Leituðu tveggja stúlkna en fundu sjö lík Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2023 22:38 Justin og Haydon Webster, faðir og bróðir Ivy Webster, fyrir utan húsið þar sem hún og sex aðrir fundust látnir í gærkvöldi. AP/Nathan J. Fish Lögregluþjónar í Oklahoma í Bandaríkjunum fundu sjö lík er þeir voru að leita tveggja táningsstúlkna sem talið er að séu meðal hinna látnu. Leitin að stúlkunum, Ivy Webster (14) og Brittany Brewer (16) hófst í gærmorgun en þær höfðu síðast sést í Henryetta í Oklahoma með Jesse L. McFadden, dæmdum kynferðisbrotamanni. McFadden er meðal hinna látnu, samkvæmt AP fréttaveitunni og stúlkurnar eru það einnig. Fréttaveitan hefur eftir Janette Mayo, móður Holly Guess, eiginkonu McFadden, að hún sé einnig látin og barnabörn hennar, þau Rylee Elizabeth Allen (17), Michael James Mayo (15) og Tiffany Dore Guess (13). Mayo hefur eftir lögreglunni að þau hafi öll verið skotin til bana. Hún sagði einnig að týndu táningarnir hefðu verið vinir Tiffany Dore Guess og hefðu ætlað að verja helginni með fjölskyldunni. Mynd af Ivy Webster og Tiffany Guess.AP/Nathan J. Fish Átti að vera í dómsal Mayo segir McFadden hafa svo gott sem haldið dóttur hennar og barnabörnum föngum á jarðareign þeirra nærri Henryetta. „Hann laug að dóttur minni og sannfærði hana um að þetta væru bara mistök,“ sagði hún um það að fjölskyldan komst nýverið að því að McFadden væri dæmdur kynferðisbrotamaður. „Hann var hlédrægur. Hann var mjög kuldalegur, mjög þögull en hann hélt dóttur minni og börnunum svo gott sem læstum inni. Hann þurfti alltaf að vita hvar þau voru.“ Skilti sem notað var til að lýsa eftir Ivy Webster, Brittany Brewer og Jesse L. McFadden.AP/Umferðarlögreglan í Oklahoma McFadden var dæmdur fyrir nauðgun árið 2003 en var sleppt úr fangelsi í október 2020. Þá sýna dómsskjöl að hann átti að mæta í dómsal í gær þar sem réttarhöld gegn honum fyrir vörslu barnakláms og tilraun til að brjóta á barni átti að hefjast. Alls hafa 97 verið myrtir í nítján fjöldamorðum í Bandaríkjunum á þessu ári. Samkvæmt AP hafa fjöldamorð þar sem minnst fjórir eru myrtir aldrei verið tíðari. Árið 2009 voru 93 myrtir í sautján fjöldamorðum á fyrstu fjórum mánuðum þess árs. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
McFadden er meðal hinna látnu, samkvæmt AP fréttaveitunni og stúlkurnar eru það einnig. Fréttaveitan hefur eftir Janette Mayo, móður Holly Guess, eiginkonu McFadden, að hún sé einnig látin og barnabörn hennar, þau Rylee Elizabeth Allen (17), Michael James Mayo (15) og Tiffany Dore Guess (13). Mayo hefur eftir lögreglunni að þau hafi öll verið skotin til bana. Hún sagði einnig að týndu táningarnir hefðu verið vinir Tiffany Dore Guess og hefðu ætlað að verja helginni með fjölskyldunni. Mynd af Ivy Webster og Tiffany Guess.AP/Nathan J. Fish Átti að vera í dómsal Mayo segir McFadden hafa svo gott sem haldið dóttur hennar og barnabörnum föngum á jarðareign þeirra nærri Henryetta. „Hann laug að dóttur minni og sannfærði hana um að þetta væru bara mistök,“ sagði hún um það að fjölskyldan komst nýverið að því að McFadden væri dæmdur kynferðisbrotamaður. „Hann var hlédrægur. Hann var mjög kuldalegur, mjög þögull en hann hélt dóttur minni og börnunum svo gott sem læstum inni. Hann þurfti alltaf að vita hvar þau voru.“ Skilti sem notað var til að lýsa eftir Ivy Webster, Brittany Brewer og Jesse L. McFadden.AP/Umferðarlögreglan í Oklahoma McFadden var dæmdur fyrir nauðgun árið 2003 en var sleppt úr fangelsi í október 2020. Þá sýna dómsskjöl að hann átti að mæta í dómsal í gær þar sem réttarhöld gegn honum fyrir vörslu barnakláms og tilraun til að brjóta á barni átti að hefjast. Alls hafa 97 verið myrtir í nítján fjöldamorðum í Bandaríkjunum á þessu ári. Samkvæmt AP hafa fjöldamorð þar sem minnst fjórir eru myrtir aldrei verið tíðari. Árið 2009 voru 93 myrtir í sautján fjöldamorðum á fyrstu fjórum mánuðum þess árs.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira