Tímabært að dusta rykið af þyrluumræðunni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. maí 2023 18:29 Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir ekkert til fyrirstöðu að ferðaþjónustufyrirtæki semji við viðbragðsaðila. Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir tímabært að dusta rykið af umræðu um sjúkraþyrlur. Alltaf sé til bóta þegar fólki er komið fyrr undir hendur heilbrigðisstarfsfólks þegar neyðartilvik koma upp. Pétur var gestur hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefnið er umræða um neyðarviðbragð eftir að tónlistarmaðurinn Hjörtur Howser varð bráðkvaddur við Gullfoss þann 24. apríl. Klukkutími leið frá því að hringt var í Neyðarlínuna þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Pétur segir að dusta ætti rykið af umræðunni um sjúkraþyrlur, léttar og sérútbúnar þyrlur sem virka sem sjúkrabílar í loftinu. Einnig að brýnt sé að starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækja hafi skyndihjálparmenntun og kunni á hjartastuðtæki. „Margir hafa sett upp hjá sér hjartastuðtæki og skyndihjálpartæki en það þarf ákveðna kunnáttu á það,“ segir Pétur. Rauði krossinn og Landsbjörg séu einnig sífellt að benda fólki á að læra skyndihjálp til að kunna að bregðast við ef einhverja vá ber að höndum. Þá sé ekkert því til fyrirstöðu að ferðaþjónustufyrirtæki geri samninga við viðbragðsaðila og greiði fyrir það sjálfir. „Þetta snýst yfirleitt um peninga og vilja og strandar mjög oft á því,“ segir Pétur. Lengra í hjálp í dreifbýli Pétur segir það skipta borgaranna mjög miklu máli að neyðarviðbragðið sé snögg. Sjúkraflutningar og lögggæsla sé á ábyrgð ríkisins en slökkvilið á ábyrgð sveitarfélaganna. „Ef þú ert kominn út fyrir þéttbýliskjarna þá er lengra í hjálp,“ segir Pétur um stöðuna hér á landi. „Við getum öll verið sammála um að það mætti auka viðbragð á fjölmennum ferðamannastöðum eins og Gullfossi og Geysi.“ Nýtist það bæði erlendum ferðamönnum sem og Íslendingum. Slökkvilið Slysavarnir Reykjavík síðdegis Sjúkraflutningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Pétur var gestur hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefnið er umræða um neyðarviðbragð eftir að tónlistarmaðurinn Hjörtur Howser varð bráðkvaddur við Gullfoss þann 24. apríl. Klukkutími leið frá því að hringt var í Neyðarlínuna þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Pétur segir að dusta ætti rykið af umræðunni um sjúkraþyrlur, léttar og sérútbúnar þyrlur sem virka sem sjúkrabílar í loftinu. Einnig að brýnt sé að starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækja hafi skyndihjálparmenntun og kunni á hjartastuðtæki. „Margir hafa sett upp hjá sér hjartastuðtæki og skyndihjálpartæki en það þarf ákveðna kunnáttu á það,“ segir Pétur. Rauði krossinn og Landsbjörg séu einnig sífellt að benda fólki á að læra skyndihjálp til að kunna að bregðast við ef einhverja vá ber að höndum. Þá sé ekkert því til fyrirstöðu að ferðaþjónustufyrirtæki geri samninga við viðbragðsaðila og greiði fyrir það sjálfir. „Þetta snýst yfirleitt um peninga og vilja og strandar mjög oft á því,“ segir Pétur. Lengra í hjálp í dreifbýli Pétur segir það skipta borgaranna mjög miklu máli að neyðarviðbragðið sé snögg. Sjúkraflutningar og lögggæsla sé á ábyrgð ríkisins en slökkvilið á ábyrgð sveitarfélaganna. „Ef þú ert kominn út fyrir þéttbýliskjarna þá er lengra í hjálp,“ segir Pétur um stöðuna hér á landi. „Við getum öll verið sammála um að það mætti auka viðbragð á fjölmennum ferðamannastöðum eins og Gullfossi og Geysi.“ Nýtist það bæði erlendum ferðamönnum sem og Íslendingum.
Slökkvilið Slysavarnir Reykjavík síðdegis Sjúkraflutningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00