Fótbolti

Þögull sem gröfin varðandi fram­tíðina: „Verð að passa mig hvað ég segi“

Aron Guðmundsson skrifar
Lukaku fagnar hér marki sínu fyrr í dag.
Lukaku fagnar hér marki sínu fyrr í dag. Vísir/Getty

Belgíski fram­herjinn Romelu Luka­ku vill lítið gefa upp um það hvað taki við hjá sér að yfir­standandi tíma­bili loknu. Luka­ku er á láni hjá Inter Milan á Ítalíu frá enska úr­vals­deildar­fé­laginu Chelsea.

Luka­ku skoraði eitt marka Inter Milan í 3-0 sigri liðsins á Empoli í ítölsku úr­vals­deildinni í dag og í við­tali eftir leik var hann spurður út í fram­tíð sína.

„Ég verð að passa mig hvað ég segi," sagði Lukaku. ,,Ég ætla mér bara að ein­blína á Inter og gera mitt besta fyrir fé­lagið í hverjum einasta leik. Ég reyni alltaf að gera mitt besta fyrir Inter og mér líkar mjög vel við stuðnings­menn fé­lagsins. Sam­band okkar er frá­bært.“

Luka­ku hafði verið á mála hjá Inter Milan áður en hann var keyptur á nýjan leik til Chelsea. Og eftir tölu­vert erfiða byrjun í endur­komunni Ítalíu virðist hann nú vera að finna fjölina á nýjan leik.

Fram­herjinn stóri og stæði­legi á enn þrjú ár eftir af samningi sínum við Chelsea en enska fé­lagið stendur á kross­götum þessa dagana eftir erfið úr­slit á yfir­standandi tíma­bili, örar knatt­spyrnu­stjóra breytingar og mikla fjár­festingu í nýjum leik­mönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×