„Við kunnum að spila þéttan varnarleik“ Jón Már Ferro skrifar 26. apríl 2023 20:51 Sandra María Jessen skoraði sigurmark Þór/KA gegn Stjörnunni í sjókomu í Garðabæ. vísir/Vilhelm Sandra María Jessen skoraði sigurmarkið í 0-1 sigri Þór/KA gegn Stjörnunni á Samsungvellinum í Garðabæ í 1. umferð Bestu deildarinnar. „Þetta var rosalega mikill baráttu leikur og ég get alveg sagt að þetta er einn erfiðasti útivöllur deildarinnar. Þannig við erum ekkert annað en stoltar að hafa fengið þrjú stig og unnið fyrir þessu með dugnaði, baráttu og vilja. Kannski ekki besti fótboltinn sem við spiluðum en fengum þrjú stig og það er það sem telur,“ sagði Sandra sem var eðlilega mjög ánægð. Stjarnan komst oft á tíðum inn á teig Þórs/KA en fengu þó ekki mörg dauðafæri. Sandra varð stundum stressuð um að fá jöfnunarmarkið á sig. „Jú að sjálfsögðu er maður alltaf stressaður um það en á sama tíma hefur maður trú á að maður klári verkefnið. Það var mikilvægt í dag og ég held að við höfum allar verið sammála um að við ætluðum að taka þrjú stig og hefna okkar fyrir úrslitin í Lengjubikarnum.“ Skallamark Söndru var eftir fyrirgjöf og undirbúning, Ísfoldar Marý Sigtryggsdóttur, af hægri kantinum. Erin Katrina Mcleod, markmaður Stjörnunnar, var í boltanum en skallinn var of fastur og utarlega. „Jú það var rosalega ljúft að sjá hann inni, ég viðurkenni það og gott fyrir mig persónulega að vera búin að ná fyrsta markinu í sumar. Mikilvægt mark á góðum útivelli, þannig ég er mjög glöð.“ Liðsfélagar Söndru fagna vel og innilega.vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að hafa oft á tíðum varist aftarlega og beitt skyndisóknum þá er ekki víst að Þór/KA spili alltaf svoleiðis í sumar. „Við þurfum að sjá hvernig andstæðingurinn er hvernig hann er að spila en þetta er klárlega styrkleiki hjá okkur. Við kunnum að spila þéttan varnarleik, höfum farið vel í það í vetur og æfa okkur mikið í því. Framfarirnar á liðinu varnarlega frá síðasta sumri lætur þetta líta út fyrir að vera nýtt lið. Það kemur til með að við þurfum að nota þetta en við þurfum að sjá hvern leik fyrir sig.“ Sandra varðist frábærlega í kvöld líkt og liðsfélagar hennar. Hulda Ósk Jónsdóttir var á hægri kantinum og þurfti líkt og Sandra oft á tíðum að koma ansi neðarlega til að verjast. „Auðvitað getur maður alltaf gert betur en ég nýtti það tækifæri sem ég fékk til að skora og það var mjög mikilvægt í dag. Auðvitað hefði maður viljað taka enn meiri þátt í sóknarleiknum en fyrst og fremst var fókusinn á að ná góðum varnarleik og ég Hulda Ósk vorum mjög aftarlega sem kantmenn í dag og vorum að beita skyndisóknum. Maður hefði viljað sækja aðeins meira en þrjú stig og ég skora. Ég verð að vera glöð.“ Sandra vill helst ekki að það snjói aftur í sumar en tekur sigrinum hinsvegar fagnandi. „Ég get ekki samþykkt það en ég meina það gekk vel í dag og sigur er sigur sama hvernig veðrið er.“ Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Gestirnir jarðtengdu Stjörnuna Þór/KA gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Stjörnukonum er spáð fyrsta sætinu af íþróttadeild Vísis en það skipti norðankonur ekki neinu máli í kvöld. 26. apríl 2023 19:55 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
„Þetta var rosalega mikill baráttu leikur og ég get alveg sagt að þetta er einn erfiðasti útivöllur deildarinnar. Þannig við erum ekkert annað en stoltar að hafa fengið þrjú stig og unnið fyrir þessu með dugnaði, baráttu og vilja. Kannski ekki besti fótboltinn sem við spiluðum en fengum þrjú stig og það er það sem telur,“ sagði Sandra sem var eðlilega mjög ánægð. Stjarnan komst oft á tíðum inn á teig Þórs/KA en fengu þó ekki mörg dauðafæri. Sandra varð stundum stressuð um að fá jöfnunarmarkið á sig. „Jú að sjálfsögðu er maður alltaf stressaður um það en á sama tíma hefur maður trú á að maður klári verkefnið. Það var mikilvægt í dag og ég held að við höfum allar verið sammála um að við ætluðum að taka þrjú stig og hefna okkar fyrir úrslitin í Lengjubikarnum.“ Skallamark Söndru var eftir fyrirgjöf og undirbúning, Ísfoldar Marý Sigtryggsdóttur, af hægri kantinum. Erin Katrina Mcleod, markmaður Stjörnunnar, var í boltanum en skallinn var of fastur og utarlega. „Jú það var rosalega ljúft að sjá hann inni, ég viðurkenni það og gott fyrir mig persónulega að vera búin að ná fyrsta markinu í sumar. Mikilvægt mark á góðum útivelli, þannig ég er mjög glöð.“ Liðsfélagar Söndru fagna vel og innilega.vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að hafa oft á tíðum varist aftarlega og beitt skyndisóknum þá er ekki víst að Þór/KA spili alltaf svoleiðis í sumar. „Við þurfum að sjá hvernig andstæðingurinn er hvernig hann er að spila en þetta er klárlega styrkleiki hjá okkur. Við kunnum að spila þéttan varnarleik, höfum farið vel í það í vetur og æfa okkur mikið í því. Framfarirnar á liðinu varnarlega frá síðasta sumri lætur þetta líta út fyrir að vera nýtt lið. Það kemur til með að við þurfum að nota þetta en við þurfum að sjá hvern leik fyrir sig.“ Sandra varðist frábærlega í kvöld líkt og liðsfélagar hennar. Hulda Ósk Jónsdóttir var á hægri kantinum og þurfti líkt og Sandra oft á tíðum að koma ansi neðarlega til að verjast. „Auðvitað getur maður alltaf gert betur en ég nýtti það tækifæri sem ég fékk til að skora og það var mjög mikilvægt í dag. Auðvitað hefði maður viljað taka enn meiri þátt í sóknarleiknum en fyrst og fremst var fókusinn á að ná góðum varnarleik og ég Hulda Ósk vorum mjög aftarlega sem kantmenn í dag og vorum að beita skyndisóknum. Maður hefði viljað sækja aðeins meira en þrjú stig og ég skora. Ég verð að vera glöð.“ Sandra vill helst ekki að það snjói aftur í sumar en tekur sigrinum hinsvegar fagnandi. „Ég get ekki samþykkt það en ég meina það gekk vel í dag og sigur er sigur sama hvernig veðrið er.“
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Gestirnir jarðtengdu Stjörnuna Þór/KA gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Stjörnukonum er spáð fyrsta sætinu af íþróttadeild Vísis en það skipti norðankonur ekki neinu máli í kvöld. 26. apríl 2023 19:55 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Gestirnir jarðtengdu Stjörnuna Þór/KA gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Stjörnukonum er spáð fyrsta sætinu af íþróttadeild Vísis en það skipti norðankonur ekki neinu máli í kvöld. 26. apríl 2023 19:55