Lífið

Notalegt fjölskylduhús á einni hæð í Garðabæ

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið er afar hlýlegt og vel skipulagt.
Húsið er afar hlýlegt og vel skipulagt. Vísir/Fasteignaljósmyndun

Við Hörpulund 1 í Garðabæ er vel skipulagt 200 fermetra einbýlishús til sölu. Húsið er byggt árið 1973 og teiknað af arkitektinum Pálmari Ólasyni. 

Um er að ræða eign á einni hæð sem skiptist í þrjú svefnherbergi með tvö baðherbergi. Opið er á milli eldhús, stofu og borðstofu. Auk þess er búið að breyta bílskúr í huggulega stúdíóíbúð.

Húsið hefur verið endurnýjað að miklu leyti, þar af öll gólfefni, innihurðir, eldhúsinnrétting og tæki, svo eitthvað sé nefnt.

Húsráðendur hafa innréttað heimilið smekklega þar sem hlýleiki og flott húsgögn skapa stemmninguna.

Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.

Eldhús var endurnýjað að öllu leyti með vönduðum innréttingum, eyju, skenk og tækjum, sett granít á borð og undirfelldur vaskur.Vísir/Fasteignaljósmyndun
Mikil lofthæð er í stofum og innfelld halogenlýsing í loftum.Vísir/Fasteignaljósmyndun
Stofan er opin og björt með góðum gluggum.Vísir/Fasteignaljósmyndun
Sjónvarpsherbergi er innaf stofu, parketlagt en það rými kallast húsbóndaherbergi á teikningu.Vísir/Fasteignaljósmyndun

er með fataherbergi innaf. Hjónaherbergið er rúmgott og parketlagt.

Tvö barnaherbergi voru í húsinu en búið er að opna á milli herbergja sem auðvelt er að loka aftur.Vísir/Fasteignaljósmyndun


Tengdar fréttir

Ásmundur Einar selur hús sitt í Borgarnesi

Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hefur nú sett einbýlishús sitt á sölu. Gera má ráð fyrir því að hann fái um 70 milljónir fyrir húsið sem er á besta stað í Borgarnesi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×