12 ára hælisleitandi aflaði 60 milljóna króna fyrir bágstödd börn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 30. apríl 2023 15:30 Sænsk börn selja Maíblómið fyrir að meðaltali 15.000 íslenskar krónur og fá því um 1.500 krónur í sölulaun. Murhaf hefur selt blóm fyrir andvirði 60 milljóna íslenskra króna og sér því fram á að fá andvirði 6 milljóna í eigin vasa. Johann Nilsson / Getty Images 12 ára hælisleitandi frá Eþíópíu hefur aflað bágstöddum börnum í Svíþjóð meira en 50 milljóna íslenskra króna með merkjasölu. Hann varð fyrir árásum fullorðinna kynþáttahatara þegar hann byrjaði að selja merkin, en hefur nú selt fleiri merki en nokkur annar í sögunni. Murhaf Hamid er 12 ára drengur frá Eþíópíu. Hann og fjölskylda hans eru hælisleitendur í Svíþjóð og bíða þess að örlög þeirra verði ákveðin. Mætti fordómum og hatri Murhaf ákvað í síðustu viku að taka þátt í sölu á Maíblóminu, þá selja börn í Svþjóð barmmerki og allur ágóðinn rennur til þess að hjálpa bágstöddum börnum í Svíþjóð. Það byrjaði ekki vel, fullorðnir hreyttu í hann ókvæðisorðum á götum úti og sögðu að hann ætti ekkert með að vera að selja Maíblómin, hann væri litaður útlendingur. Ein vinkona fjölskyldunnar sá hvað Murhaf varð niðurdreginn af þessum viðtökum og setti færslu á samfélagsmiðlana um grimmd hinna fullorðnu. Þá tók nú ekki betra við, til að byrja með. Fullorðið fólk hreytti viðbjóðslegum ummælum í drenginn, kallaði hann öllum illum nöfnum, þar á meðal var fólk í trúnaðarstöðum í flokki Svíþjóðardemókrata, sem hafa löngum verið kallaðir þjóðernissinnar og kynþáttahatarar. Formaður flokksins, Jimmie Åkesson, hefur fordæmt ummælin og segist aldrei hafa orðið vitni að annarri eins framkomu gegn barni. Gæfan snerist Murhaf í hag En allt í einu fóru hjólin að snúast og það hratt, nú viku síðar hefur Murhaf selt Maíblóm fyrir andvirði 60 milljóna íslenskra króna, meira en nokkurt barn hefur nokkru sinni gert í 116 ára sögu Maíblómanna. Og hann er á allra vörum og í fréttum allra fjölmiðla í Svíþjóð. Hann fær sjálfur 10 prósent í sölulaun, en þegar hann byrjaði þá dreymdi hann um að geta keypt sér pizzu fyrir sölulaunin. Hann getur gert gott betur núna, og bágstödd börn í Svíþjóð fá rúmar 50 milljónir í sinn hlut af blómasölu Murhafs. Hefur veitt honum aukið sjálfstraust Murhaf segist óska þess að hann gæti keypt sér og fjölskyldu sinni landvistarleyfi fyrir sölulaunin, en að það sé víst ekki hægt. Hann segir í samtali við sænska ríkissjónvarpið að þetta hafi veitt honum aukið sjálfstraust sem vonandi gagnist honum til að standa sig vel í lífinu. Hér er hægt að sjá viðtal sænska ríkissjónvarpsins við Murhaf. Svíþjóð Hælisleitendur Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira
Murhaf Hamid er 12 ára drengur frá Eþíópíu. Hann og fjölskylda hans eru hælisleitendur í Svíþjóð og bíða þess að örlög þeirra verði ákveðin. Mætti fordómum og hatri Murhaf ákvað í síðustu viku að taka þátt í sölu á Maíblóminu, þá selja börn í Svþjóð barmmerki og allur ágóðinn rennur til þess að hjálpa bágstöddum börnum í Svíþjóð. Það byrjaði ekki vel, fullorðnir hreyttu í hann ókvæðisorðum á götum úti og sögðu að hann ætti ekkert með að vera að selja Maíblómin, hann væri litaður útlendingur. Ein vinkona fjölskyldunnar sá hvað Murhaf varð niðurdreginn af þessum viðtökum og setti færslu á samfélagsmiðlana um grimmd hinna fullorðnu. Þá tók nú ekki betra við, til að byrja með. Fullorðið fólk hreytti viðbjóðslegum ummælum í drenginn, kallaði hann öllum illum nöfnum, þar á meðal var fólk í trúnaðarstöðum í flokki Svíþjóðardemókrata, sem hafa löngum verið kallaðir þjóðernissinnar og kynþáttahatarar. Formaður flokksins, Jimmie Åkesson, hefur fordæmt ummælin og segist aldrei hafa orðið vitni að annarri eins framkomu gegn barni. Gæfan snerist Murhaf í hag En allt í einu fóru hjólin að snúast og það hratt, nú viku síðar hefur Murhaf selt Maíblóm fyrir andvirði 60 milljóna íslenskra króna, meira en nokkurt barn hefur nokkru sinni gert í 116 ára sögu Maíblómanna. Og hann er á allra vörum og í fréttum allra fjölmiðla í Svíþjóð. Hann fær sjálfur 10 prósent í sölulaun, en þegar hann byrjaði þá dreymdi hann um að geta keypt sér pizzu fyrir sölulaunin. Hann getur gert gott betur núna, og bágstödd börn í Svíþjóð fá rúmar 50 milljónir í sinn hlut af blómasölu Murhafs. Hefur veitt honum aukið sjálfstraust Murhaf segist óska þess að hann gæti keypt sér og fjölskyldu sinni landvistarleyfi fyrir sölulaunin, en að það sé víst ekki hægt. Hann segir í samtali við sænska ríkissjónvarpið að þetta hafi veitt honum aukið sjálfstraust sem vonandi gagnist honum til að standa sig vel í lífinu. Hér er hægt að sjá viðtal sænska ríkissjónvarpsins við Murhaf.
Svíþjóð Hælisleitendur Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira