Mátti ekki reka rafvirkja fyrir að drekka í vinnunni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. apríl 2023 20:47 Myndin er ekki af umræddum manni, rafvirkjanum sem vinnuveitandinn vildi meina að væri helst til drykkfelldur. Getty Images Dómstóll á Spáni hefur dæmt vinnuveitanda rafvirkja til að bjóða honum fyrra starf sitt, ella greiða honum rúmar sjö milljónir króna. Maðurinn var rekinn fyrir að drekka ítrekað í vinnunni. Rafvirkinn hafði unnið fyrir fyrirtæki, rafvirkjaþjónustu, í 27 ár. Af einhverri ástæðu sá vinnuveitandinn tilefni til að ráða einkaspæjara til að fylgjast með manninum á vinnutíma. Samkvæmt uppsagnarbréfi átti maðurinn að hafa drukkið margoft í vinnunni. Það skapaði töluverða hættu og þá var einnig talið óforsvaranlegt að rafvirkinn æki fyrirtækjabílnum undir áhrifum. Skýrsla einkaspæjarans var höfð að leiðarljósi við uppsögnina, sem fylgdist með rafvirkjanum í nokkra daga í júlí árið 2021. Brauðhleifur, fjórar dósir af San Miguel og eins lítra flaska af bjórnum Estrella. Þetta átti maðurinn að hafa keypt um hádegisbil á vinnutíma hinn 5. júlí. Rúmum tveimur vikum síðar sagðist einkaspæjarinn hafa séð rafvirkjann drekka lítinn bjór fyrir hádegismat, og svo þrjú rauðvínsglös og eitt skot af brandí með matnum. Nokkur sambærileg atvik voru tiltekin í skýrslunni. Dómstóll í Murcia taldi uppsögnina ólögmæta. Hvergi hafi komið fram í skýrslu einkaspæjarans að rafvirkinn hagað sér klaufalega eða í raun virst undir áhrifum. Hann hafi nánast alltaf drukkið áfengi á matartíma í vinnunni, og þá oft ásamt öðrum vinnufélögum, og það eitt og sér teldist ekki athugavert. Hafa bæri í huga að þetta hafi verið í miðjum júlímánuði á Spáni, þar sem hitinn setti gjarnan strik í reikninginn. Þá væri heldur ekki sýnt fram á að hann hafi ekið fyrirtækjabílnum yfir leyfilegum áfengismörkum. Eins og fyrr segir ber fyrirtækinu að setja rafvirkjann aftur í sitt gamla starf - eða greiða honum rúmar sjö milljónir króna, að því er fram kemur hjá Guardian. Spánn Áfengi og tóbak Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Rafvirkinn hafði unnið fyrir fyrirtæki, rafvirkjaþjónustu, í 27 ár. Af einhverri ástæðu sá vinnuveitandinn tilefni til að ráða einkaspæjara til að fylgjast með manninum á vinnutíma. Samkvæmt uppsagnarbréfi átti maðurinn að hafa drukkið margoft í vinnunni. Það skapaði töluverða hættu og þá var einnig talið óforsvaranlegt að rafvirkinn æki fyrirtækjabílnum undir áhrifum. Skýrsla einkaspæjarans var höfð að leiðarljósi við uppsögnina, sem fylgdist með rafvirkjanum í nokkra daga í júlí árið 2021. Brauðhleifur, fjórar dósir af San Miguel og eins lítra flaska af bjórnum Estrella. Þetta átti maðurinn að hafa keypt um hádegisbil á vinnutíma hinn 5. júlí. Rúmum tveimur vikum síðar sagðist einkaspæjarinn hafa séð rafvirkjann drekka lítinn bjór fyrir hádegismat, og svo þrjú rauðvínsglös og eitt skot af brandí með matnum. Nokkur sambærileg atvik voru tiltekin í skýrslunni. Dómstóll í Murcia taldi uppsögnina ólögmæta. Hvergi hafi komið fram í skýrslu einkaspæjarans að rafvirkinn hagað sér klaufalega eða í raun virst undir áhrifum. Hann hafi nánast alltaf drukkið áfengi á matartíma í vinnunni, og þá oft ásamt öðrum vinnufélögum, og það eitt og sér teldist ekki athugavert. Hafa bæri í huga að þetta hafi verið í miðjum júlímánuði á Spáni, þar sem hitinn setti gjarnan strik í reikninginn. Þá væri heldur ekki sýnt fram á að hann hafi ekið fyrirtækjabílnum yfir leyfilegum áfengismörkum. Eins og fyrr segir ber fyrirtækinu að setja rafvirkjann aftur í sitt gamla starf - eða greiða honum rúmar sjö milljónir króna, að því er fram kemur hjá Guardian.
Spánn Áfengi og tóbak Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira