Sport

Rod­gers fetar í spor Favre og semur við Jets

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aaron Rodgers hefur spilað sinn síðasta leik í grænni treyju Green Bay Packers.
Aaron Rodgers hefur spilað sinn síðasta leik í grænni treyju Green Bay Packers. Patrick McDermott/Getty Images

Félagaskipti Aaron Rodgers frá Green Bay Packers til New York Jets í NFL-deildinni eru svo gott sem frágengin. Rodgers á að blása lífi í lið Jets sem hefur ekki riðið feitum hesti undanfarin ár.

Hin 39 ára gamli Rodgers er án efa ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar þó leikstjórnandinn sé kominn til ára sinna. 

Hann hefur einu sinni staðið uppi sem NFL-meistari og sama ár, 2011, var hann valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins. Þá hefur Rodgers fjórum sinnum verið valinn mikilvægasti leikmaður NFl-deildarinnar. Þar á meðal vorið 2020 og 2021.

Eftir að síðustu leiktíð lauk var óvíst hvað Rodgers tæki sér fyrir hendur en á endanum ákvað hann að feta í fótspor Brett Favre sem var skipt frá Green Bay til Jets árið 2009.

Samkvæmt heimildum vestanhafs fær Green Bay Packers ágætis pakka frá Jets í skiptum fyrir Rodgers sem skrifaði undir þriggja ára framlengingu á síðasta ári upp á 150 milljónir Bandaríkjadala [20,5 milljarðar íslenskra króna].

Talið er að Rodgers verði númer 8 hjá New York Jets eftir að hafa spilað í treyju 12 undanfarin ár hjá Packers.

NFL

Tengdar fréttir

Rod­gers hefur lokið hug­leiðslunni varðandi fram­tíð sína

Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, í NFL-deildinni var á báðum áttum með hvort hann vildi halda áfram að spila eða hvort það væri tími til kominn að setja skóna á hilluna. Hann lokaði sig inni á hálfgerðu hugleiðslusetri og hefur nú tekið ákvörðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×