Vísa fullyrðingum BSRB um misrétti á bug Bjarki Sigurðsson skrifar 26. apríl 2023 15:52 Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík, er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) vísar fullyrðingum BSRB um misrétti í launum milli starfsfólks sem heyra undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hins vegar á bug. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÍS þar sem greint er frá atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hjá meðlimum BSRB. Greint var frá henni í morgun en þá sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, að SÍS væri einbeitt í því að mismuna fólki. „Það er búið að semja við bæði ríkið og Reykjavíkurborg þannig að þetta er svona sérmál þar sem að okkar mati blasir við að SÍS er einbeitt í því að mismuna fólki. Staðan er sú að okkar fólk sem eru enn kjarasamningslaus þau starfa oft í sömu störfum eða hlið við hlið inni á sömu vinnustöðum og fólk sem fékk launahækkanir sínar frá 1. janúar síðastliðin. Okkar félagsmenn myndu hækka 25% minna í launum en annað starfsfólk. Það er auðvitað bara hrein og klár mismunun,“ sagði Sonja. Í tilkynningu SÍS segir að árið 2020 hafi bæði BSRB og SGS boðist kjarasamningur með gildistíma út september 2023. Með þeim samningi hafi fylgt ný launatafla sem tók gildi nú um áramótin. SGS samþykkti þann samning en ekki BSRB og samdi þess í stað um styttri samningstíma, til 31. mars. „Krafa forystu BSRB í dag er að félagsmenn þeirra fái engu að síður launatöflu 5 sem þau höfnuðu árið 2020. Sveitarfélögin árétta að þau hafa að fullu efnt kjarasamning sinn við BSRB,“ segir í tilkynningunni. Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Segir SÍS einbeitt í að mismuna fólki Atkvæðagreiðsla um verkfall starfsmanna BSRB í skólum og frístundaheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur hófst núna á hádegi en kjaradeila stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga hefur siglt í strand. Formaður BSRB segir SÍS einbeitt í því að mismuna fólki. 26. apríl 2023 12:10 Greiða atkvæði um verkföll í leik- og grunnskólum Í dag hefst atkvæðagreiðsla ellefu aðildarfélaga BSRB um verkfallsaðgerðir vegna kjaradeilu þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Atkvæðagreiðslunni lýkur á laugardag og verða niðurstöður kynntar þá eftir hádegi. 26. apríl 2023 10:31 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÍS þar sem greint er frá atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hjá meðlimum BSRB. Greint var frá henni í morgun en þá sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, að SÍS væri einbeitt í því að mismuna fólki. „Það er búið að semja við bæði ríkið og Reykjavíkurborg þannig að þetta er svona sérmál þar sem að okkar mati blasir við að SÍS er einbeitt í því að mismuna fólki. Staðan er sú að okkar fólk sem eru enn kjarasamningslaus þau starfa oft í sömu störfum eða hlið við hlið inni á sömu vinnustöðum og fólk sem fékk launahækkanir sínar frá 1. janúar síðastliðin. Okkar félagsmenn myndu hækka 25% minna í launum en annað starfsfólk. Það er auðvitað bara hrein og klár mismunun,“ sagði Sonja. Í tilkynningu SÍS segir að árið 2020 hafi bæði BSRB og SGS boðist kjarasamningur með gildistíma út september 2023. Með þeim samningi hafi fylgt ný launatafla sem tók gildi nú um áramótin. SGS samþykkti þann samning en ekki BSRB og samdi þess í stað um styttri samningstíma, til 31. mars. „Krafa forystu BSRB í dag er að félagsmenn þeirra fái engu að síður launatöflu 5 sem þau höfnuðu árið 2020. Sveitarfélögin árétta að þau hafa að fullu efnt kjarasamning sinn við BSRB,“ segir í tilkynningunni.
Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Segir SÍS einbeitt í að mismuna fólki Atkvæðagreiðsla um verkfall starfsmanna BSRB í skólum og frístundaheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur hófst núna á hádegi en kjaradeila stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga hefur siglt í strand. Formaður BSRB segir SÍS einbeitt í því að mismuna fólki. 26. apríl 2023 12:10 Greiða atkvæði um verkföll í leik- og grunnskólum Í dag hefst atkvæðagreiðsla ellefu aðildarfélaga BSRB um verkfallsaðgerðir vegna kjaradeilu þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Atkvæðagreiðslunni lýkur á laugardag og verða niðurstöður kynntar þá eftir hádegi. 26. apríl 2023 10:31 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Segir SÍS einbeitt í að mismuna fólki Atkvæðagreiðsla um verkfall starfsmanna BSRB í skólum og frístundaheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur hófst núna á hádegi en kjaradeila stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga hefur siglt í strand. Formaður BSRB segir SÍS einbeitt í því að mismuna fólki. 26. apríl 2023 12:10
Greiða atkvæði um verkföll í leik- og grunnskólum Í dag hefst atkvæðagreiðsla ellefu aðildarfélaga BSRB um verkfallsaðgerðir vegna kjaradeilu þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Atkvæðagreiðslunni lýkur á laugardag og verða niðurstöður kynntar þá eftir hádegi. 26. apríl 2023 10:31