Fær engar bætur eftir slys á snjósleða Atli Ísleifsson skrifar 24. apríl 2023 15:12 Í dómnum kemur fram að slysið hafi orðið þegar konan hafi verið að renna sér niður hól á snjósleða ásamt unnusta sínum í lok janúar 2020. Konan hafi þá lent á ljósastaur en við enda brekkunnar var slétt svæði með ljósastaura við göngustíg sem liggur hringinn í kringum hólinn. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað tryggingafélagið TM af kröfum konu sem slasaðist á baki eftir að hafa rekist á ljósastaur þar sem hún renndi sér niður hól á snjósleða ásamt þáverandi unnusta sínum. Konan vildi meina að tryggingafélagið væri skaðabótaskylt á grundvelli almennu skaðabótareglunnar þar sem slysið mætti rekja til saknæms og ólögmæts háttsemi vátryggingataka hjá TM. Ágreiningur í málinu snerist aðallega um það hvort slysið hafi orðið vegna þess að staðsetning og útbúnaður ljósastaura við hólinn hafi skapað hættu og að vátryggingataki hafi með saknæmum og ólögmætum hætti vanrækt skyldur sínar til að tryggja öryggi notenda svæðisins við sleða-eða snjóþotunotkun. Í dómnum kemur fram að slysið hafi orðið þegar konan hafi verið að renna sér niður hól á snjósleða ásamt unnusta sínum í lok janúar 2020. Konan hafi þá lent ljósastaur en við enda brekkunnar var slétt svæði með ljósastaura við göngustíg sem liggur hringinn í kringum hólinn. Konan hafi slasast í baki við höggið og verið flutt á sjúkrahús þar sem hún var greind með mjóbakstognun. Hún var þá frá skóla og vinnu í eina viku eftir slysið. Konan sagðist hafa komið á hólinn eftir vinnu, milli klukkan 15 og 16, og var um að ræða fyrstu ferð þeirra niður hólinn. Hún sagðist hafa þekkt hólinn vel en aldri rennt sér á sleða niður hann. „Á svakalegum hraða“ Konan sagði að þau hafi rennt sér á svipuðum hraða og aðrir. Þáverandi unnusti konunnar sagði hins vegar fyrir dómi að þau hafi verið á „svakalegum hraða“ þegar þau renndu sér niður. Sagði hann mikinn klaka hafa verið í brekkunni og að „vanalega færi maður ekki svona langt“. Maðurinn sagðist fyrir dómi að hann hafi stokkið af sleðanum þegar þau færðust nær ljósastaurnum, um tveimur til þremur metrum frá staurnum. Hann segir að sleðinn hafi þá líklega snúist og konan því runnið með bakið beint á staurinn. Fyrir dómi kom jafnframt fram að umræddur snjósleði sem þau hafi verið á hafi verið ætlaður börnum og unglingum og að hámarksþyngd hafi verið 90 kíló. Orsök slyssins alfarið á ábyrgð stefnanda Tryggingafélagið mótmælti málflutningi konunnar og vísaði til þess að ákvæði reglugerðarinnar ættu ekki við um hólinn, enda hafi hann ekki verið skipulagður sem leiksvæði heldur útsýnispallur og útivistarsvæði. Dómari mat það sem svo að konan hafi mátt gera sér grein fyrir þeirri áhættu sem fólst í að tvímenna með öðrum fullorðnum einstaklingi, á sleða ætluðum börnum, í brekku með svelli ætlaðri börnum. „Orsök slyssins megi því alfarið rekja til háttsemi stefnanda sem ekki hafi verið í samræmi við aðstæður. Verður að mati dómsins ekki komist að þeirri niðurstöðu að umræddur ljósastaur hafi verið hættulegur börnum né fullorðnum, sem sýnt hefðu nægilega aðgæslu,“ segir í dómnum. Með vísan til þessa og fleiru var það niðurstaða dómsins að ábyrgð á slysi stefnanda verði ekki felld á vátryggingartaka og því ekki á tryggingafélagið sem verði því sýknað af kröfu konunnar um viðurkenningu bótaábyrgðar. Í dómi kemur fram að umræddur ljósastaur, og annar til, hafi nú verið fjarlægðir af svæðinu við hólinn. Það breyti þó ekki niðurstöðu dómsins. Málskostnaður var felldur niður í málinu. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Konan vildi meina að tryggingafélagið væri skaðabótaskylt á grundvelli almennu skaðabótareglunnar þar sem slysið mætti rekja til saknæms og ólögmæts háttsemi vátryggingataka hjá TM. Ágreiningur í málinu snerist aðallega um það hvort slysið hafi orðið vegna þess að staðsetning og útbúnaður ljósastaura við hólinn hafi skapað hættu og að vátryggingataki hafi með saknæmum og ólögmætum hætti vanrækt skyldur sínar til að tryggja öryggi notenda svæðisins við sleða-eða snjóþotunotkun. Í dómnum kemur fram að slysið hafi orðið þegar konan hafi verið að renna sér niður hól á snjósleða ásamt unnusta sínum í lok janúar 2020. Konan hafi þá lent ljósastaur en við enda brekkunnar var slétt svæði með ljósastaura við göngustíg sem liggur hringinn í kringum hólinn. Konan hafi slasast í baki við höggið og verið flutt á sjúkrahús þar sem hún var greind með mjóbakstognun. Hún var þá frá skóla og vinnu í eina viku eftir slysið. Konan sagðist hafa komið á hólinn eftir vinnu, milli klukkan 15 og 16, og var um að ræða fyrstu ferð þeirra niður hólinn. Hún sagðist hafa þekkt hólinn vel en aldri rennt sér á sleða niður hann. „Á svakalegum hraða“ Konan sagði að þau hafi rennt sér á svipuðum hraða og aðrir. Þáverandi unnusti konunnar sagði hins vegar fyrir dómi að þau hafi verið á „svakalegum hraða“ þegar þau renndu sér niður. Sagði hann mikinn klaka hafa verið í brekkunni og að „vanalega færi maður ekki svona langt“. Maðurinn sagðist fyrir dómi að hann hafi stokkið af sleðanum þegar þau færðust nær ljósastaurnum, um tveimur til þremur metrum frá staurnum. Hann segir að sleðinn hafi þá líklega snúist og konan því runnið með bakið beint á staurinn. Fyrir dómi kom jafnframt fram að umræddur snjósleði sem þau hafi verið á hafi verið ætlaður börnum og unglingum og að hámarksþyngd hafi verið 90 kíló. Orsök slyssins alfarið á ábyrgð stefnanda Tryggingafélagið mótmælti málflutningi konunnar og vísaði til þess að ákvæði reglugerðarinnar ættu ekki við um hólinn, enda hafi hann ekki verið skipulagður sem leiksvæði heldur útsýnispallur og útivistarsvæði. Dómari mat það sem svo að konan hafi mátt gera sér grein fyrir þeirri áhættu sem fólst í að tvímenna með öðrum fullorðnum einstaklingi, á sleða ætluðum börnum, í brekku með svelli ætlaðri börnum. „Orsök slyssins megi því alfarið rekja til háttsemi stefnanda sem ekki hafi verið í samræmi við aðstæður. Verður að mati dómsins ekki komist að þeirri niðurstöðu að umræddur ljósastaur hafi verið hættulegur börnum né fullorðnum, sem sýnt hefðu nægilega aðgæslu,“ segir í dómnum. Með vísan til þessa og fleiru var það niðurstaða dómsins að ábyrgð á slysi stefnanda verði ekki felld á vátryggingartaka og því ekki á tryggingafélagið sem verði því sýknað af kröfu konunnar um viðurkenningu bótaábyrgðar. Í dómi kemur fram að umræddur ljósastaur, og annar til, hafi nú verið fjarlægðir af svæðinu við hólinn. Það breyti þó ekki niðurstöðu dómsins. Málskostnaður var felldur niður í málinu.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira