Íslenski boltinn

FH-ingar bjóða Gylfa velkominn á æfingar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekki spilað fótbolta í meira en tvö ár.
Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekki spilað fótbolta í meira en tvö ár. Vísir/Vilhelm

Gylfi Þór Sigurðsson er uppalinn hjá FH og sumir sjá það sem möguleika fyrir Gylfa að koma sér aftur í leikform með því að spila með FH-liðinu í Bestu deildinni í simar.

Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, var spurður út í mögulega endurkomu Gylfa í Kaplakrika í viðtali hjá Fótbolta.net.

Gylfi kom til Íslands í síðustu viku eftir tæplega tveggja ára farbann á Englandi. Hefur FH rætt við Gylfa?

„Nei, það höfum við ekki gert. Við höfum ekkert talað við hann eða neitt svoleiðis, en að sjálfsögðu væri hann alltaf velkominn á æfingar hjá okkur,“ sagði Davíð Þór Viðarsson í viðtali við fótbolta.net.

„Það segir sig bara sjálft, þetta er einn allra besti leikmaður sem við Íslendingar höfum átt. Ef hann vill eitthvað prófa að fara í fótbolta þá er hann svo sannarlega velkominn að koma á æfingar hjá okkur, og ég held að hann viti það svo sem alveg,“ sagði Davíð Þór.

Gylfi heldur upp á 34 ára afmælið sitt í september en hann lék síðast fótboltaleik með Everton vorið 2021 eða fyrir meira en tveimur árum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×