Lífið

Varð að hætta skyndilega við tónleika vegna veikinda

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sam Smith fer mikinn á Gloria tónleikaferðalaginu og fer í allskyns mismunandi búninga.
Sam Smith fer mikinn á Gloria tónleikaferðalaginu og fer í allskyns mismunandi búninga. Jed Cullen/Dave Benett/Getty

Breska tónlistargoðsögnin Sam Smith hefur hætt við tónleika sína í Glasgow með eins dags fyrirvara vegna skyndilegra veikinda.

Smith átti að koma fram í tónleikahöllinni OVO Hydro í kvöld en hefur neyðst til þess að hætta við. Segist Smith sjálft hafa fengið slæman vírus.

Um er að ræða hluta af Gloria tónleikaferðalagi Smith sem deildi fréttunum af skyndilegum veikindum á samfélagsmiðlinum Instagram í gær.

„Ég verð því miður að fresta tónleikunum mínum í Glasgow þar til 25. maí 2023. Ég sjálft og margir í teyminu hafa fengið vírus sem hefur gert okkur mjög veik.“

Smith segist vilja tryggja að tónleikagestir sínir upplifi sig í sínu allra besta standi. „Og sem stendur er það ekki hægt. Það var líka mjög mikilvægt fyrir mig að við settum tónleikana strax á nýja dagsetningu.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.