Mikill áhugi hjá sunnlenskum bændum um aukna kornrækt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. apríl 2023 21:04 Helgi Eyleifur Þorvaldsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, sem var með mjög flott og fróðlegt erindi á fundinum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill áhugi er á meðan sunnlenskra bænda um að stórefla kornrækt á svæðinu og stofna sameiginlega kornsamlag og kornvinnslu. Um 70 bændur mættu á fundi í vikunni í félagsheimilinu í Þingborg í Flóahreppi, sem Búnaðarsamband Suðurlands boðaði til en undirbúningsvinna um stofnun kornsamlags á Suðurlandi hefur verið í höndum Orkideu, sem er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi. Frummælandi fundarins kom frá Landbúnaðarháskóla Íslands en hann er meðal höfunda af nýrri skýrslu, “Bleikir akrar”, sem er aðgerðaráætlun um aukna kornrækt á Íslandi. „Það er ekki nóg að stofna bara samlag. Við þurfum öflugri kynbætur á plöntum, við þurfum öfluga skjólbeltavæðingu, við þurfum betri búskaparhætti, tryggingakerfi og margt fleira. Þannig að þetta er alveg stórt verkefni en mjög spennandi,” segir Helgi Eyleifur Þorvaldsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Fram kom hjá Helga að kornrækt var mest á Íslandi 2010 en þá voru um 16 þúsund tonn framleidd en nú eru þau ekki nema um tíu þúsund. Það þykir því mikil ástæða til að spýta í lófana og rækta miklu meira korn í ljósi ástandsins í heiminum. Björgvin Þór Harðarson, bóndi í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi er mjög öflugur kornbóndi enda náð góðum árangri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgvin Þór Harðarson, bóndi í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi er mjög öflugur kornbóndi. Hann er ánægður með áhuga bænda á stofnun kornsamlags og kornvinnslu. „Menn sjá náttúrulega bara fyrir sér að það er nóg af landi hérna og kjarnfóðurverð er gríðarlega hátt og það virðist ekkert vera fara að lækka þannig að það eru þá klárlega tækifæri hérna til innlendrar fóðurframleiðslu,” segir Björgvin og bætir við. „Þetta snýst aðallega um geymslu og þurrkun á korni en það er skref, sem er ekki að fara að gerast á morgun, það þarf að undirbúa ræktunina líka og það þarf að vera eitthvað korn, sem kemur í þessa verksmiðju þegar hún verður. Þetta verður fyrsta alvöru kornþurrkunar og geymslan á Íslandi.” Í lok fundarins voru áhugasamir bændur beðnir að skrifa undir viljayfirlýsingu um að þeir vilji vera með í stofnun kornsamlags og kornvinnslu á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Undirbúningsnefnd var kosin á fundinum, sem hefur það hlutverk að halda málinu áfram en hana skipa frá frá vinstri, Örn Karlsson, Sandhóli, Haraldur Ívar Guðmundsson, Reykhóli, og stjórnarmaður í Búnaðarsambandi Suðurlands, Ólafur Eggertsson, Þorvaldseyri og Björgvin Þór Harðarson, Laxárdal. Nefndin tók strax til starfa og kaus Björgvin sem formann nefndarinnar. Með nefndinni starfar Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skýrslan Bleikir akrar Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Um 70 bændur mættu á fundi í vikunni í félagsheimilinu í Þingborg í Flóahreppi, sem Búnaðarsamband Suðurlands boðaði til en undirbúningsvinna um stofnun kornsamlags á Suðurlandi hefur verið í höndum Orkideu, sem er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi. Frummælandi fundarins kom frá Landbúnaðarháskóla Íslands en hann er meðal höfunda af nýrri skýrslu, “Bleikir akrar”, sem er aðgerðaráætlun um aukna kornrækt á Íslandi. „Það er ekki nóg að stofna bara samlag. Við þurfum öflugri kynbætur á plöntum, við þurfum öfluga skjólbeltavæðingu, við þurfum betri búskaparhætti, tryggingakerfi og margt fleira. Þannig að þetta er alveg stórt verkefni en mjög spennandi,” segir Helgi Eyleifur Þorvaldsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Fram kom hjá Helga að kornrækt var mest á Íslandi 2010 en þá voru um 16 þúsund tonn framleidd en nú eru þau ekki nema um tíu þúsund. Það þykir því mikil ástæða til að spýta í lófana og rækta miklu meira korn í ljósi ástandsins í heiminum. Björgvin Þór Harðarson, bóndi í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi er mjög öflugur kornbóndi enda náð góðum árangri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgvin Þór Harðarson, bóndi í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi er mjög öflugur kornbóndi. Hann er ánægður með áhuga bænda á stofnun kornsamlags og kornvinnslu. „Menn sjá náttúrulega bara fyrir sér að það er nóg af landi hérna og kjarnfóðurverð er gríðarlega hátt og það virðist ekkert vera fara að lækka þannig að það eru þá klárlega tækifæri hérna til innlendrar fóðurframleiðslu,” segir Björgvin og bætir við. „Þetta snýst aðallega um geymslu og þurrkun á korni en það er skref, sem er ekki að fara að gerast á morgun, það þarf að undirbúa ræktunina líka og það þarf að vera eitthvað korn, sem kemur í þessa verksmiðju þegar hún verður. Þetta verður fyrsta alvöru kornþurrkunar og geymslan á Íslandi.” Í lok fundarins voru áhugasamir bændur beðnir að skrifa undir viljayfirlýsingu um að þeir vilji vera með í stofnun kornsamlags og kornvinnslu á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Undirbúningsnefnd var kosin á fundinum, sem hefur það hlutverk að halda málinu áfram en hana skipa frá frá vinstri, Örn Karlsson, Sandhóli, Haraldur Ívar Guðmundsson, Reykhóli, og stjórnarmaður í Búnaðarsambandi Suðurlands, Ólafur Eggertsson, Þorvaldseyri og Björgvin Þór Harðarson, Laxárdal. Nefndin tók strax til starfa og kaus Björgvin sem formann nefndarinnar. Með nefndinni starfar Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skýrslan Bleikir akrar
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira