losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum jarðvarmavirkjunum á einu bretti. Líklegt er að samdrátturinn verði orðinn enn meiri fyrir lok áratugsins. Carbfix á í samstarfi við Landsvirkjun um að nýta tækni fyrirtækisins til þess að binda losun frá virkjun síðarnefnda fyrirtækisins á Þeistareykjum. Þá hreinsistöð á einnig að taka í gagnið árið 2025. Loftslagsmál Umhverfismál Tækni Jarðhiti Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Carbfix hefur fangað brennisteinsvetni og koltvísýring frá Hellisheiðarvirkjun og bundið í jörðu með byltingarkenndri tækni í tæpan áratug. Gösin eru leyst upp í vatni og þeim dælt djúpt ofan í jörðina þar sem þau bindast gljúpu basalti. Með þeim hætti hefur verið hægt að farga um þriðjungi af þeim koltvísýringi sem kemur upp með gufunni og 75 prósentum af brennisteinsvetninu. Brennisteinsvetni hefur áhrif á loftgæði í nærumhverfi virkjana og tærir málm en koltvísýringur er gróðurhúsalofttegund sem veldur hnattrænni hlýnun. Til töluverðs er að vinna. Jarðvarmavirkjanir á Íslandi losuðu samtals um 180.000 tonn koltvísýringsígilda árið 2021 samkvæmt losunarbókhaldi Íslands. Það er um fimmtungur af losun frá vegasamgöngum á Íslandi. Losun frá jarðvarmavirkjunum hefur hátt í þrefaldast frá árinu 1990. Með því að fanga og binda allan koltvísýring frá jarðhitavirkjunum væri hægt að ná um fimmtán prósentum af þeim samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda sem íslensk stjórnvöld þurfa til þess að standast alþjóðlegar skuldbindingar sínar fyrir árið 2030. Borholan þar sem gasblönduðu vatninu er dælt niður er tæplega fjörutíu ára gömul tilraunaborhola. Vatninu er dælt niður á um tveggja kílómetra dýpi.Vísir/Stefán Fangar allt gasið sem um hana fer Stöðin sem var tekin í notkun við Nesjavallavirkjun fyrir mánuði lætur ekki mikið yfir sér. Hún er ílöng og lágreist bygging á stærð við flutningagám með tækjabúnaði sem þjappar saman gasi áður því er dælt inn í svonefndan þvottaturn sem stendur við gáminn. Innan í honum er gasið leyst upp í vatni sem er svo dælt í borholu í tveggja kílómetra fjarlægð og þar djúpt ofan í jörðina. Þrátt fyrir það er tilraunastöðin mun skilvirkari en hreinsistöðin á Hellisheiði. Hún fangar allt brennisteinsvetnið og á bilinu níutíu til hundrað prósent af koltvísýringnum. Eins og sakir standa fangar tilraunastöðin um fimmtung losunar Nesjavallavirkjunar á gastegundunum tveimur. Þetta er í fyrsta skipti sem tækni Carbfix, sem er dótturfélag Orku náttúrunnar, er notuð til meiriháttar kolefnisbindingar utan Hellisheiðar. Orka náttúrunnar stefnir á að opna nýja og stærri hreinsistöð við Hellisheiðarvirkjun sem á að gera hana kolefnishlutlausa árið 2025. Sandra Snæbjörnsdóttir, yfirmaður kolefnisbindingar hjá Carbfix, segir að tilraunastöðin á Nesjavöllum sýni að Carbfix geti nýtt tækni sína til þess að ná kolefnishlutleysi. Tilraunastöðin á Nesjavöllum sé þannig fyrirrennari þeirrar sem verður reist á Hellisheiði. „Við erum að hanna stóra varanlega stöð sem verður sett upp á Hellisheiði. Þetta er svona lykillinn að þeirri tækni í rauninni,“ segir Sandra við Vísi. Sandra Snæbjörnsdóttir, yfirmaður kolefnisbindingar hjá Carbfix, vonast til þess að ný og skilvirkari tilraunastöð sé fyrsta skrefið að stærri hlutum í kolefnisbindingu jarðvarmavirkjana.Vísir/Stefán Losun úr sögunni fyrir lok áratugsins Áformað er að varanleg hreinsistöð leysi tilraunastöðina við Nesjavallavirkjun af hólmi árið 2030. Þegar það gerist skilja jarðvarmavirkjanir Orku náttúrunnar ekki lengur eftir sig kolefnisfótspor. „Þannig að 2030 á koldíoxíð- og brennisteinsvetnislosun frá þessum virkjunum að vera úr sögunni,“ segir Sandra. Hellisheiðarvirkjun losar nú um 36.000 tonn af koltvísýringi en Nesjavallavirkjun um tólf þúsund tonn. Þegar varanlegu hreinstöðvarnar komast í gagnið verður þannig komið í veg fyrir um þriðjung af losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum jarðvarmavirkjunum á einu bretti. Líklegt er að samdrátturinn verði orðinn enn meiri fyrir lok áratugsins. Carbfix á í samstarfi við Landsvirkjun um að nýta tækni fyrirtækisins til þess að binda losun frá virkjun síðarnefnda fyrirtækisins á Þeistareykjum. Þá hreinsistöð á einnig að taka í gagnið árið 2025.
Loftslagsmál Umhverfismál Tækni Jarðhiti Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent