„Raunverulegur vandi“ í Laugardalslaug um þessar mundir Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2023 21:01 Gulu armböndin eru af skornum skammti um þessar mundir. Vísir/arnar Alvarleg staða er uppi í Laugardalslaug vegna þess að gestir gleyma að skila aðgangsarmböndum. Dæmi eru um að fólk hafi tekið tugi armbanda með sér heim. Forstöðumaður leitar nú leiða til að einfalda aðgangskerfi laugarinnar. Aðgangskerfið í Laugardalslaug er í raun tvöfalt; svörtu og rauðu armböndin sem sjást hér veita bæði aðgang að laug og skápum í búningsklefum. Gula armbandið er fyrir korthafa og veitir aðeins aðgang að skápum. Og að lokinni sundferð á maður að skila armbandinu í sérstaka í rauf en vandamálið er að fólk virðist gleyma því, ítrekað. Nú er svo komið að alvarlegur skortur er á gulu armböndunum; þau virðast komin í fóstur á heimilum gesta víða um borg. „Við erum í raunverulegum vanda akkúrat núna. Við erum stanslaust að tæma skammtarana til að reyna að dæla út og eins og á sumardaginn fyrsta þar sem komu 3300 manns. Þá er býsna flókið að halda öllum gangandi,“ segir Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Þetta er afar kostnaðarsamt fyrir sundlaugina að sögn Árna, sem biðlar til gesta að skila armböndunum. Tekið verði vel á móti þeim. „Ég segi nú ekki að fólk hafi komið grímuklætt, en svona nánast, með fulla poka af armböndum og ég held að metið hafi verið svona 45 armbönd í einum poka. Ég á líka góða fastakúnna hérna sem segja: Ég tek það aldrei af mér. Mæta jafnvel í móttöku á Bessastaði með gult armband á hendinni,“ segir Árni. Og þá er kannski ekki úr vegi að velta því upp hvort um sé að ræða óþarfa tæknivæðingu. Hvað með gömlu góðu lyklana, til dæmis? Ja, málið með þá er að þeir rispa rennibrautirnar. „Þannig að rennibrautaframleiðendur hafa svolítið sagt bara: Nei, nei, nei, ekki lykla.“ En Árni er sammála því að kerfið sé of flókið. Leitað sé nýrra lausna til að einfalda aðgang að laug og skápum. „Hvort að við förum að selja armbönd til viðskiptavina, það er svona eitt sem við erum að skoða, bara á kostnaðarverði, þannig að fólk geti eignast það strax, verið bara með sitt þannig að það fækki því sem við erum að tapa út.“ Sundlaugar Reykjavík Tengdar fréttir Þetta er uppáhalds sundlaug Íslendinga Sundlaug Akureyrar er uppáhalds sundlaug Íslendinga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fréttastofa sótti tvær vinsælustu laugar landsins heim í dag. Heildarniðurstöður má nálgast neðst í fréttinni. 27. september 2022 09:42 Bestu köldu pottar höfuðborgarsvæðisins afhjúpaðir Kaldi potturinn gæti hjálpað þeim sem leggja stund á hann að léttast, að sögn prófessors í ónæmisfræði. Og fréttamaður heimsótti besta - og versta - kalda pott höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt óformlegri könnun fréttastofu. 29. ágúst 2022 09:00 Laugardalslaug uppiskroppa með gul armbönd og biðlar til foreldra Laugardalslaug er að verða uppiskroppa með gul armbönd sem sundlaugargestir nota til að læsa skápum sínum í búningsklefunum. Forstöðumaður laugarinnar segir ljóst að gríðarlegur fjöldi armbanda skili sér ekki aftur og að vandamálið sé að stórum hluta tengt börnum sem koma í laugina til að fara í skólasund. 29. nóvember 2021 17:17 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Aðgangskerfið í Laugardalslaug er í raun tvöfalt; svörtu og rauðu armböndin sem sjást hér veita bæði aðgang að laug og skápum í búningsklefum. Gula armbandið er fyrir korthafa og veitir aðeins aðgang að skápum. Og að lokinni sundferð á maður að skila armbandinu í sérstaka í rauf en vandamálið er að fólk virðist gleyma því, ítrekað. Nú er svo komið að alvarlegur skortur er á gulu armböndunum; þau virðast komin í fóstur á heimilum gesta víða um borg. „Við erum í raunverulegum vanda akkúrat núna. Við erum stanslaust að tæma skammtarana til að reyna að dæla út og eins og á sumardaginn fyrsta þar sem komu 3300 manns. Þá er býsna flókið að halda öllum gangandi,“ segir Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Þetta er afar kostnaðarsamt fyrir sundlaugina að sögn Árna, sem biðlar til gesta að skila armböndunum. Tekið verði vel á móti þeim. „Ég segi nú ekki að fólk hafi komið grímuklætt, en svona nánast, með fulla poka af armböndum og ég held að metið hafi verið svona 45 armbönd í einum poka. Ég á líka góða fastakúnna hérna sem segja: Ég tek það aldrei af mér. Mæta jafnvel í móttöku á Bessastaði með gult armband á hendinni,“ segir Árni. Og þá er kannski ekki úr vegi að velta því upp hvort um sé að ræða óþarfa tæknivæðingu. Hvað með gömlu góðu lyklana, til dæmis? Ja, málið með þá er að þeir rispa rennibrautirnar. „Þannig að rennibrautaframleiðendur hafa svolítið sagt bara: Nei, nei, nei, ekki lykla.“ En Árni er sammála því að kerfið sé of flókið. Leitað sé nýrra lausna til að einfalda aðgang að laug og skápum. „Hvort að við förum að selja armbönd til viðskiptavina, það er svona eitt sem við erum að skoða, bara á kostnaðarverði, þannig að fólk geti eignast það strax, verið bara með sitt þannig að það fækki því sem við erum að tapa út.“
Sundlaugar Reykjavík Tengdar fréttir Þetta er uppáhalds sundlaug Íslendinga Sundlaug Akureyrar er uppáhalds sundlaug Íslendinga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fréttastofa sótti tvær vinsælustu laugar landsins heim í dag. Heildarniðurstöður má nálgast neðst í fréttinni. 27. september 2022 09:42 Bestu köldu pottar höfuðborgarsvæðisins afhjúpaðir Kaldi potturinn gæti hjálpað þeim sem leggja stund á hann að léttast, að sögn prófessors í ónæmisfræði. Og fréttamaður heimsótti besta - og versta - kalda pott höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt óformlegri könnun fréttastofu. 29. ágúst 2022 09:00 Laugardalslaug uppiskroppa með gul armbönd og biðlar til foreldra Laugardalslaug er að verða uppiskroppa með gul armbönd sem sundlaugargestir nota til að læsa skápum sínum í búningsklefunum. Forstöðumaður laugarinnar segir ljóst að gríðarlegur fjöldi armbanda skili sér ekki aftur og að vandamálið sé að stórum hluta tengt börnum sem koma í laugina til að fara í skólasund. 29. nóvember 2021 17:17 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Þetta er uppáhalds sundlaug Íslendinga Sundlaug Akureyrar er uppáhalds sundlaug Íslendinga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fréttastofa sótti tvær vinsælustu laugar landsins heim í dag. Heildarniðurstöður má nálgast neðst í fréttinni. 27. september 2022 09:42
Bestu köldu pottar höfuðborgarsvæðisins afhjúpaðir Kaldi potturinn gæti hjálpað þeim sem leggja stund á hann að léttast, að sögn prófessors í ónæmisfræði. Og fréttamaður heimsótti besta - og versta - kalda pott höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt óformlegri könnun fréttastofu. 29. ágúst 2022 09:00
Laugardalslaug uppiskroppa með gul armbönd og biðlar til foreldra Laugardalslaug er að verða uppiskroppa með gul armbönd sem sundlaugargestir nota til að læsa skápum sínum í búningsklefunum. Forstöðumaður laugarinnar segir ljóst að gríðarlegur fjöldi armbanda skili sér ekki aftur og að vandamálið sé að stórum hluta tengt börnum sem koma í laugina til að fara í skólasund. 29. nóvember 2021 17:17