Skrefi nær leyndardómi risasvartholsstróka Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2023 15:13 Mynd GMVA-sjónaukanetsins af risasvartholinu í miðju M87. Innfellda myndin sýnir skugga svartholsins á efnisskífu sem umlykur það og upptök stróks sem stendur frá því. R.-S. Lu (SHAO), E. Ros (MPIfR), S. Dagnello (NRAO/AUI/NSF) Skuggi risasvarthols í nágrannavetrarbraut okkar og kröftugur strókur efns sem stafar frá því sjást í fyrsta skipti saman á einni mynd sem alþjóðlegum hópi stjörnufræðinga tókst að ná. Myndin hjálpar vísindamönnum að skilja hvernig svarthol þeyta burtu efni í slíkum strókum. Risasvartholið í miðju vetrarbrautarinnar Messier 87 (M87) er það fyrsta sem stjörnufræðingar náðu ljósmynd af árið 2017. Það er eitt þeirra risasvarthola sem sendir frá sér öfluga efnisstróka. Stjarneðlisfræðingar vita ekki með hversu vegna vegna sum risasvarthol hafa slíka stróka en önnur ekki, þar á meðal Saggitarius A* í miðju Vetrarbrautarinnar okkar. „Við'vitum að strókarnir standa út frá svæðinu í kringum svartholin en við skiljum ekki til fulls ennþá hvernig þetta gerist í raun og veru,“ segir Ru-Sen Lu frá Stjörnufræðiathuganastöðinni í Sjanghæ í Kína. Til þess að skilja strókana betur þurfa vísindamenn að fá sem skýrasta mynd af upptökum þeirra og sem næst svartholinu. Þar til nýlega hafði aðeins tekist að mynda umhverfi svarthols annars vegar og strók hins vegar. Nýja myndin af risasvartholinu í miðju M87 er sú fyrsta sem fangar bæði skugga svartholsins og strók sem stafar frá því. Á henni sést hvernig neðsti hluti stróksins tengist skífu efnis sem glóir þegar það gengur í kringum svartholið. „Þessi nýja mynd fyllir inn í eyðurnar með því að sýna svæðið í kringum svartholið og strókinn á sama tíma,“ segir Jae-Young Kim frá Kyungpook-þjóðarháskólanum í Suður-Kóreu og útvarpsbylgjustofnun Max Planck í Þýskalandi. Messier 87 er risavaxin sporvöluþoka í um 55 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Massi risasvartholsins í miðju hennar er á við sex og hálfan milljarð sóla. Á myndinni sést strókur frá risasvartholinu þeysast út úr vetrarbrautinni á nærri því ljóshraða.ESO Mun efnismeiri skífa en sýndist á fyrri mynd Myndin náðist með því að sameina krafta fjórtán útvarpssjónauka víðsvegar um jörðina sem saman mynda svonnefnda GMVA-sjónaukaröð árið 2018. Á meðal sjónaukanna voru Grænlandssjónaukinn í Thule-herstöðinni í norðvestur Grænlandi og ALMA-útvarpssjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO). Sjónaukanetið gerir vísindamönnunum kleift að sjá meiri smáatriði í nágrenni svartholsins en á fyrri myndum sem teknar hafa verið af því. Eduardo Ros frá útvarpsbylgjustofnun Max Planck segir að til standi að kanna frekar umhverfi svartholsins í M87 á öðrum útvarpsbylgjulengdum til þess að varpa frekara ljósi á strókinn. „Næstu ár verða spennandi þar sem okkur tekst að læra meira um það sem á sér stað í grennd við eitt af dularfyllstu svæðum alheimsins,“ er haft eftir Ros í tilkynningu ESO. Mynd GMVA bendir einnig til þess að efnisskífan í kringum svartholið sé mun stærri en Sjóndeildarsjónaukinn (EHT) nam þegar hann tók mynd af því árið 2017. GMVA nam útvarpsbylgjur á lengri bylgjulengdum en EHT og sá fyrir vikið um helmingi stærri efnisskífu. Geimurinn Vísindi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Risasvartholið í miðju vetrarbrautarinnar Messier 87 (M87) er það fyrsta sem stjörnufræðingar náðu ljósmynd af árið 2017. Það er eitt þeirra risasvarthola sem sendir frá sér öfluga efnisstróka. Stjarneðlisfræðingar vita ekki með hversu vegna vegna sum risasvarthol hafa slíka stróka en önnur ekki, þar á meðal Saggitarius A* í miðju Vetrarbrautarinnar okkar. „Við'vitum að strókarnir standa út frá svæðinu í kringum svartholin en við skiljum ekki til fulls ennþá hvernig þetta gerist í raun og veru,“ segir Ru-Sen Lu frá Stjörnufræðiathuganastöðinni í Sjanghæ í Kína. Til þess að skilja strókana betur þurfa vísindamenn að fá sem skýrasta mynd af upptökum þeirra og sem næst svartholinu. Þar til nýlega hafði aðeins tekist að mynda umhverfi svarthols annars vegar og strók hins vegar. Nýja myndin af risasvartholinu í miðju M87 er sú fyrsta sem fangar bæði skugga svartholsins og strók sem stafar frá því. Á henni sést hvernig neðsti hluti stróksins tengist skífu efnis sem glóir þegar það gengur í kringum svartholið. „Þessi nýja mynd fyllir inn í eyðurnar með því að sýna svæðið í kringum svartholið og strókinn á sama tíma,“ segir Jae-Young Kim frá Kyungpook-þjóðarháskólanum í Suður-Kóreu og útvarpsbylgjustofnun Max Planck í Þýskalandi. Messier 87 er risavaxin sporvöluþoka í um 55 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Massi risasvartholsins í miðju hennar er á við sex og hálfan milljarð sóla. Á myndinni sést strókur frá risasvartholinu þeysast út úr vetrarbrautinni á nærri því ljóshraða.ESO Mun efnismeiri skífa en sýndist á fyrri mynd Myndin náðist með því að sameina krafta fjórtán útvarpssjónauka víðsvegar um jörðina sem saman mynda svonnefnda GMVA-sjónaukaröð árið 2018. Á meðal sjónaukanna voru Grænlandssjónaukinn í Thule-herstöðinni í norðvestur Grænlandi og ALMA-útvarpssjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO). Sjónaukanetið gerir vísindamönnunum kleift að sjá meiri smáatriði í nágrenni svartholsins en á fyrri myndum sem teknar hafa verið af því. Eduardo Ros frá útvarpsbylgjustofnun Max Planck segir að til standi að kanna frekar umhverfi svartholsins í M87 á öðrum útvarpsbylgjulengdum til þess að varpa frekara ljósi á strókinn. „Næstu ár verða spennandi þar sem okkur tekst að læra meira um það sem á sér stað í grennd við eitt af dularfyllstu svæðum alheimsins,“ er haft eftir Ros í tilkynningu ESO. Mynd GMVA bendir einnig til þess að efnisskífan í kringum svartholið sé mun stærri en Sjóndeildarsjónaukinn (EHT) nam þegar hann tók mynd af því árið 2017. GMVA nam útvarpsbylgjur á lengri bylgjulengdum en EHT og sá fyrir vikið um helmingi stærri efnisskífu.
Geimurinn Vísindi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira