Íslenskar björgunarsveitir fengu viðurkenningu frá Erdogan Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. apríl 2023 19:01 Svava Ólafsdóttir tekur við orðu frá Erdogan Tyrklandsforseta. TCCB Tyrkir héldu í dag athöfn til að þakka erlendum og tyrkneskum björgunarsveitum sem sinntu björgunarstarfsemi í kjölfar jarðskjálftanna sem riðu yfir í Tyrklandi sjötta febrúar. Fulltrúi íslenskra björgunarsveita var meðal þeirra sem tóku við heiðursorðu frá Tyrklandsforseta á athöfninni. Svava Ólafsdóttir, björgunarsveitarkona, var hluti af ellefu manna hópi íslenskra björgunarsveitarmanna sem fóru út til Tyrklands í febrúar til að aðstoða við björgunarstarfsemi í kjölfar jarðskjálftanna sem riðu þar yfir í febrúar. Þar af voru níu frá Landsbjörgum og tveir frá Landhelgisgæslunni. Fréttastofa náði tali af Svövu sem var stödd í Ankara, höfuðborg Tyrklands, og ræddi við hana um athöfnina og tildrög hennar. Tyrkir vildu sýna þakklæti sitt „Það var athöfn í dag þar sem Tyrkir sýndu erlendum sveitum sem komu að björgunum í skjálftunum og sínum eigin björgunarsveitamönnum ákveðinn þakklætisvott,“ sagði Svava um athöfnina. Erdogan heldur ræðu á athöfninni.TCCB Hún segir athöfnina hafa verið haldna vegna ákveðinna kaflaskipta í viðbragðsaðgerðum Tyrkja þar sem þeir vildu loka málum tengdum jarðskjálftunum. Það væri þó enn mikið verk óunnið og margt uppbyggingarstarf eftir. „Það búa þrjár milljónir í gámahúsnæði og aðrir í tjöldum,“ sagði Svava um núverandi ástand í Tyrklandi. „Við fórum ellefu út í febrúar og ég var bara fulltrúi hópsins,“ sagði Svava og bætti við „þetta skiptir Tyrkina miklu máli, þess vegna mættum við.“ Maður sem festist í rústum hélt ræðu Á sjálfri athöfninni héldu ýmsir aðilar ræður, þar á meðal Recep Erdogan Tyrklandsforseti, Süleyman Soylu innanríkisráðherra og aðilar sem tengdust jarðskjálftunum beint. „Það kom maður frá Hatay sem var fastur í rústunum í átta klukkutíma og sagði sína upplifun. Hann var fastur með fjölskyldu sinni og börnum og var bjargað,“ sagði Svava um ræðuhöldin. „Svo kom einn frá tyrknesku sveitunum, þær eru mjög öflugar hér, og sagði frá sinni upplifun af björgununum. Loks kom ungverskur björgunarsveitarmaður og hélt ræðu.“ Orða fyrir þá sem færðu fórnir í baráttu við jarðskjálftana Í tilkynningu á vefsíðu embættis Tyrklandsforseta er fjallað um athöfnina sem er titluð „Orðuveitingarathöfn ríkisorðu æðstu fórnar“. Þar er vitnað í ræðu Erdogan frá athöfninni þar sem hann sagði „Þið hafið gert okkur virkilega hamingjusöm með því að þiggja boð okkar. Ég vil þakka hverju og einu ykkar, sérstaklega erlendum gestum okkar.“ Þá greindi hann einnig frá tildrögum „Ríkisorðu æðstu fórnar“ sem er nýtilkomin orða hjá Tyrkjum. Markmiðið með veitingu orðunnar er að verðlauna þá „sem sýna fórn í baráttu við faraldra og náttúruhamfarir á borð við jarðskjálfta, gróðurelda og flóð“. Fjöldi manna tók við orðum á athöfninni í dag.TCCB Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Tengdar fréttir Tala látinna komin í 45 þúsund Tala látinna eftir jarðskjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi er komin í 45 þúsund og óttast er að hún hækki. 264 þúsund íbúðarhús hrundu í Tyrklandi en síðast í gær var þremur bjargað úr rústum þar í landi. Stríðsátök eru hafin á ný í Sýrlandi, sem hamlar björgunarstarfi. 18. febrúar 2023 08:05 „Þetta var miklu, miklu stærri atburður en við höfðum æft“ Seinni hluti íslenska hópsins sem var við störf á jarðskjálftasvæðinu í Tyrklandi kom heim til Íslands í dag. Teymisstjóri hópsins segir frábært að geta hjálpað en að sama skapi sé gott að vera komin heim. 17. febrúar 2023 18:48 Erfitt að fara heim frá hamfarasvæðinu í Tyrklandi Hluti íslenska hópsins sem fór út til Tyrklands til aðstoðar vegna jarðskjálfanna kom heim í dag og fékk höfðingjalegar mótttökur. Hópstjóri segir að það hafi verið erfitt að yfirgefa landið þegar hörmungarnar standa enn yfir en það eigi eftir að koma í ljós hvernig þær hafi áhrif á íslenska hópinn. 14. febrúar 2023 23:31 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Svava Ólafsdóttir, björgunarsveitarkona, var hluti af ellefu manna hópi íslenskra björgunarsveitarmanna sem fóru út til Tyrklands í febrúar til að aðstoða við björgunarstarfsemi í kjölfar jarðskjálftanna sem riðu þar yfir í febrúar. Þar af voru níu frá Landsbjörgum og tveir frá Landhelgisgæslunni. Fréttastofa náði tali af Svövu sem var stödd í Ankara, höfuðborg Tyrklands, og ræddi við hana um athöfnina og tildrög hennar. Tyrkir vildu sýna þakklæti sitt „Það var athöfn í dag þar sem Tyrkir sýndu erlendum sveitum sem komu að björgunum í skjálftunum og sínum eigin björgunarsveitamönnum ákveðinn þakklætisvott,“ sagði Svava um athöfnina. Erdogan heldur ræðu á athöfninni.TCCB Hún segir athöfnina hafa verið haldna vegna ákveðinna kaflaskipta í viðbragðsaðgerðum Tyrkja þar sem þeir vildu loka málum tengdum jarðskjálftunum. Það væri þó enn mikið verk óunnið og margt uppbyggingarstarf eftir. „Það búa þrjár milljónir í gámahúsnæði og aðrir í tjöldum,“ sagði Svava um núverandi ástand í Tyrklandi. „Við fórum ellefu út í febrúar og ég var bara fulltrúi hópsins,“ sagði Svava og bætti við „þetta skiptir Tyrkina miklu máli, þess vegna mættum við.“ Maður sem festist í rústum hélt ræðu Á sjálfri athöfninni héldu ýmsir aðilar ræður, þar á meðal Recep Erdogan Tyrklandsforseti, Süleyman Soylu innanríkisráðherra og aðilar sem tengdust jarðskjálftunum beint. „Það kom maður frá Hatay sem var fastur í rústunum í átta klukkutíma og sagði sína upplifun. Hann var fastur með fjölskyldu sinni og börnum og var bjargað,“ sagði Svava um ræðuhöldin. „Svo kom einn frá tyrknesku sveitunum, þær eru mjög öflugar hér, og sagði frá sinni upplifun af björgununum. Loks kom ungverskur björgunarsveitarmaður og hélt ræðu.“ Orða fyrir þá sem færðu fórnir í baráttu við jarðskjálftana Í tilkynningu á vefsíðu embættis Tyrklandsforseta er fjallað um athöfnina sem er titluð „Orðuveitingarathöfn ríkisorðu æðstu fórnar“. Þar er vitnað í ræðu Erdogan frá athöfninni þar sem hann sagði „Þið hafið gert okkur virkilega hamingjusöm með því að þiggja boð okkar. Ég vil þakka hverju og einu ykkar, sérstaklega erlendum gestum okkar.“ Þá greindi hann einnig frá tildrögum „Ríkisorðu æðstu fórnar“ sem er nýtilkomin orða hjá Tyrkjum. Markmiðið með veitingu orðunnar er að verðlauna þá „sem sýna fórn í baráttu við faraldra og náttúruhamfarir á borð við jarðskjálfta, gróðurelda og flóð“. Fjöldi manna tók við orðum á athöfninni í dag.TCCB
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Tengdar fréttir Tala látinna komin í 45 þúsund Tala látinna eftir jarðskjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi er komin í 45 þúsund og óttast er að hún hækki. 264 þúsund íbúðarhús hrundu í Tyrklandi en síðast í gær var þremur bjargað úr rústum þar í landi. Stríðsátök eru hafin á ný í Sýrlandi, sem hamlar björgunarstarfi. 18. febrúar 2023 08:05 „Þetta var miklu, miklu stærri atburður en við höfðum æft“ Seinni hluti íslenska hópsins sem var við störf á jarðskjálftasvæðinu í Tyrklandi kom heim til Íslands í dag. Teymisstjóri hópsins segir frábært að geta hjálpað en að sama skapi sé gott að vera komin heim. 17. febrúar 2023 18:48 Erfitt að fara heim frá hamfarasvæðinu í Tyrklandi Hluti íslenska hópsins sem fór út til Tyrklands til aðstoðar vegna jarðskjálfanna kom heim í dag og fékk höfðingjalegar mótttökur. Hópstjóri segir að það hafi verið erfitt að yfirgefa landið þegar hörmungarnar standa enn yfir en það eigi eftir að koma í ljós hvernig þær hafi áhrif á íslenska hópinn. 14. febrúar 2023 23:31 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Tala látinna komin í 45 þúsund Tala látinna eftir jarðskjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi er komin í 45 þúsund og óttast er að hún hækki. 264 þúsund íbúðarhús hrundu í Tyrklandi en síðast í gær var þremur bjargað úr rústum þar í landi. Stríðsátök eru hafin á ný í Sýrlandi, sem hamlar björgunarstarfi. 18. febrúar 2023 08:05
„Þetta var miklu, miklu stærri atburður en við höfðum æft“ Seinni hluti íslenska hópsins sem var við störf á jarðskjálftasvæðinu í Tyrklandi kom heim til Íslands í dag. Teymisstjóri hópsins segir frábært að geta hjálpað en að sama skapi sé gott að vera komin heim. 17. febrúar 2023 18:48
Erfitt að fara heim frá hamfarasvæðinu í Tyrklandi Hluti íslenska hópsins sem fór út til Tyrklands til aðstoðar vegna jarðskjálfanna kom heim í dag og fékk höfðingjalegar mótttökur. Hópstjóri segir að það hafi verið erfitt að yfirgefa landið þegar hörmungarnar standa enn yfir en það eigi eftir að koma í ljós hvernig þær hafi áhrif á íslenska hópinn. 14. febrúar 2023 23:31