Vonast til þess að afgerandi niðurstaða hafi áhrif Bjarki Sigurðsson skrifar 2. maí 2023 10:55 Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. vísir/arnar Formaður BSRB segist ekkert sérstaklega bjartsýn fyrir fund bandalagsins með Sambandi íslenskra sveitarfélaga í dag. Hún segir það ekki vera rétt að bandalagið hafi áður hafnað þeim samningi sem þau krefjast nú. Í dag funduðu samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga í fyrsta sinn síðan félagsmenn BSRB í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum í fjórum bæjarfélögum samþykktu að ráðast í verkfallsaðgerðir um miðjan maímánuð. Tvær vikur eru síðan síðasti fundur var haldinn. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagði fyrir fundinn að hún væri ekkert sérstaklega bjartsýn og ætti ekki von á miklu á fundinum í dag. „Ég auðvitað vonast til þess að þessi afgerandi niðurstaða í atkvæðagreiðslu um aðgerðir hjá okkar félögum hafi áhrif en við verðum bara að sjá til,“ segir Sonja. Meginkrafa BSRB er að sveitarfélögin leiðrétti það sem þau kalla misrétti í launum þeirra félagsmanna. Starfsmenn í sömu störfum hjá öðrum sveitarfélögum séu með betri kjör. „Síðan erum við að horfa til þess að það þurfi að auka í fræðslu- og styrktarsjóði hjá okkar félögum. Svo eru okkar félagar að bera sig saman við félagsfólk í sambærilegum störfum hjá Reykjavíkurborg. Þau eru á hærri launum, til dæmis hjá leikskólum og í málefnum fatlaðs fólks. Þannig það þarf að leiðrétta það líka,“ segir Sonja. Samband Íslenskra sveitarfélaga hefur vísað fullyrðingum BSRB um misrétti ítrekað á bug og segja bandalagið hafa hafnað þeim samningi sem þau krefjast nú. Sonja segir að svo sé ekki. „Þau eru að vísa til þess að í síðustu kjarasamningsviðræðum hafi þau boðið þetta, en það er ágreiningur um það. Við erum ekki sammála því. Það var sannarlega rætt um mismunandi gildistíma en ekki að það kæmi til launahækkunar í janúar,“ segir Sonja. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Slá ekki af kröfum sínum þegar þeim er mætt af óbilgirni Félagar BSRB sem starfa í leikskólum, grunnskólum og frístundarheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru á leið í verkfall en félagsmenn samþykktu það í dag. Formaður félagsins segir ljóst að verkföll myndu hafa talsverð áhrif en deilan við Samband íslenskra sveitarfélaga sé í hnút. Sambandið komist ekki fram hjá lagalegri skyldu sinni. 29. apríl 2023 12:00 Gefa hvorugt eftir í deilunni og verkföll yfirvofandi Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, í kjölfar deilna stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma en formaður BSRB segir að leiðrétta þurfi misréttið. 29. apríl 2023 21:00 Vísa fullyrðingum BSRB um misrétti á bug Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) vísar fullyrðingum BSRB um misrétti í launum milli starfsfólks sem heyra undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hins vegar á bug. 26. apríl 2023 15:52 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira
Í dag funduðu samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga í fyrsta sinn síðan félagsmenn BSRB í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum í fjórum bæjarfélögum samþykktu að ráðast í verkfallsaðgerðir um miðjan maímánuð. Tvær vikur eru síðan síðasti fundur var haldinn. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagði fyrir fundinn að hún væri ekkert sérstaklega bjartsýn og ætti ekki von á miklu á fundinum í dag. „Ég auðvitað vonast til þess að þessi afgerandi niðurstaða í atkvæðagreiðslu um aðgerðir hjá okkar félögum hafi áhrif en við verðum bara að sjá til,“ segir Sonja. Meginkrafa BSRB er að sveitarfélögin leiðrétti það sem þau kalla misrétti í launum þeirra félagsmanna. Starfsmenn í sömu störfum hjá öðrum sveitarfélögum séu með betri kjör. „Síðan erum við að horfa til þess að það þurfi að auka í fræðslu- og styrktarsjóði hjá okkar félögum. Svo eru okkar félagar að bera sig saman við félagsfólk í sambærilegum störfum hjá Reykjavíkurborg. Þau eru á hærri launum, til dæmis hjá leikskólum og í málefnum fatlaðs fólks. Þannig það þarf að leiðrétta það líka,“ segir Sonja. Samband Íslenskra sveitarfélaga hefur vísað fullyrðingum BSRB um misrétti ítrekað á bug og segja bandalagið hafa hafnað þeim samningi sem þau krefjast nú. Sonja segir að svo sé ekki. „Þau eru að vísa til þess að í síðustu kjarasamningsviðræðum hafi þau boðið þetta, en það er ágreiningur um það. Við erum ekki sammála því. Það var sannarlega rætt um mismunandi gildistíma en ekki að það kæmi til launahækkunar í janúar,“ segir Sonja.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Slá ekki af kröfum sínum þegar þeim er mætt af óbilgirni Félagar BSRB sem starfa í leikskólum, grunnskólum og frístundarheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru á leið í verkfall en félagsmenn samþykktu það í dag. Formaður félagsins segir ljóst að verkföll myndu hafa talsverð áhrif en deilan við Samband íslenskra sveitarfélaga sé í hnút. Sambandið komist ekki fram hjá lagalegri skyldu sinni. 29. apríl 2023 12:00 Gefa hvorugt eftir í deilunni og verkföll yfirvofandi Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, í kjölfar deilna stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma en formaður BSRB segir að leiðrétta þurfi misréttið. 29. apríl 2023 21:00 Vísa fullyrðingum BSRB um misrétti á bug Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) vísar fullyrðingum BSRB um misrétti í launum milli starfsfólks sem heyra undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hins vegar á bug. 26. apríl 2023 15:52 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira
Slá ekki af kröfum sínum þegar þeim er mætt af óbilgirni Félagar BSRB sem starfa í leikskólum, grunnskólum og frístundarheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru á leið í verkfall en félagsmenn samþykktu það í dag. Formaður félagsins segir ljóst að verkföll myndu hafa talsverð áhrif en deilan við Samband íslenskra sveitarfélaga sé í hnút. Sambandið komist ekki fram hjá lagalegri skyldu sinni. 29. apríl 2023 12:00
Gefa hvorugt eftir í deilunni og verkföll yfirvofandi Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, í kjölfar deilna stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma en formaður BSRB segir að leiðrétta þurfi misréttið. 29. apríl 2023 21:00
Vísa fullyrðingum BSRB um misrétti á bug Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) vísar fullyrðingum BSRB um misrétti í launum milli starfsfólks sem heyra undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hins vegar á bug. 26. apríl 2023 15:52