„Fullkominn skortur af samningsvilja af hálfu sambandsins“ Máni Snær Þorláksson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 2. maí 2023 15:07 ASÍ, BSRB, BHM og ÖBÍ, boða til blaðamannafundar í húsakynnum Öryrkjabandalagsins í dag, kl 13:30. Vísir/Vilhelm Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk án niðurstöðu klukkan ellefu í morgun. Formaður BSRB segist ekki hafa fundið fyrir því að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi viljað semja. „Það er auðvitað vonbrigði að finna fyrir því að það sé fullkominn skortur af samningsvilja af hálfu sambandsins í ljósi þess að það er mjög afgerandi niðurstaða hjá okkar félagsfólki um atkvæðagreiðslu um verkföll,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í samtali við fréttstofu. Sonja segir að það þurfi fyrst og fremst samningsvilja. Hún segir sambandið hafi lagt talsvert í það að lýsa stöðunni sem flókinni, það sé hins vegar ekki svoleiðis að hennar mati. „Hún er það ekki neitt,“ segir hún. „Það er einfaldlega þannig að félagsfólki BSRB hefur verið mismunað í launum og það er brot á lögum og það þarf í fyrsta lagi að bregðast við því. Síðan er það í öðru lagi þegar við lögðum af stað í þessar kjarasamningsviðræður þá vorum við búin að slá af okkar kröfum þetta áttu að vera einfaldir samningar til skamms tíma en í ljósi þess að það sé komið út í aðgerðir þá er ekki nokkur félagsmaður að fara slá af sínum kröfum.“ Yfirlýsingin endurspegli þekkingarskort Samband íslenskra sveitarfélaga sendi á dögunum frá sér yfirlýsingu þar sem forysta BSRB var sögð ekki vilja axla ábyrgð á eigin kjarasamningum. „Forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB ber alfarið ábyrgð á því að félagsmenn þeirra fengu ekki launahækkanir um síðustu áramót líkt og forysta Starfsgreinasambands Íslands (SGS) samdi um árið 2020,“ segir í upphafi yfirlýsingarinnar. „Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram tilboð sem tryggir félagsmönnum bæjarstarfsmannafélaga BSRB hærri hlutfallshækkanir launa en forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB hefur samið um við aðra opinbera vinnuveitendur.“ Sonja segir yfirlýsinguna endurspegla skort á þekkingu á jafnréttislögum: „Þau eru auðvitað mjög skýr að það megi ekki mismuna fólki í launum og það er eiginlega ótrúlegt að við séum í þeirri stöðu að við þurfum að útskýra það að atvinnurekendur beri þá skyldu að greiða sömu laun fyrir sömu störf. Það er árið 2023 ekki 1950.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Köttur drapst úr fuglaflensu örskömmu eftir komuna á nýtt heimili Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
„Það er auðvitað vonbrigði að finna fyrir því að það sé fullkominn skortur af samningsvilja af hálfu sambandsins í ljósi þess að það er mjög afgerandi niðurstaða hjá okkar félagsfólki um atkvæðagreiðslu um verkföll,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í samtali við fréttstofu. Sonja segir að það þurfi fyrst og fremst samningsvilja. Hún segir sambandið hafi lagt talsvert í það að lýsa stöðunni sem flókinni, það sé hins vegar ekki svoleiðis að hennar mati. „Hún er það ekki neitt,“ segir hún. „Það er einfaldlega þannig að félagsfólki BSRB hefur verið mismunað í launum og það er brot á lögum og það þarf í fyrsta lagi að bregðast við því. Síðan er það í öðru lagi þegar við lögðum af stað í þessar kjarasamningsviðræður þá vorum við búin að slá af okkar kröfum þetta áttu að vera einfaldir samningar til skamms tíma en í ljósi þess að það sé komið út í aðgerðir þá er ekki nokkur félagsmaður að fara slá af sínum kröfum.“ Yfirlýsingin endurspegli þekkingarskort Samband íslenskra sveitarfélaga sendi á dögunum frá sér yfirlýsingu þar sem forysta BSRB var sögð ekki vilja axla ábyrgð á eigin kjarasamningum. „Forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB ber alfarið ábyrgð á því að félagsmenn þeirra fengu ekki launahækkanir um síðustu áramót líkt og forysta Starfsgreinasambands Íslands (SGS) samdi um árið 2020,“ segir í upphafi yfirlýsingarinnar. „Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram tilboð sem tryggir félagsmönnum bæjarstarfsmannafélaga BSRB hærri hlutfallshækkanir launa en forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB hefur samið um við aðra opinbera vinnuveitendur.“ Sonja segir yfirlýsinguna endurspegla skort á þekkingu á jafnréttislögum: „Þau eru auðvitað mjög skýr að það megi ekki mismuna fólki í launum og það er eiginlega ótrúlegt að við séum í þeirri stöðu að við þurfum að útskýra það að atvinnurekendur beri þá skyldu að greiða sömu laun fyrir sömu störf. Það er árið 2023 ekki 1950.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Köttur drapst úr fuglaflensu örskömmu eftir komuna á nýtt heimili Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira