Fótbolti

Sara Björk spilaði allan leikinn í tapi gegn topp­liðinu

Aron Guðmundsson skrifar
Sara Björk í leik með Juventus á yfirstandandi tímabili
Sara Björk í leik með Juventus á yfirstandandi tímabili Visir/Getty

Sara Björk Gunnars­dóttir lék allan með Juventus í dag þegar að liðið þurfti að sætta sig við 3-2 tap gegn Roma á úti­velli í ítölsku úr­vals­deildinni.

Leikurinn byrjaði með miklum látum en strax á 14.mínútu kom Barbara Bonan­sea Juventus yfir með marki eftir stoð­sendingu frá Paulinu Nystrom.



Juventus var hins vegar ekki lengi í para­dís því að­eins tveimur mínútum síðar tóks Andressu Al­ves að jafna leikinn fyrir Roma.

Það var síðan á 25.mínútu sem Juventus fékk víta­spyrnu. Arianna Caru­so tók víta­spyrnuna og kom Juventus aftur yfir í leiknum.

Staðan orðin 2-1 fyrir Juventus og þannig stóðu leikar þegar að flautað var til hálf­leiks.

Á 60.mínútu náðu leik­menn Roma loks að svara fyrir sig á nýjan leik. Valentina Gia­cinti kom boltanum í netið fyrir heima­konur eftir stoð­sendingu frá Elisu Bar­toli.

Það virtist stefna í 2-2 jafn­tefli en heima­konur áttu einn ás eftir í erminni fyrir leiks­lok. Á 86. mínútu sá Sophie Haug, sem hafði stuttu áður komið inn á sem vara­maður, til þess að Roma hirti stigin þrjú.

Sophie skoraði sigur­mark leiksins eftir stoð­sendingu frá Emili­e Haav.

Sigur Roma sér til þess að liðið eykur for­ystu sína á toppi ítölsku úr­vals­deildarinnar og situr enn á toppi deildarinnar með 11 stiga for­ystu. Juventus situr í 2. sæti með 49 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×