0,0 Inga Sæland skrifar 3. maí 2023 09:30 Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024-2028 segir fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, að felist skýr markmið. Meðal annars sé eitt markmiðanna að styðja við Seðlabankann í því verkefni að tempra verðbólgu. Þvílíkt froðusnakk! Það fer ekki fram hjá neinum að þetta er innantómt blaður. Við getum kinnroðalaust skrifað ófremdarástand okurvaxta og himinhárrar verðbólgu beinustu leið á stjórnvöld. Stjórnvöld sem hafa troðið fingrunum í eyrun og sett leppa fyrir bæði augun, svo einbeitt eru þau í að hunsa hjálparköllin sem berast frá Svörtuloftum, um aðstoð í baráttunni við verðbólgudrauginn. Stjórnvöld eru harðákveðin í því að vaxtahækkunarsveðjunni verði áfram höggvið af fullum þunga þar sem þegar hafa verið opnuð svöðusár. Í löndunum í kringum okkur sjáum við hvernig þjóðirnar takast með mismunandi hætti á við verðbólguna. Á Spáni sem dæmi lækkaði verðbólgan um heil tvö prósentustig á milli mánaðanna febrúar og mars. Hvernig fóru Spánverjar að því? Spænsk stjórnvöld lækkuðu álögur á bensín. Á sama tíma ákvað ríkisstjórn Íslands að hækka hvern einasta bensínlítra um níu krónur. Spænsk stjórnvöld drógu úr öllum álögum hvaða nöfnum sem þær kunna að nefnast á meðan íslensk stjórnvöld réðust af afli á samfélagið með krónutöluhækkunum. Skattahækkanirnar skiluðu sér svo beina leið út í verðlagið sem vítamínbætt fóður fyrir verðbólguna. Hvarflaði að þeim að sækja þessar krónur í stórútgerðina sem græðir sem aldrei fyrr? Eða í bankana sem mergsjúga samfélagið með okurvöxtum og verðtryggingu? Nei, að sjálfsögðu hvarflar ekki að þeim að sækja fjármagn þar sem nóg er af því fyrir og allar hirslur eru yfirfullar af peningum milljarðamæringanna sem þessi ríkisstjórn verndar með kjafti og klóm undir forystu VG. Ef einhver hefur velkst í vafa um að þetta sé ríkisstjórn sérhagsmuna þá hlýtur sannleikurinn nú að blasa við. Ríkisstjórn sérhagsmunaaflanna stendur aðgerðalaus hjá og horfir á hvernig þjóðinni blæðir á meðan hún færir auðmagninu heilu peningahlössin á silfurfati. Enn og aftur skal fórna þeim efnaminni á altari græðginnar. Ríkisstjórnin talar um að verja framúrskarandi lífskjör og kaupmátt á meðan gjáin á milli þeirra ríku og fátæku heldur áfram að breikka og dýpka. Fátækt íslenskra barna hefur vaxið um heil 44% sl. sex ár. Öll útgjöld heimilanna hafa aukist stjarnfræðilega. Ríkisstjórnin reynir að telja fátæku fólki trú um að það hafi það gott og hér drjúpi smjör af hverju strái. Þvílík ósannindi, þvílík hræsni. Ef þetta er ekki vanhæf ríkisstjorn þá er hún ekki til. Ég gef bæði ríkisstjórninni og fjármálaáætlun hennar til næstu fjögurra ára 0,0. Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024-2028 segir fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, að felist skýr markmið. Meðal annars sé eitt markmiðanna að styðja við Seðlabankann í því verkefni að tempra verðbólgu. Þvílíkt froðusnakk! Það fer ekki fram hjá neinum að þetta er innantómt blaður. Við getum kinnroðalaust skrifað ófremdarástand okurvaxta og himinhárrar verðbólgu beinustu leið á stjórnvöld. Stjórnvöld sem hafa troðið fingrunum í eyrun og sett leppa fyrir bæði augun, svo einbeitt eru þau í að hunsa hjálparköllin sem berast frá Svörtuloftum, um aðstoð í baráttunni við verðbólgudrauginn. Stjórnvöld eru harðákveðin í því að vaxtahækkunarsveðjunni verði áfram höggvið af fullum þunga þar sem þegar hafa verið opnuð svöðusár. Í löndunum í kringum okkur sjáum við hvernig þjóðirnar takast með mismunandi hætti á við verðbólguna. Á Spáni sem dæmi lækkaði verðbólgan um heil tvö prósentustig á milli mánaðanna febrúar og mars. Hvernig fóru Spánverjar að því? Spænsk stjórnvöld lækkuðu álögur á bensín. Á sama tíma ákvað ríkisstjórn Íslands að hækka hvern einasta bensínlítra um níu krónur. Spænsk stjórnvöld drógu úr öllum álögum hvaða nöfnum sem þær kunna að nefnast á meðan íslensk stjórnvöld réðust af afli á samfélagið með krónutöluhækkunum. Skattahækkanirnar skiluðu sér svo beina leið út í verðlagið sem vítamínbætt fóður fyrir verðbólguna. Hvarflaði að þeim að sækja þessar krónur í stórútgerðina sem græðir sem aldrei fyrr? Eða í bankana sem mergsjúga samfélagið með okurvöxtum og verðtryggingu? Nei, að sjálfsögðu hvarflar ekki að þeim að sækja fjármagn þar sem nóg er af því fyrir og allar hirslur eru yfirfullar af peningum milljarðamæringanna sem þessi ríkisstjórn verndar með kjafti og klóm undir forystu VG. Ef einhver hefur velkst í vafa um að þetta sé ríkisstjórn sérhagsmuna þá hlýtur sannleikurinn nú að blasa við. Ríkisstjórn sérhagsmunaaflanna stendur aðgerðalaus hjá og horfir á hvernig þjóðinni blæðir á meðan hún færir auðmagninu heilu peningahlössin á silfurfati. Enn og aftur skal fórna þeim efnaminni á altari græðginnar. Ríkisstjórnin talar um að verja framúrskarandi lífskjör og kaupmátt á meðan gjáin á milli þeirra ríku og fátæku heldur áfram að breikka og dýpka. Fátækt íslenskra barna hefur vaxið um heil 44% sl. sex ár. Öll útgjöld heimilanna hafa aukist stjarnfræðilega. Ríkisstjórnin reynir að telja fátæku fólki trú um að það hafi það gott og hér drjúpi smjör af hverju strái. Þvílík ósannindi, þvílík hræsni. Ef þetta er ekki vanhæf ríkisstjorn þá er hún ekki til. Ég gef bæði ríkisstjórninni og fjármálaáætlun hennar til næstu fjögurra ára 0,0. Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar