Einn liggur enn þungt haldinn á spítala Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. apríl 2023 11:56 Skipstjóri segir bátinn ónýtan eftir brunann. Slökkvilið var um tólf klukkustundir að slökkva eldinn. vísir/Egill Einn liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir bruna í bátnum Grísmnesi í Njarðvíkurhöfn. Að sögn lögreglu liggja eldsupptök enn ekki fyrir. Sjö voru um borð í bátnum Grímsnesi GK sem var við festar í Njarðvíkurhöfn þegar eldur kom upp laust eftir klukkan tvö aðfaranótt þriðjudags. Karlmaður á fimmtugsaldri lést í brunanum og einn var fluttur á bráðamóttöku, þar sem hann liggur enn þungt haldinn. Yfirvélstjóri sem varð fyrstur var við eldinn og lét aðra í áhöfninni vita slasaðist nokkuð og hlaut brunasár á höndum og baki. Aðrir komust að sjálfsdáðum og klakklaust frá borði. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að málið sé til rannsóknar en að ekkert liggi enn fyrir um eldsupptök. Aðspurður segir hann rannsóknina ekki beinast að neinu saknæmu og að rannsóknarnefnd samgönguslysa sé einnig komin með málið. Sigvaldi Hólmgrímsson skipstjóri bátsins segir bátinn ónýtan. Slökkvilið hafði af því áhyggur í gær að báturinn gæti sokkið í höfninni þar sem töluverður sjór var í honum. Sigvaldi segir búið að rétta hann við og telur ekki lengur hættu á því. Hann segir að báturinn verði ekki látinn liggja lengi við bryggjuna en að ekkert hafi verið ákveðið með næstu skref. Til stóð að hætta útgerð á bátnum um mánaðarmótin. Slökkvilið Reykjanesbær Eldsvoði í Grímsnesi GK555 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Sjö voru um borð í bátnum Grímsnesi GK sem var við festar í Njarðvíkurhöfn þegar eldur kom upp laust eftir klukkan tvö aðfaranótt þriðjudags. Karlmaður á fimmtugsaldri lést í brunanum og einn var fluttur á bráðamóttöku, þar sem hann liggur enn þungt haldinn. Yfirvélstjóri sem varð fyrstur var við eldinn og lét aðra í áhöfninni vita slasaðist nokkuð og hlaut brunasár á höndum og baki. Aðrir komust að sjálfsdáðum og klakklaust frá borði. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að málið sé til rannsóknar en að ekkert liggi enn fyrir um eldsupptök. Aðspurður segir hann rannsóknina ekki beinast að neinu saknæmu og að rannsóknarnefnd samgönguslysa sé einnig komin með málið. Sigvaldi Hólmgrímsson skipstjóri bátsins segir bátinn ónýtan. Slökkvilið hafði af því áhyggur í gær að báturinn gæti sokkið í höfninni þar sem töluverður sjór var í honum. Sigvaldi segir búið að rétta hann við og telur ekki lengur hættu á því. Hann segir að báturinn verði ekki látinn liggja lengi við bryggjuna en að ekkert hafi verið ákveðið með næstu skref. Til stóð að hætta útgerð á bátnum um mánaðarmótin.
Slökkvilið Reykjanesbær Eldsvoði í Grímsnesi GK555 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira