Breskri konu með Alzheimer vísað frá Svíþjóð Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 22. apríl 2023 15:01 Eftir að Bretland gekk úr Evrópusambandinu hefur 1.100 breskum ríkisborgurum verið vísað frá Svíþjóð. Getty Images Breskri konu á áttræðisaldri hefur verið vísað frá Svíþjóð þar sem henni láðist að leggja fram tilhlýðileg gögn fyrir áframhaldandi dvalarleyfi í landinu. Hún hefur búið þar í tæp 20 ár, er nú rúmföst og með Alzheimer en er vísað úr landi vegna Brexit. Flutti til Svíþjóðar til að vera nærri fjölskyldu sinni Kathleen Poole er 74 ára bresk kona sem býr á hjúkrunarheimili í Svíþjóð. Hún flutti til Svíþjóðar fyrir 18 árum til þess að geta verið nærri syni sínum og fjórum barnabörnum. Hún hefur búið á hjúkrunarheimilinu í áratug. Þetta var allt gott og blessað, alveg þangað til Bretland ákvað að ganga úr Evrópusambandinu. Er rúmföst og ósjálfbjarga Í dag er hún rúmföst og getur hvorki tjáð sig né gengið. Útlendingastofnunin í Svíþjóð tilkynnti sendiráði Bretlands í Stokkhólmi nýlega að til stæði að vísa Kathleen úr landi þar sem henni hefði láðst að endurnýja tilskilin skilríki eftir Brexit sem gerðu henni kleift að búa áfram í Svíþjóð. Sendiráðinu var m.a.s. ráðlagt að byrja að litast um eftir hjúkrunarheimili handa henni í Bretlandi, en þar á hún enga fjölskyldu. Málið komst í hámæli, það rataði í fjölmiðla, breskir þingmenn tóku það upp í þinginu og breska utanríkisráðuneytið sendi erindi til Evrópusambandsins í Brussel. Það gerðu einnig nokkur mannréttindasamtök. Brottflutningi frestað Sænsk stjórnvöld ákváðu fyrir skömmu að setja brottflutning Kathleen á bið, en segja ákvörðunina engu að síður standa. Málið hefur beint kastljósinu að framferði sænskra stjórnvalda gagnvart Bretum sem búa í Svíþjóð eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Á síðustu tveimur árum hafa sænsk stjórnvöld vísað 1.100 breskum ríkisborgurunum úr landi. Það er um það bil helmingur allra þeirra Breta sem vísað hefur verið úr aðildarríkjum Evrópusambandsins frá því að Bretland yfirgaf ríkjasambandið. Stjórnvöld mega ekki skipta sér af Maria Malmer Stenergard, ráðherra innflytjendamála í Svíþjóð, sagði í nýlegri yfirlýsingu að ákvarðanir sænskra ríkisstofnana væru í fullu samræmi við Brexit-samning Bretlands og Evrópusambandsins og að stjórnvöldum væri óheimilt samkvæmt stjórnarskránni að hafa afskipti eða tjá sig um ákvarðanir þeirra. Það er því fátt í kortunum sem bendir til þess að Kathleen Poole fái að verja ævikvöldi sínu umvafin barnabörnum sínum. Evrópusambandið Bretland Svíþjóð Brexit Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Sjá meira
Flutti til Svíþjóðar til að vera nærri fjölskyldu sinni Kathleen Poole er 74 ára bresk kona sem býr á hjúkrunarheimili í Svíþjóð. Hún flutti til Svíþjóðar fyrir 18 árum til þess að geta verið nærri syni sínum og fjórum barnabörnum. Hún hefur búið á hjúkrunarheimilinu í áratug. Þetta var allt gott og blessað, alveg þangað til Bretland ákvað að ganga úr Evrópusambandinu. Er rúmföst og ósjálfbjarga Í dag er hún rúmföst og getur hvorki tjáð sig né gengið. Útlendingastofnunin í Svíþjóð tilkynnti sendiráði Bretlands í Stokkhólmi nýlega að til stæði að vísa Kathleen úr landi þar sem henni hefði láðst að endurnýja tilskilin skilríki eftir Brexit sem gerðu henni kleift að búa áfram í Svíþjóð. Sendiráðinu var m.a.s. ráðlagt að byrja að litast um eftir hjúkrunarheimili handa henni í Bretlandi, en þar á hún enga fjölskyldu. Málið komst í hámæli, það rataði í fjölmiðla, breskir þingmenn tóku það upp í þinginu og breska utanríkisráðuneytið sendi erindi til Evrópusambandsins í Brussel. Það gerðu einnig nokkur mannréttindasamtök. Brottflutningi frestað Sænsk stjórnvöld ákváðu fyrir skömmu að setja brottflutning Kathleen á bið, en segja ákvörðunina engu að síður standa. Málið hefur beint kastljósinu að framferði sænskra stjórnvalda gagnvart Bretum sem búa í Svíþjóð eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Á síðustu tveimur árum hafa sænsk stjórnvöld vísað 1.100 breskum ríkisborgurunum úr landi. Það er um það bil helmingur allra þeirra Breta sem vísað hefur verið úr aðildarríkjum Evrópusambandsins frá því að Bretland yfirgaf ríkjasambandið. Stjórnvöld mega ekki skipta sér af Maria Malmer Stenergard, ráðherra innflytjendamála í Svíþjóð, sagði í nýlegri yfirlýsingu að ákvarðanir sænskra ríkisstofnana væru í fullu samræmi við Brexit-samning Bretlands og Evrópusambandsins og að stjórnvöldum væri óheimilt samkvæmt stjórnarskránni að hafa afskipti eða tjá sig um ákvarðanir þeirra. Það er því fátt í kortunum sem bendir til þess að Kathleen Poole fái að verja ævikvöldi sínu umvafin barnabörnum sínum.
Evrópusambandið Bretland Svíþjóð Brexit Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Sjá meira