Bikarmeistarar Löwen kynna Arnór Snæ til leiks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. apríl 2023 08:15 Arnór Snær hefur verið kynntur til leiks. Twitter@RNLoewen Arnór Snær Óskarsson er genginn í raðir þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen frá Val. Þar er fyrir einn fyrrum leikmaður Vals, Ýmir Örn Gíslason. Hinn 23 ára gamli Arnór Snær hefur verið frábær í liði Vals undanfarin misseri. Á hann stóran þátt í góðu gengi félagsins á þeim tíma. Arnór Snær er þó kominn í sumarfrí þar sem Íslands- og deildarmeistarar Vals féllu óvænt úr leik gegn Haukum í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta. Vitað var að Arnór Snær væri á leið erlendis eftir að tímabilinu hér heima lyki og nú hafa Ljónin staðfest að Arnór Snær verði leikmaður liðsins á komandi leiktíð. Skrifar hann undir samning til ársins 2025. View this post on Instagram A post shared by Rhein-Neckar Löwen (@rnloewen) „Arnór mun hjálpa okkur með gæðum sínum. Framför hans, sérstaklega á þessari leiktíð, sýnir hversu efnilegur hann er. Við erum ánægðir með að fá hann í okkar raðir,“ sagði Sebastian Hinze, þjálfari Löwen, um nýjasta leikmann liðsins. „Ég er viss um að nú sé rétti tíminn til að prófa mig áfram í bestu deild í heimi. Löwen býður upp á hið fullkomna umhverfi og ég get ekki beðið eftir að hefjast handa,“ sagði Arnór Snær sjálfur við undirskriftina. Það má segja að Löwen sé hrifið af Íslendingum en ásamt Ými Erni þá spiluðu Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson með liðinu á sínum tíma. Sem stendur situr liðið í 5. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, sex stigum á eftir toppliðunum þremur; Kiel, Füchse Berlin og Magdeburg. Liðið var í bullandi toppbaráttu en hefur fatast flugið og tapað síðustu fimm leikjum sínum. Löwen tókst þó að taka sig saman og landa þýska bikarmeistaratitlinum á dögunum eftir æsispennandi leik gegn Gísla Þorgeiri Kristjánssyni og félögum í Magdeburg. Handbolti Þýski handboltinn Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Ýmir Örn og félagar í Löwen bikarmeistarar eftir vítakeppni Rhein-Neckar Löwen er þýskur bikarmeistari í handbolta eftir ævintýranlegan sigur á Magdeburg í úrslitum. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni, að henni lokinni stóðu Ýmir Örn Gíslason og félagar í Löwen uppi sem sigurvegarar, lokatölur 36-34. 16. apríl 2023 16:12 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Arnór Snær hefur verið frábær í liði Vals undanfarin misseri. Á hann stóran þátt í góðu gengi félagsins á þeim tíma. Arnór Snær er þó kominn í sumarfrí þar sem Íslands- og deildarmeistarar Vals féllu óvænt úr leik gegn Haukum í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta. Vitað var að Arnór Snær væri á leið erlendis eftir að tímabilinu hér heima lyki og nú hafa Ljónin staðfest að Arnór Snær verði leikmaður liðsins á komandi leiktíð. Skrifar hann undir samning til ársins 2025. View this post on Instagram A post shared by Rhein-Neckar Löwen (@rnloewen) „Arnór mun hjálpa okkur með gæðum sínum. Framför hans, sérstaklega á þessari leiktíð, sýnir hversu efnilegur hann er. Við erum ánægðir með að fá hann í okkar raðir,“ sagði Sebastian Hinze, þjálfari Löwen, um nýjasta leikmann liðsins. „Ég er viss um að nú sé rétti tíminn til að prófa mig áfram í bestu deild í heimi. Löwen býður upp á hið fullkomna umhverfi og ég get ekki beðið eftir að hefjast handa,“ sagði Arnór Snær sjálfur við undirskriftina. Það má segja að Löwen sé hrifið af Íslendingum en ásamt Ými Erni þá spiluðu Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson með liðinu á sínum tíma. Sem stendur situr liðið í 5. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, sex stigum á eftir toppliðunum þremur; Kiel, Füchse Berlin og Magdeburg. Liðið var í bullandi toppbaráttu en hefur fatast flugið og tapað síðustu fimm leikjum sínum. Löwen tókst þó að taka sig saman og landa þýska bikarmeistaratitlinum á dögunum eftir æsispennandi leik gegn Gísla Þorgeiri Kristjánssyni og félögum í Magdeburg.
Handbolti Þýski handboltinn Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Ýmir Örn og félagar í Löwen bikarmeistarar eftir vítakeppni Rhein-Neckar Löwen er þýskur bikarmeistari í handbolta eftir ævintýranlegan sigur á Magdeburg í úrslitum. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni, að henni lokinni stóðu Ýmir Örn Gíslason og félagar í Löwen uppi sem sigurvegarar, lokatölur 36-34. 16. apríl 2023 16:12 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Ýmir Örn og félagar í Löwen bikarmeistarar eftir vítakeppni Rhein-Neckar Löwen er þýskur bikarmeistari í handbolta eftir ævintýranlegan sigur á Magdeburg í úrslitum. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni, að henni lokinni stóðu Ýmir Örn Gíslason og félagar í Löwen uppi sem sigurvegarar, lokatölur 36-34. 16. apríl 2023 16:12