Stjórnarandstöðuleiðtogi flýr Venesúela í skugga hótana Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2023 09:48 Juan Guaidó, fyrrverandi bráðabirgðaforseti Venesúela. Hann segist hafa farið fótgangandi yfir landamærin að Kólumbíu til þess að freista þess að hitta erlendar sendinefndir á alþjóðlegri ráðstefnu. AP/Ariana Cubillos Juan Guaidó, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, er væntanlegur til Bandaríkjanna eftir að hann honum var vísað frá Kólumbíu. Hann segist hafa yfirgefið heimalandið vegna hótana ríkisstjórnar Nicolás Maduro forseta. Guaidó fór yfir landamærin til Kólumbíu til þess að freista þess að hitta þátttakendur í alþjóðlegri ráðstefnu um málefni Venesúela sem á að fara fram þar í dag. Hann var hins vegar nær samstundis færður um borð í flugvél á leið til Bandaríkjanna. Kólumbíska utanríkisráðuneytið segir að Guaidó hafi komið ólöglega inn í landið og því hafi hann verið fluttur á alþjóðaflugvöll og komið úr landi. Honum hafi ekki verið boðið á ráðstefnuna. Guaidó var ósáttur við þessa meðferð í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðli. Ofsóknir einræðisstjórnarinnar í heimalandinu teygðu sig nú til Kólumbíu líka. Gustavo Petro, nýr vinstrisinnaður forseti Kólumbíu, tók upp stjórnmálasamband við Venesúela sem fyrri stjórn sleit árið 2019. Hann hefur átt nokkra fundi með Maduro forseta. Þeir segjast sækjast eftir því að alþjóðlegar viðskiptaþvinganir á Venesúela verði felldar niður. Guaidó hefur verið gagnrýninn á stefnu Petro gagnvart Maduro, þar á meðal ákvörðunin um að halda ráðstefnuna í dag. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar og að minnsta kosti fimmtán rómanskamerískra og evrópskra ríkja taka þátt í henni. Leystu upp bráðabirgðastjórnina í fyrra Í kjölfar kosninga sem fjöldi ríkja sagði marklausar lýsti Guaidó sig bráðabirgðaforseta árið 2019. Bandaríkjastjórn og Evrópuþingið voru á meðal þeirra sem viðurkenndu hann sem forseta Venesúela. Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi utanríkisráðherra, lýsti yfir stuðningi við Guaidó fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Guaidó naut framan af nokkurs stuðnings í heimalandinu en fjarað hefur undan honum upp á síðkastið. Stjórnarandstöðuflokkarnir ákváðu að leysa upp bráðabirgðastjórn sína og svipta Guaidó titli bráðabirgðaforseta seint í fyrra. Töldu flokkarnir að bráðabirgðastjórn væri ekki til þess fallin að koma á pólitískum breytingum í landinu, að sögn New York Times. Ríkisstjórn Maduro hefur sýnt vaxandi einræðistilburði á undanförnum árum. Hundruð stjórnarandstæðinga hafa verið fangelsuð og fjöldi annarra hefur flúið landið. Guaidó hélt þó kyrru fyrir í höfuðborginni Caracás í trausti þess að Maduro þyrði ekki að handtaka svo áberandi leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Nýlega hefur Guaidó lýst vaxandi hótunum stjórnvalda í sinn garð. Venesúela Kólumbía Bandaríkin Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Guaidó fór yfir landamærin til Kólumbíu til þess að freista þess að hitta þátttakendur í alþjóðlegri ráðstefnu um málefni Venesúela sem á að fara fram þar í dag. Hann var hins vegar nær samstundis færður um borð í flugvél á leið til Bandaríkjanna. Kólumbíska utanríkisráðuneytið segir að Guaidó hafi komið ólöglega inn í landið og því hafi hann verið fluttur á alþjóðaflugvöll og komið úr landi. Honum hafi ekki verið boðið á ráðstefnuna. Guaidó var ósáttur við þessa meðferð í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðli. Ofsóknir einræðisstjórnarinnar í heimalandinu teygðu sig nú til Kólumbíu líka. Gustavo Petro, nýr vinstrisinnaður forseti Kólumbíu, tók upp stjórnmálasamband við Venesúela sem fyrri stjórn sleit árið 2019. Hann hefur átt nokkra fundi með Maduro forseta. Þeir segjast sækjast eftir því að alþjóðlegar viðskiptaþvinganir á Venesúela verði felldar niður. Guaidó hefur verið gagnrýninn á stefnu Petro gagnvart Maduro, þar á meðal ákvörðunin um að halda ráðstefnuna í dag. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar og að minnsta kosti fimmtán rómanskamerískra og evrópskra ríkja taka þátt í henni. Leystu upp bráðabirgðastjórnina í fyrra Í kjölfar kosninga sem fjöldi ríkja sagði marklausar lýsti Guaidó sig bráðabirgðaforseta árið 2019. Bandaríkjastjórn og Evrópuþingið voru á meðal þeirra sem viðurkenndu hann sem forseta Venesúela. Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi utanríkisráðherra, lýsti yfir stuðningi við Guaidó fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Guaidó naut framan af nokkurs stuðnings í heimalandinu en fjarað hefur undan honum upp á síðkastið. Stjórnarandstöðuflokkarnir ákváðu að leysa upp bráðabirgðastjórn sína og svipta Guaidó titli bráðabirgðaforseta seint í fyrra. Töldu flokkarnir að bráðabirgðastjórn væri ekki til þess fallin að koma á pólitískum breytingum í landinu, að sögn New York Times. Ríkisstjórn Maduro hefur sýnt vaxandi einræðistilburði á undanförnum árum. Hundruð stjórnarandstæðinga hafa verið fangelsuð og fjöldi annarra hefur flúið landið. Guaidó hélt þó kyrru fyrir í höfuðborginni Caracás í trausti þess að Maduro þyrði ekki að handtaka svo áberandi leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Nýlega hefur Guaidó lýst vaxandi hótunum stjórnvalda í sinn garð.
Venesúela Kólumbía Bandaríkin Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira