Gríðarleg umsvif Blika: „Auðvitað fylgja smá vaxtaverkir því að stækka svona mikið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. apríl 2023 07:00 Flosi Eiríksson er formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. Deloitte og Knattspyrnusamband Íslands gáfu út skýrslu í gær þar sem fjármál knattspyrnufélaga á Íslandi eru tekin fyrir. Langmest velta er hjá Breiðabliki sem sló nærri milljarði í tekjum á síðasta ári. Breiðablik var með rúmar níuhundruð milljónir króna í tekjur á síðasta ári og gjöld upp á tæplega sjöhunduð og fimmtíu milljónir. Aðeins Valur var þá ofar þegar kom að skráðum útgreiddum launum til leikmanna, og félagið hefur fengið langmest frá evrópska knattspyrnusambandinu UEFA síðustu ár. Þá eru hvergi fleiri iðkendur en í Breiðabliki og segir Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, veltuna að miklu leyti helgast af því. „Þetta er mikið til rekstur. Þetta er mjög umfangsmikið hjá okkur og helgast náttúrulega af því að við erum með 1600-1700 iðkendur. Það er mikið umfang að sjá til þess að þau geti öll æft fótbolta eftir því sem þeim langar til og þeirri getu sem þeim hentar,“ sagði Flosi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Svo rekum við tvo rosalega öfluga meistaraflokka og þetta eru miklir fjármunir sem við þurfum að fara vel með og það sést í þessari skýrslu. Það eru ekki bara við, heldur eru knattspyrnufélögin í landinu að standa í miklum rekstri.“ „Það eru allir velkomnir í Breiðablik“ Þá segir Flosi að vöxturinn innan félagsins hafi verið mikill undanfarin ár og telur hann að sú þróun muni halda áfram. „Jú jú. Ætli iðkendunum hafi ekki fjölgað um svona þrjú til fjögurhundruð á þessum fjórum árum.“ „Ég held að fólk í Kópavogi sé ekkert hætt að eignast börn svo ég sé ekki beint fyrir endanum á honum og við verðum þá bara að standa okkur í því að taka á móti öllum þeim sem til okkar vilja koma. Það eru allir velkomnir í Breiðablik.“ En fer ekkert að springa utan af þessu hjá Breiðabliki nú þegar þetta er orðið langstærsta knattspyrnufélag landsins? „Ég veit það ekki og það er vandséð hvernig þú ætlar að segja nei. Hvernig þú ætlar að meina fólki sem vill spila með þér fótbolta - börnum sem vilja æfa þar - að koma í félagið. Svoleiðis að við reynum bara að standa okkur eins og við getum. En auðvitað fylgja einhverjir smá vaxtaverkir því að stækka svona mikið.“ „Fjármál íþróttafélaga eiga að vera tiltölulega opin“ Svo virðist vera sem ójafnvægi sé í því hvernig hlutirnir eru lagðir fram hjá félögum í skýrslu Deloitte, en Flosi telur að það eigi sér eðlilegar skýringar. „Menn eru að gera þetta í fysta skipti og ég geri ráð fyrir því að tölurnar verði samanburðarhæfari með hverju árinu. Menn læra betur á skýrslugjöf og hvað á að færa í hvaða dálk og undir hvaða lykil. Ég ætla bara að gera ráð fyrir því að það hafi allir gert þetta eins vel og þeir gætu, en auðvitað mun þetta vonandi batna.“ „Fjármál íþróttafélaga eiga að vera tiltölulega opin. Við erum fjármögnuð auðvitað að einhverjum hluta af almannafé og þá á bara að reka þetta fyrir opnum tjöldum og við í Breiðabliki leggjum áherslu á það að það sé allt uppi á borðinu hjá okkur,“ sagði Flosi að lokum. Besta deild karla Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3| Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sjá meira
Breiðablik var með rúmar níuhundruð milljónir króna í tekjur á síðasta ári og gjöld upp á tæplega sjöhunduð og fimmtíu milljónir. Aðeins Valur var þá ofar þegar kom að skráðum útgreiddum launum til leikmanna, og félagið hefur fengið langmest frá evrópska knattspyrnusambandinu UEFA síðustu ár. Þá eru hvergi fleiri iðkendur en í Breiðabliki og segir Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, veltuna að miklu leyti helgast af því. „Þetta er mikið til rekstur. Þetta er mjög umfangsmikið hjá okkur og helgast náttúrulega af því að við erum með 1600-1700 iðkendur. Það er mikið umfang að sjá til þess að þau geti öll æft fótbolta eftir því sem þeim langar til og þeirri getu sem þeim hentar,“ sagði Flosi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Svo rekum við tvo rosalega öfluga meistaraflokka og þetta eru miklir fjármunir sem við þurfum að fara vel með og það sést í þessari skýrslu. Það eru ekki bara við, heldur eru knattspyrnufélögin í landinu að standa í miklum rekstri.“ „Það eru allir velkomnir í Breiðablik“ Þá segir Flosi að vöxturinn innan félagsins hafi verið mikill undanfarin ár og telur hann að sú þróun muni halda áfram. „Jú jú. Ætli iðkendunum hafi ekki fjölgað um svona þrjú til fjögurhundruð á þessum fjórum árum.“ „Ég held að fólk í Kópavogi sé ekkert hætt að eignast börn svo ég sé ekki beint fyrir endanum á honum og við verðum þá bara að standa okkur í því að taka á móti öllum þeim sem til okkar vilja koma. Það eru allir velkomnir í Breiðablik.“ En fer ekkert að springa utan af þessu hjá Breiðabliki nú þegar þetta er orðið langstærsta knattspyrnufélag landsins? „Ég veit það ekki og það er vandséð hvernig þú ætlar að segja nei. Hvernig þú ætlar að meina fólki sem vill spila með þér fótbolta - börnum sem vilja æfa þar - að koma í félagið. Svoleiðis að við reynum bara að standa okkur eins og við getum. En auðvitað fylgja einhverjir smá vaxtaverkir því að stækka svona mikið.“ „Fjármál íþróttafélaga eiga að vera tiltölulega opin“ Svo virðist vera sem ójafnvægi sé í því hvernig hlutirnir eru lagðir fram hjá félögum í skýrslu Deloitte, en Flosi telur að það eigi sér eðlilegar skýringar. „Menn eru að gera þetta í fysta skipti og ég geri ráð fyrir því að tölurnar verði samanburðarhæfari með hverju árinu. Menn læra betur á skýrslugjöf og hvað á að færa í hvaða dálk og undir hvaða lykil. Ég ætla bara að gera ráð fyrir því að það hafi allir gert þetta eins vel og þeir gætu, en auðvitað mun þetta vonandi batna.“ „Fjármál íþróttafélaga eiga að vera tiltölulega opin. Við erum fjármögnuð auðvitað að einhverjum hluta af almannafé og þá á bara að reka þetta fyrir opnum tjöldum og við í Breiðabliki leggjum áherslu á það að það sé allt uppi á borðinu hjá okkur,“ sagði Flosi að lokum.
Besta deild karla Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3| Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sjá meira