Fótbolti

Inter í bikar­úr­slit á kostnað Juventus

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigurmarkinu fagnað.
Sigurmarkinu fagnað. Giuseppe Cottini/Getty Images

Inter vann 1-0 sigur á Juventus í síðari leik liðanna í undanúrslitum ítölsku bikarkeppninnar. Þar sem fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli er Inter komið í úrslit.

Stuðningsfólk Juventus gat tekið gleði sína á ný þegar liðið fékk til baka stigin 15 sem dregin voru af því fyrr á leiktíðinni. Það var þó lítil gleði í kvöld er liðið féll úr leik í Coppa Italia, bikarkeppninni á Ítalíu.

Federico Dimarco skoraði það sem reyndist eina mark leiksins strax á 15. mínútu eftir undirbúning Nicolò Barella. Þrátt fyrir að Juventus hafi verið mikið mun meira með boltann átti liðið erfitt með að brjóta niður þéttan varnarmúr Inter.

Leiknum lauk með 1-0 sigri Inter og er liðið komið í úrslit Coppa Italia. Þar mun það að öllum líkindum mæta Fiorentina sem er 2-0 yfir í einvígi sínu gegn Cremonese.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×