Fær engar bætur eftir slys á snjósleða Atli Ísleifsson skrifar 24. apríl 2023 15:12 Í dómnum kemur fram að slysið hafi orðið þegar konan hafi verið að renna sér niður hól á snjósleða ásamt unnusta sínum í lok janúar 2020. Konan hafi þá lent á ljósastaur en við enda brekkunnar var slétt svæði með ljósastaura við göngustíg sem liggur hringinn í kringum hólinn. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað tryggingafélagið TM af kröfum konu sem slasaðist á baki eftir að hafa rekist á ljósastaur þar sem hún renndi sér niður hól á snjósleða ásamt þáverandi unnusta sínum. Konan vildi meina að tryggingafélagið væri skaðabótaskylt á grundvelli almennu skaðabótareglunnar þar sem slysið mætti rekja til saknæms og ólögmæts háttsemi vátryggingataka hjá TM. Ágreiningur í málinu snerist aðallega um það hvort slysið hafi orðið vegna þess að staðsetning og útbúnaður ljósastaura við hólinn hafi skapað hættu og að vátryggingataki hafi með saknæmum og ólögmætum hætti vanrækt skyldur sínar til að tryggja öryggi notenda svæðisins við sleða-eða snjóþotunotkun. Í dómnum kemur fram að slysið hafi orðið þegar konan hafi verið að renna sér niður hól á snjósleða ásamt unnusta sínum í lok janúar 2020. Konan hafi þá lent ljósastaur en við enda brekkunnar var slétt svæði með ljósastaura við göngustíg sem liggur hringinn í kringum hólinn. Konan hafi slasast í baki við höggið og verið flutt á sjúkrahús þar sem hún var greind með mjóbakstognun. Hún var þá frá skóla og vinnu í eina viku eftir slysið. Konan sagðist hafa komið á hólinn eftir vinnu, milli klukkan 15 og 16, og var um að ræða fyrstu ferð þeirra niður hólinn. Hún sagðist hafa þekkt hólinn vel en aldri rennt sér á sleða niður hann. „Á svakalegum hraða“ Konan sagði að þau hafi rennt sér á svipuðum hraða og aðrir. Þáverandi unnusti konunnar sagði hins vegar fyrir dómi að þau hafi verið á „svakalegum hraða“ þegar þau renndu sér niður. Sagði hann mikinn klaka hafa verið í brekkunni og að „vanalega færi maður ekki svona langt“. Maðurinn sagðist fyrir dómi að hann hafi stokkið af sleðanum þegar þau færðust nær ljósastaurnum, um tveimur til þremur metrum frá staurnum. Hann segir að sleðinn hafi þá líklega snúist og konan því runnið með bakið beint á staurinn. Fyrir dómi kom jafnframt fram að umræddur snjósleði sem þau hafi verið á hafi verið ætlaður börnum og unglingum og að hámarksþyngd hafi verið 90 kíló. Orsök slyssins alfarið á ábyrgð stefnanda Tryggingafélagið mótmælti málflutningi konunnar og vísaði til þess að ákvæði reglugerðarinnar ættu ekki við um hólinn, enda hafi hann ekki verið skipulagður sem leiksvæði heldur útsýnispallur og útivistarsvæði. Dómari mat það sem svo að konan hafi mátt gera sér grein fyrir þeirri áhættu sem fólst í að tvímenna með öðrum fullorðnum einstaklingi, á sleða ætluðum börnum, í brekku með svelli ætlaðri börnum. „Orsök slyssins megi því alfarið rekja til háttsemi stefnanda sem ekki hafi verið í samræmi við aðstæður. Verður að mati dómsins ekki komist að þeirri niðurstöðu að umræddur ljósastaur hafi verið hættulegur börnum né fullorðnum, sem sýnt hefðu nægilega aðgæslu,“ segir í dómnum. Með vísan til þessa og fleiru var það niðurstaða dómsins að ábyrgð á slysi stefnanda verði ekki felld á vátryggingartaka og því ekki á tryggingafélagið sem verði því sýknað af kröfu konunnar um viðurkenningu bótaábyrgðar. Í dómi kemur fram að umræddur ljósastaur, og annar til, hafi nú verið fjarlægðir af svæðinu við hólinn. Það breyti þó ekki niðurstöðu dómsins. Málskostnaður var felldur niður í málinu. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Konan vildi meina að tryggingafélagið væri skaðabótaskylt á grundvelli almennu skaðabótareglunnar þar sem slysið mætti rekja til saknæms og ólögmæts háttsemi vátryggingataka hjá TM. Ágreiningur í málinu snerist aðallega um það hvort slysið hafi orðið vegna þess að staðsetning og útbúnaður ljósastaura við hólinn hafi skapað hættu og að vátryggingataki hafi með saknæmum og ólögmætum hætti vanrækt skyldur sínar til að tryggja öryggi notenda svæðisins við sleða-eða snjóþotunotkun. Í dómnum kemur fram að slysið hafi orðið þegar konan hafi verið að renna sér niður hól á snjósleða ásamt unnusta sínum í lok janúar 2020. Konan hafi þá lent ljósastaur en við enda brekkunnar var slétt svæði með ljósastaura við göngustíg sem liggur hringinn í kringum hólinn. Konan hafi slasast í baki við höggið og verið flutt á sjúkrahús þar sem hún var greind með mjóbakstognun. Hún var þá frá skóla og vinnu í eina viku eftir slysið. Konan sagðist hafa komið á hólinn eftir vinnu, milli klukkan 15 og 16, og var um að ræða fyrstu ferð þeirra niður hólinn. Hún sagðist hafa þekkt hólinn vel en aldri rennt sér á sleða niður hann. „Á svakalegum hraða“ Konan sagði að þau hafi rennt sér á svipuðum hraða og aðrir. Þáverandi unnusti konunnar sagði hins vegar fyrir dómi að þau hafi verið á „svakalegum hraða“ þegar þau renndu sér niður. Sagði hann mikinn klaka hafa verið í brekkunni og að „vanalega færi maður ekki svona langt“. Maðurinn sagðist fyrir dómi að hann hafi stokkið af sleðanum þegar þau færðust nær ljósastaurnum, um tveimur til þremur metrum frá staurnum. Hann segir að sleðinn hafi þá líklega snúist og konan því runnið með bakið beint á staurinn. Fyrir dómi kom jafnframt fram að umræddur snjósleði sem þau hafi verið á hafi verið ætlaður börnum og unglingum og að hámarksþyngd hafi verið 90 kíló. Orsök slyssins alfarið á ábyrgð stefnanda Tryggingafélagið mótmælti málflutningi konunnar og vísaði til þess að ákvæði reglugerðarinnar ættu ekki við um hólinn, enda hafi hann ekki verið skipulagður sem leiksvæði heldur útsýnispallur og útivistarsvæði. Dómari mat það sem svo að konan hafi mátt gera sér grein fyrir þeirri áhættu sem fólst í að tvímenna með öðrum fullorðnum einstaklingi, á sleða ætluðum börnum, í brekku með svelli ætlaðri börnum. „Orsök slyssins megi því alfarið rekja til háttsemi stefnanda sem ekki hafi verið í samræmi við aðstæður. Verður að mati dómsins ekki komist að þeirri niðurstöðu að umræddur ljósastaur hafi verið hættulegur börnum né fullorðnum, sem sýnt hefðu nægilega aðgæslu,“ segir í dómnum. Með vísan til þessa og fleiru var það niðurstaða dómsins að ábyrgð á slysi stefnanda verði ekki felld á vátryggingartaka og því ekki á tryggingafélagið sem verði því sýknað af kröfu konunnar um viðurkenningu bótaábyrgðar. Í dómi kemur fram að umræddur ljósastaur, og annar til, hafi nú verið fjarlægðir af svæðinu við hólinn. Það breyti þó ekki niðurstöðu dómsins. Málskostnaður var felldur niður í málinu.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent