Einn maður lést í eldsvoðanum þegar skipið lá við festar í Njarðvíkurhöfn og liggur annar maður sem var um borð á sjúkrahúsi þungt haldinn.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef lögreglunnar. Þar segir að rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á eldsvoðanum um borð í skipinu sé lokið og miði vel. Skipið hafi verið afhent eigendum og tryggingafélagi til umráða.
„Lögregla vinnur nú úr rannsóknargögnum með aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er talið að eldur hafi brotist út með saknæmum hætti en vonir standa til að rannsókn lögreglu geti upplýst um eldsupptök,“ segir í tilkynningunni.
Sjö voru um borð í skipinu sem var við festar í Njarðvíkurhöfn þegar eldur kom upp laust eftir klukkan tvö aðfaranótt þriðjudags.