Einn deyr úr ofneyslu á tíu klukkustunda fresti í San Francisco Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. apríl 2023 11:11 Heimilislausir og svartir eru í sérstökum áhættuhóp þegar kemur að ofneyslu í San Francisco. Getty/Tayfun Coskun Alls létust 200 einstaklingar af völdum ofneyslu fíkniefna í San Francisco fyrstu þrjá mánuði ársins en um er að ræða 41 prósent aukningu frá fyrra ári. Þetta jafngildir því að einstaklingur látist úr ofneyslu á um tíu klukkustunda fresti. Tvöfalt fleiri heimilislausir létust af völdum ofneyslu á tímabilinu janúar og fram í mars heldur en á sama tímabili í fyrra. Þá var þriðjungur látnu svartur, þrátt fyrir að aðeins 5 prósent íbúa San Francisco séu svartir. Aukningin hófst í desember og náði hámarki í janúar, þegar 82 létust. Skömmu áður hafði borgarstjórinn, London Breed, ákveðið að loka Tenderloin Center, dagvistunarúrræði fyrir heimilislausa þar sem boðið var upp á mat og heilbrigðisþjónustu. Miðstöðin hafði einnig heimilað fíknisjúklingum að nota fíkniefni á útisvæði við þjónustumiðstöðina, undir eftirliti, og samkvæmt gögnum frá borgaryfirvöldum höfðu starfsmenn 330 sinnum á þeim ellefu mánuðum sem miðstöðin var starfrækt komið í veg fyrir andlát af völdum ofneyslu með því að gefa Narcan. Narcan er nefúði sem inniheldur naloxone, sem hindrar og snýr við áhrifum ópíóða. Í flestum tilvikum þar sem einstaklingar létust af völdum ofneyslu kom fentanyl við sögu. Þegar ákveðið var að loka þjónustumiðstöðinni sagði borgarstjórinn að það hefði ollið vonbrigðum hversu fáir sem sóttu þjónustuna þáðu meðferð. Breed ákvað á sama tíma að leggja aukna áherslu á löggæslu og ekki síst handtökur fíknefnasala. Guardian hefur eftir Daniel Ciccarone, prófessor í meðferð fíknisjúkdóma við University of California í San Francisco, að aukin áhersla á að refsa fíknisjúklingum hafi aðeins leitt til þess að dauðsföllum af völdum ofneyslu hafi aukist. Hann segir íbúa San Francisco skiptast í tvær fylkingar; aðra sem eigi peninga og vilji fíkniefnin burt af götunum og hina sem telji að réttast sé að taka á vandanum af samkennd og útfrá heilbrigðissjónarmiðum. Ciccarone segir úrræði á borð við þjónustumiðstöðina þurfa meira en ellefu mánuði til að sanna sig og að áþekkar miðstöðvar annars staðar í heiminum, til að mynda Ástralíu, hafi sýnt fram á að það sé hægt að draga úr dauðsföllum af völdum ofneyslu, koma notkuninni af götunum og fólki í meðferð. Gary McCoy hjá baráttusamtökunum HealthRIGHT 360, sem sáu um skaðaminnkunarúrræði Tenderloin Center, segir aukna áherslu á löggæslu ekki aðeins verða til þess að ýta neyslunni „neðanjarðar“. „Þegar fólk hefur ekki öruggan stað til að leita á, þegar það er að nota í dyragáttum og í almenningsrýmum og er hrætt við að nást og verða fangelsað, þá á það til að flýta sér og taka meira,“ segir McCoy. „Og þegar fólk flýtir sér eykst hættan á ofskömmtun.“ Fíkn Fíkniefnabrot Heilbrigðismál Málefni heimilislausra Tengdar fréttir Syrgir son sinn sem lést þremur vikum eftir tvítugsafmælið Móðir tvítugs pilts sem lést fyrir nokkrum vikum eftir of stóran skammt af fíkniefnum telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir andlát sonar síns. Hún lýsir síðustu vikum sem algjörri martröð. 27. apríl 2023 19:27 Willum Þór með afglæpavæðinguna á ís Willum Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra upplýsti á þinginu fyrr í dag að hann hefði ákveðið að leggja ekki fram fyrirhugað frumvarp um afglæpavæðingu að svo stöddu. 27. apríl 2023 15:01 „Það vantar svo sannarlega fleiri úrræði fyrir fólk með fíknivanda“ Skortur er á fjölbreyttum úrræðum fyrir fólk með fíknivanda segir heimilislaus maður sem glímt hefur við fíknivanda í fjölmörg ár. Fíknisjúkdómi fylgi skömm og sektarkennd og hann þurfi að meðhöndla í öruggu umhverfi. 27. apríl 2023 13:00 Ekki nógu stór skref tekin til að bregðast við ópíóðavandanum Þingmenn streymdu í pontu í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Yfirlæknir á Vogi óttast að andlátum vegna ópíóðafíknar muni fjölga til muna. Þingmaður segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða. 26. apríl 2023 21:43 Óttast að dauðsföllum vegna ópíóða fjölgi til muna Forstjóri Vogs óttast að andlátum vegna ópíaóðalyfja eigi eftir að fjölga til muna. Hún fagnar orðum heilbrigðisráðherra um að ráðast eigi í þjóðarátak vegna ástandsins. Þeir sem eru eldri en 25 ára geta þurft að bíða mánuðum saman eftir meðferð. 26. apríl 2023 21:01 Segir mikilvægt að ráðast í þjóðarátak vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra segir vísbendingar um að ólögleg framleiðsla á ópíóðalyfjum fari fram hér á landi. Faraldurinn sem nú geisar sé samfélagslega verkefni og nauðsynlegt sé að skera upp herör. Þrjátíu og fimm manns yngri en fimmtugt hafa látist það sem af er ári af völdum fíkniefna. 26. apríl 2023 11:59 „Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“ „Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn. 25. apríl 2023 15:40 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Tvöfalt fleiri heimilislausir létust af völdum ofneyslu á tímabilinu janúar og fram í mars heldur en á sama tímabili í fyrra. Þá var þriðjungur látnu svartur, þrátt fyrir að aðeins 5 prósent íbúa San Francisco séu svartir. Aukningin hófst í desember og náði hámarki í janúar, þegar 82 létust. Skömmu áður hafði borgarstjórinn, London Breed, ákveðið að loka Tenderloin Center, dagvistunarúrræði fyrir heimilislausa þar sem boðið var upp á mat og heilbrigðisþjónustu. Miðstöðin hafði einnig heimilað fíknisjúklingum að nota fíkniefni á útisvæði við þjónustumiðstöðina, undir eftirliti, og samkvæmt gögnum frá borgaryfirvöldum höfðu starfsmenn 330 sinnum á þeim ellefu mánuðum sem miðstöðin var starfrækt komið í veg fyrir andlát af völdum ofneyslu með því að gefa Narcan. Narcan er nefúði sem inniheldur naloxone, sem hindrar og snýr við áhrifum ópíóða. Í flestum tilvikum þar sem einstaklingar létust af völdum ofneyslu kom fentanyl við sögu. Þegar ákveðið var að loka þjónustumiðstöðinni sagði borgarstjórinn að það hefði ollið vonbrigðum hversu fáir sem sóttu þjónustuna þáðu meðferð. Breed ákvað á sama tíma að leggja aukna áherslu á löggæslu og ekki síst handtökur fíknefnasala. Guardian hefur eftir Daniel Ciccarone, prófessor í meðferð fíknisjúkdóma við University of California í San Francisco, að aukin áhersla á að refsa fíknisjúklingum hafi aðeins leitt til þess að dauðsföllum af völdum ofneyslu hafi aukist. Hann segir íbúa San Francisco skiptast í tvær fylkingar; aðra sem eigi peninga og vilji fíkniefnin burt af götunum og hina sem telji að réttast sé að taka á vandanum af samkennd og útfrá heilbrigðissjónarmiðum. Ciccarone segir úrræði á borð við þjónustumiðstöðina þurfa meira en ellefu mánuði til að sanna sig og að áþekkar miðstöðvar annars staðar í heiminum, til að mynda Ástralíu, hafi sýnt fram á að það sé hægt að draga úr dauðsföllum af völdum ofneyslu, koma notkuninni af götunum og fólki í meðferð. Gary McCoy hjá baráttusamtökunum HealthRIGHT 360, sem sáu um skaðaminnkunarúrræði Tenderloin Center, segir aukna áherslu á löggæslu ekki aðeins verða til þess að ýta neyslunni „neðanjarðar“. „Þegar fólk hefur ekki öruggan stað til að leita á, þegar það er að nota í dyragáttum og í almenningsrýmum og er hrætt við að nást og verða fangelsað, þá á það til að flýta sér og taka meira,“ segir McCoy. „Og þegar fólk flýtir sér eykst hættan á ofskömmtun.“
Fíkn Fíkniefnabrot Heilbrigðismál Málefni heimilislausra Tengdar fréttir Syrgir son sinn sem lést þremur vikum eftir tvítugsafmælið Móðir tvítugs pilts sem lést fyrir nokkrum vikum eftir of stóran skammt af fíkniefnum telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir andlát sonar síns. Hún lýsir síðustu vikum sem algjörri martröð. 27. apríl 2023 19:27 Willum Þór með afglæpavæðinguna á ís Willum Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra upplýsti á þinginu fyrr í dag að hann hefði ákveðið að leggja ekki fram fyrirhugað frumvarp um afglæpavæðingu að svo stöddu. 27. apríl 2023 15:01 „Það vantar svo sannarlega fleiri úrræði fyrir fólk með fíknivanda“ Skortur er á fjölbreyttum úrræðum fyrir fólk með fíknivanda segir heimilislaus maður sem glímt hefur við fíknivanda í fjölmörg ár. Fíknisjúkdómi fylgi skömm og sektarkennd og hann þurfi að meðhöndla í öruggu umhverfi. 27. apríl 2023 13:00 Ekki nógu stór skref tekin til að bregðast við ópíóðavandanum Þingmenn streymdu í pontu í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Yfirlæknir á Vogi óttast að andlátum vegna ópíóðafíknar muni fjölga til muna. Þingmaður segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða. 26. apríl 2023 21:43 Óttast að dauðsföllum vegna ópíóða fjölgi til muna Forstjóri Vogs óttast að andlátum vegna ópíaóðalyfja eigi eftir að fjölga til muna. Hún fagnar orðum heilbrigðisráðherra um að ráðast eigi í þjóðarátak vegna ástandsins. Þeir sem eru eldri en 25 ára geta þurft að bíða mánuðum saman eftir meðferð. 26. apríl 2023 21:01 Segir mikilvægt að ráðast í þjóðarátak vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra segir vísbendingar um að ólögleg framleiðsla á ópíóðalyfjum fari fram hér á landi. Faraldurinn sem nú geisar sé samfélagslega verkefni og nauðsynlegt sé að skera upp herör. Þrjátíu og fimm manns yngri en fimmtugt hafa látist það sem af er ári af völdum fíkniefna. 26. apríl 2023 11:59 „Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“ „Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn. 25. apríl 2023 15:40 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Syrgir son sinn sem lést þremur vikum eftir tvítugsafmælið Móðir tvítugs pilts sem lést fyrir nokkrum vikum eftir of stóran skammt af fíkniefnum telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir andlát sonar síns. Hún lýsir síðustu vikum sem algjörri martröð. 27. apríl 2023 19:27
Willum Þór með afglæpavæðinguna á ís Willum Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra upplýsti á þinginu fyrr í dag að hann hefði ákveðið að leggja ekki fram fyrirhugað frumvarp um afglæpavæðingu að svo stöddu. 27. apríl 2023 15:01
„Það vantar svo sannarlega fleiri úrræði fyrir fólk með fíknivanda“ Skortur er á fjölbreyttum úrræðum fyrir fólk með fíknivanda segir heimilislaus maður sem glímt hefur við fíknivanda í fjölmörg ár. Fíknisjúkdómi fylgi skömm og sektarkennd og hann þurfi að meðhöndla í öruggu umhverfi. 27. apríl 2023 13:00
Ekki nógu stór skref tekin til að bregðast við ópíóðavandanum Þingmenn streymdu í pontu í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Yfirlæknir á Vogi óttast að andlátum vegna ópíóðafíknar muni fjölga til muna. Þingmaður segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða. 26. apríl 2023 21:43
Óttast að dauðsföllum vegna ópíóða fjölgi til muna Forstjóri Vogs óttast að andlátum vegna ópíaóðalyfja eigi eftir að fjölga til muna. Hún fagnar orðum heilbrigðisráðherra um að ráðast eigi í þjóðarátak vegna ástandsins. Þeir sem eru eldri en 25 ára geta þurft að bíða mánuðum saman eftir meðferð. 26. apríl 2023 21:01
Segir mikilvægt að ráðast í þjóðarátak vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra segir vísbendingar um að ólögleg framleiðsla á ópíóðalyfjum fari fram hér á landi. Faraldurinn sem nú geisar sé samfélagslega verkefni og nauðsynlegt sé að skera upp herör. Þrjátíu og fimm manns yngri en fimmtugt hafa látist það sem af er ári af völdum fíkniefna. 26. apríl 2023 11:59
„Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“ „Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn. 25. apríl 2023 15:40