Mikill áhugi hjá sunnlenskum bændum um aukna kornrækt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. apríl 2023 21:04 Helgi Eyleifur Þorvaldsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, sem var með mjög flott og fróðlegt erindi á fundinum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill áhugi er á meðan sunnlenskra bænda um að stórefla kornrækt á svæðinu og stofna sameiginlega kornsamlag og kornvinnslu. Um 70 bændur mættu á fundi í vikunni í félagsheimilinu í Þingborg í Flóahreppi, sem Búnaðarsamband Suðurlands boðaði til en undirbúningsvinna um stofnun kornsamlags á Suðurlandi hefur verið í höndum Orkideu, sem er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi. Frummælandi fundarins kom frá Landbúnaðarháskóla Íslands en hann er meðal höfunda af nýrri skýrslu, “Bleikir akrar”, sem er aðgerðaráætlun um aukna kornrækt á Íslandi. „Það er ekki nóg að stofna bara samlag. Við þurfum öflugri kynbætur á plöntum, við þurfum öfluga skjólbeltavæðingu, við þurfum betri búskaparhætti, tryggingakerfi og margt fleira. Þannig að þetta er alveg stórt verkefni en mjög spennandi,” segir Helgi Eyleifur Þorvaldsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Fram kom hjá Helga að kornrækt var mest á Íslandi 2010 en þá voru um 16 þúsund tonn framleidd en nú eru þau ekki nema um tíu þúsund. Það þykir því mikil ástæða til að spýta í lófana og rækta miklu meira korn í ljósi ástandsins í heiminum. Björgvin Þór Harðarson, bóndi í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi er mjög öflugur kornbóndi enda náð góðum árangri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgvin Þór Harðarson, bóndi í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi er mjög öflugur kornbóndi. Hann er ánægður með áhuga bænda á stofnun kornsamlags og kornvinnslu. „Menn sjá náttúrulega bara fyrir sér að það er nóg af landi hérna og kjarnfóðurverð er gríðarlega hátt og það virðist ekkert vera fara að lækka þannig að það eru þá klárlega tækifæri hérna til innlendrar fóðurframleiðslu,” segir Björgvin og bætir við. „Þetta snýst aðallega um geymslu og þurrkun á korni en það er skref, sem er ekki að fara að gerast á morgun, það þarf að undirbúa ræktunina líka og það þarf að vera eitthvað korn, sem kemur í þessa verksmiðju þegar hún verður. Þetta verður fyrsta alvöru kornþurrkunar og geymslan á Íslandi.” Í lok fundarins voru áhugasamir bændur beðnir að skrifa undir viljayfirlýsingu um að þeir vilji vera með í stofnun kornsamlags og kornvinnslu á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Undirbúningsnefnd var kosin á fundinum, sem hefur það hlutverk að halda málinu áfram en hana skipa frá frá vinstri, Örn Karlsson, Sandhóli, Haraldur Ívar Guðmundsson, Reykhóli, og stjórnarmaður í Búnaðarsambandi Suðurlands, Ólafur Eggertsson, Þorvaldseyri og Björgvin Þór Harðarson, Laxárdal. Nefndin tók strax til starfa og kaus Björgvin sem formann nefndarinnar. Með nefndinni starfar Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skýrslan Bleikir akrar Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Um 70 bændur mættu á fundi í vikunni í félagsheimilinu í Þingborg í Flóahreppi, sem Búnaðarsamband Suðurlands boðaði til en undirbúningsvinna um stofnun kornsamlags á Suðurlandi hefur verið í höndum Orkideu, sem er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi. Frummælandi fundarins kom frá Landbúnaðarháskóla Íslands en hann er meðal höfunda af nýrri skýrslu, “Bleikir akrar”, sem er aðgerðaráætlun um aukna kornrækt á Íslandi. „Það er ekki nóg að stofna bara samlag. Við þurfum öflugri kynbætur á plöntum, við þurfum öfluga skjólbeltavæðingu, við þurfum betri búskaparhætti, tryggingakerfi og margt fleira. Þannig að þetta er alveg stórt verkefni en mjög spennandi,” segir Helgi Eyleifur Þorvaldsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Fram kom hjá Helga að kornrækt var mest á Íslandi 2010 en þá voru um 16 þúsund tonn framleidd en nú eru þau ekki nema um tíu þúsund. Það þykir því mikil ástæða til að spýta í lófana og rækta miklu meira korn í ljósi ástandsins í heiminum. Björgvin Þór Harðarson, bóndi í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi er mjög öflugur kornbóndi enda náð góðum árangri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgvin Þór Harðarson, bóndi í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi er mjög öflugur kornbóndi. Hann er ánægður með áhuga bænda á stofnun kornsamlags og kornvinnslu. „Menn sjá náttúrulega bara fyrir sér að það er nóg af landi hérna og kjarnfóðurverð er gríðarlega hátt og það virðist ekkert vera fara að lækka þannig að það eru þá klárlega tækifæri hérna til innlendrar fóðurframleiðslu,” segir Björgvin og bætir við. „Þetta snýst aðallega um geymslu og þurrkun á korni en það er skref, sem er ekki að fara að gerast á morgun, það þarf að undirbúa ræktunina líka og það þarf að vera eitthvað korn, sem kemur í þessa verksmiðju þegar hún verður. Þetta verður fyrsta alvöru kornþurrkunar og geymslan á Íslandi.” Í lok fundarins voru áhugasamir bændur beðnir að skrifa undir viljayfirlýsingu um að þeir vilji vera með í stofnun kornsamlags og kornvinnslu á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Undirbúningsnefnd var kosin á fundinum, sem hefur það hlutverk að halda málinu áfram en hana skipa frá frá vinstri, Örn Karlsson, Sandhóli, Haraldur Ívar Guðmundsson, Reykhóli, og stjórnarmaður í Búnaðarsambandi Suðurlands, Ólafur Eggertsson, Þorvaldseyri og Björgvin Þór Harðarson, Laxárdal. Nefndin tók strax til starfa og kaus Björgvin sem formann nefndarinnar. Með nefndinni starfar Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skýrslan Bleikir akrar
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira