KR ákvað að leita til nágranna sína í Gróttu og heimaleikur KR-liðsins á móti Gróttu mun því fara fram á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi klukkan 19.15 annað kvöld.
Þetta er fyrsti heimaleikur KR-inga í sumar því þeir hafa spilað fyrstu fjóra heimaleiki sína í deildinni á útivelli, á Akureyri, í Keflavík í Víkinni og í Hafnarfirði.
KR hefur náð í fjögur stig út úr fyrstu fjórum leikjum sínu en liðið hefur farið stigalaust út úr tveimur síðustu leikjum.
Allir sex leikir fimmtu umferðar fara því fram á gervigrasi en einu grasleikir tímabilsins hafa farið fram í Vestmannaeyjum og á Miðvellinum í Hafnarfirði.