Slá ekki af kröfum sínum þegar þeim er mætt af óbilgirni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. apríl 2023 12:00 Sonja segir ekkert annað í stöðunni en að knýja fram samning með verkföllum. Vísir/Vilhelm Félagar BSRB sem starfa í leikskólum, grunnskólum og frístundarheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru á leið í verkfall en félagsmenn samþykktu það í dag. Formaður félagsins segir ljóst að verkföll myndu hafa talsverð áhrif en deilan við Samband íslenskra sveitarfélaga sé í hnút. Sambandið komist ekki fram hjá lagalegri skyldu sinni. Atkvæðagreiðslum um verkfallsaðgerðir félagsmanna ellefu aðildarfélaga BSRB í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi lauk núna klukkan tólf en yfirgnæfandi meirihluti samþykkti boðunina. Tæplega 92 prósent samþykktu aðgerðir í Kópavogi, í kringum 97 prósent í Garðabæ og Mosfellsbæ, og hundrað prósent á Seltjarnarnesi. Starfsfólk leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í sveitarfélögunum leggja því niður störf í nokkrum lotum, fyrst 15. og 16. maí. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að þátttaka hafi verið góð en þátttaka var frá 66 til 86 prósent í sveitarfélögunum. „Það átta sig allir á að þessi kjaradeila er í hnút og það er búið að reyna til þrautar að ná samningum en það hefur ekki tekist. Þá stendur ekkert eftir annað en að leggja það undir félagsfólk hvort það eigi að leggja niður störf til þess að knýja fram um gerð kjarasamnings,“ segir hún. BSRB hafði lagt fram þá kröfu við Samband íslenskra sveitarfélaga að félagar BSRB fengju sömu launatöflu og starfsfólk sveitarfélaganna, en hinir síðarnefndu fengu nýja launatöflu um áramót þar sem þau höfðu samið um lengri samning. Þá fóru þau fram á afturvirkni en sambandið hefur sagt að þau geti ekki orðið við þeirri kröfu. „Það sem við höfum verið að benda á er að það er mjög skýrt í jafnréttislögum og lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði að það verður að greiða fólki sömu laun sem vinnur í sömu störfum, og sömuleiðis verður að greiða fólki sömu laun í jafn verðmætum störfum, og þau komast ekkert fram hjá þeirri lagaskyldu. Þannig það skiptir raunverulega engu máli hvort að það sé mismunandi kjarasamningstímabil þegar aðstæður eru með þessum hætti,“ segir Sonja. SÍS beri ábyrgð á stöðunni Á hádegi í gær hófust atkvæðagreiðslur um verkfallsaðgerðir í sex sveitarfélögum til viðbótar, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Ölfus, Árborg, Hveragerði og Vestmannaeyjum og lýkur þeim næstkomandi fimmtudag. Verði þau samþykkt hæfist verkfall viku eftir verkföllin hjá hinum sveitarfélögunum. Verkföll eru fyrirhuguð 22., 23., 24., 25. og 26. maí og 5., 6., 7., 8. og 9. júní hjá sveitarfélögunum öllum, tíu talsins. Samtöl og undirbúningur fyrir mögulegar frekari aðgerðir eru þá í gangi og er ekki útilokað að ótímabundið verkfall verði lagt til. Staðan sem upp sé komin sé vegna aðstæðna sem Samband íslenskra sveitarfélaga hafi skapað en kröfur BSRB hafi verið hóflegar. „Við höfum gengið frá samningum við ríki og Reykjavíkurborg en eftir stendur þetta sérmál við sambandið. En við höfum líka bent þeim á það, hvað Samband íslenskra sveitarfélaga varðar, að ef að aðstæður eru þessar, að við mætum svona óbilgirni og ósanngirni, að þá erum við ekki á þeim buxunum að slá af okkar kröfum,“ segir Sonja. Deilan er nú á borði ríkissáttasemjara og er næsti fundur á þriðjudag. „En eins og ég nefni þá er raunverulega ekkert eftir en að knýja fram kjarasamning með þessum aðgerðum. Þannig ég vonast auðvitað til að þátttakan í atkvæðagreiðslunni sé góð og við höfum það sem til þarf til þess að klára þetta hratt og vel,“ sagði Sonja skömmu áður en niðurstaðan lá fyrir. Uppfært 12:30: Fréttin hefur verið uppfærð með niðurstöðum atkvæðagreiðslna. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vísa fullyrðingum BSRB um misrétti á bug Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) vísar fullyrðingum BSRB um misrétti í launum milli starfsfólks sem heyra undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hins vegar á bug. 26. apríl 2023 15:52 Greiða atkvæði um verkföll í leik- og grunnskólum Í dag hefst atkvæðagreiðsla ellefu aðildarfélaga BSRB um verkfallsaðgerðir vegna kjaradeilu þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Atkvæðagreiðslunni lýkur á laugardag og verða niðurstöður kynntar þá eftir hádegi. 26. apríl 2023 10:31 Aðildarfélög BSRB undirrita kjarasamninga Aðildarfélög BSRB hafa náð samkomulagi um launahækkanir og kjarabætur fyrir starfsfólk í almannaþjónustu við ríki og Reykjavíkurborg. Um skammtímasamninga er að ræða sem gilda í tólf mánuði frá 1. apríl 2023. 30. mars 2023 12:53 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Atkvæðagreiðslum um verkfallsaðgerðir félagsmanna ellefu aðildarfélaga BSRB í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi lauk núna klukkan tólf en yfirgnæfandi meirihluti samþykkti boðunina. Tæplega 92 prósent samþykktu aðgerðir í Kópavogi, í kringum 97 prósent í Garðabæ og Mosfellsbæ, og hundrað prósent á Seltjarnarnesi. Starfsfólk leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í sveitarfélögunum leggja því niður störf í nokkrum lotum, fyrst 15. og 16. maí. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að þátttaka hafi verið góð en þátttaka var frá 66 til 86 prósent í sveitarfélögunum. „Það átta sig allir á að þessi kjaradeila er í hnút og það er búið að reyna til þrautar að ná samningum en það hefur ekki tekist. Þá stendur ekkert eftir annað en að leggja það undir félagsfólk hvort það eigi að leggja niður störf til þess að knýja fram um gerð kjarasamnings,“ segir hún. BSRB hafði lagt fram þá kröfu við Samband íslenskra sveitarfélaga að félagar BSRB fengju sömu launatöflu og starfsfólk sveitarfélaganna, en hinir síðarnefndu fengu nýja launatöflu um áramót þar sem þau höfðu samið um lengri samning. Þá fóru þau fram á afturvirkni en sambandið hefur sagt að þau geti ekki orðið við þeirri kröfu. „Það sem við höfum verið að benda á er að það er mjög skýrt í jafnréttislögum og lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði að það verður að greiða fólki sömu laun sem vinnur í sömu störfum, og sömuleiðis verður að greiða fólki sömu laun í jafn verðmætum störfum, og þau komast ekkert fram hjá þeirri lagaskyldu. Þannig það skiptir raunverulega engu máli hvort að það sé mismunandi kjarasamningstímabil þegar aðstæður eru með þessum hætti,“ segir Sonja. SÍS beri ábyrgð á stöðunni Á hádegi í gær hófust atkvæðagreiðslur um verkfallsaðgerðir í sex sveitarfélögum til viðbótar, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Ölfus, Árborg, Hveragerði og Vestmannaeyjum og lýkur þeim næstkomandi fimmtudag. Verði þau samþykkt hæfist verkfall viku eftir verkföllin hjá hinum sveitarfélögunum. Verkföll eru fyrirhuguð 22., 23., 24., 25. og 26. maí og 5., 6., 7., 8. og 9. júní hjá sveitarfélögunum öllum, tíu talsins. Samtöl og undirbúningur fyrir mögulegar frekari aðgerðir eru þá í gangi og er ekki útilokað að ótímabundið verkfall verði lagt til. Staðan sem upp sé komin sé vegna aðstæðna sem Samband íslenskra sveitarfélaga hafi skapað en kröfur BSRB hafi verið hóflegar. „Við höfum gengið frá samningum við ríki og Reykjavíkurborg en eftir stendur þetta sérmál við sambandið. En við höfum líka bent þeim á það, hvað Samband íslenskra sveitarfélaga varðar, að ef að aðstæður eru þessar, að við mætum svona óbilgirni og ósanngirni, að þá erum við ekki á þeim buxunum að slá af okkar kröfum,“ segir Sonja. Deilan er nú á borði ríkissáttasemjara og er næsti fundur á þriðjudag. „En eins og ég nefni þá er raunverulega ekkert eftir en að knýja fram kjarasamning með þessum aðgerðum. Þannig ég vonast auðvitað til að þátttakan í atkvæðagreiðslunni sé góð og við höfum það sem til þarf til þess að klára þetta hratt og vel,“ sagði Sonja skömmu áður en niðurstaðan lá fyrir. Uppfært 12:30: Fréttin hefur verið uppfærð með niðurstöðum atkvæðagreiðslna.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vísa fullyrðingum BSRB um misrétti á bug Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) vísar fullyrðingum BSRB um misrétti í launum milli starfsfólks sem heyra undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hins vegar á bug. 26. apríl 2023 15:52 Greiða atkvæði um verkföll í leik- og grunnskólum Í dag hefst atkvæðagreiðsla ellefu aðildarfélaga BSRB um verkfallsaðgerðir vegna kjaradeilu þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Atkvæðagreiðslunni lýkur á laugardag og verða niðurstöður kynntar þá eftir hádegi. 26. apríl 2023 10:31 Aðildarfélög BSRB undirrita kjarasamninga Aðildarfélög BSRB hafa náð samkomulagi um launahækkanir og kjarabætur fyrir starfsfólk í almannaþjónustu við ríki og Reykjavíkurborg. Um skammtímasamninga er að ræða sem gilda í tólf mánuði frá 1. apríl 2023. 30. mars 2023 12:53 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Vísa fullyrðingum BSRB um misrétti á bug Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) vísar fullyrðingum BSRB um misrétti í launum milli starfsfólks sem heyra undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hins vegar á bug. 26. apríl 2023 15:52
Greiða atkvæði um verkföll í leik- og grunnskólum Í dag hefst atkvæðagreiðsla ellefu aðildarfélaga BSRB um verkfallsaðgerðir vegna kjaradeilu þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Atkvæðagreiðslunni lýkur á laugardag og verða niðurstöður kynntar þá eftir hádegi. 26. apríl 2023 10:31
Aðildarfélög BSRB undirrita kjarasamninga Aðildarfélög BSRB hafa náð samkomulagi um launahækkanir og kjarabætur fyrir starfsfólk í almannaþjónustu við ríki og Reykjavíkurborg. Um skammtímasamninga er að ræða sem gilda í tólf mánuði frá 1. apríl 2023. 30. mars 2023 12:53