Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 3-1 | Fyrsti sigur Framara í hús Hjörvar Ólafsson skrifar 3. maí 2023 19:56 Það var hart barist í Úlfarsárdalnum. Vísir/Hulda Margrét Fram lagði ÍBV að velli með þremur mörkum gegn einu þegar liðin áttust við í fimmtu umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Framvellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Sverrir Páll Hjaltested kom Eyjamönnum yfir eftir hálftíma leik en hann vann þá einvígi við Ólaf Íshólm Ólafsson, markvörð Frammara, og Halldór Jón Sigurður Þórðarson sá til þess að boltinn lak yfir línuna. Adam var hins vegar ekki lengi í paradís hjá Eyjamönnum þar sem Guðmundur Magnússon jafnaði metin úr vítaspyrnu skömmu síðar. Már Ægisson lék þá inná vítateig gestanna og Guðjón Ernir Hrafnkelsson felldi Má. Guðmundur skoraði af feykilegu öryggi framhjá Guy Smit sem lék sinn fyrsta deildarleik fyrir ÍBV í kvöld. Þetta er fjórða markið sem Guðmundur skorar fyrir Fram í deildinni í sumar. Frammarar fagna marki Guðmundar Magnússonar. Vísir/Hulda Margrét Eiður Aron Sigurbjörnsson varð svo fyrir því óláni að setja boltann í eigið net um miðbik seinni hálfleiks. Eiður Aron slæmdi þá fæti í boltann eftir aukaspyrnu Fred og þaðan fór boltinn í netið. Þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum innsiglaði svo Þórir Guðjónsson fyrsti sigur Frammara í deildinni í sumar. Þórir, sem hafði nýverið komið inná sem varamaður fékk þá sendingu frá öðrum varamanni, Tryggva Snæ Geirssyni og reynsluboltinn kláraði færið af stakri prýði. Halldóri Jóni Sigurði Þórðarsyni var síðan vísað af velli með rauðu spjaldi undir leiksins eftir stimpingar við Adam Örn Arnason. Fram hefur fimm stig eftir þennan sigur og situr í áttunda sæti deildarinnar. Eyjamenn, sem höfðu haft betur í síðustu tveimur deildarleikjum sínum fyrir þennan leik, eru svo einu sæti ofar með sex stig. Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður Fram, verður fyrir hnjaski. Vísir/Hulda Margrét Jón Þórir fagnar einu marka Fram í leiknum. Vísir/Hulda Margrét Jón Þórir: Hefðum getað skorað fleiri mörk „Það er kærkomið að landa fyrsta sigrinum og mér fannst hann fyllilega verðskuldaður. Við náðum að leysa pressuna þeirra vel og láta boltann ganga vel á milli okkar. Það var planið og ég er ánægður með að það hafi gengið upp," sagði Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, glaðbeittur. „Að mínu mati vorum við heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum og okkur óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn. Við hefðum hæglega getað bætt við fleiri mörkum og ég er afar sáttur við spilamennskuna í þessum leik," sagði Jón Þórir enn fremur. „Liðsframmistaðan var góð eins og hún hefur reyndar verið í allt sumar. Mig langar þó sérstaklega að nefna Orra Sigurjónsson sem var mjög flottur. Ég gæti þó nefnt fleiri og þetta var bara flott kvöld," sagði Frammarinn. Hermann: Hef enga skýringu á hversu flatir við vorum „Við komumst aldrei í neinn takt við þennan leik og við vorum bara rosalega flatir að þessu sinni. Kannski var það Herjólfur sem sat í mönnum, ég kann allavega enga aðra skýringu á hversu slakir við vorum á þessum tímapunkti," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV. „Við vorum búnir að vera flottir og á góðu skriði fram að þessum leik en það var allt annað uppi á teningnum að þessu sinni. Við gáfum ódýr mörk og vorum aldrei líklegir til þess að ná að sækja sigur eins og markmiðið var," sagði Eyjamaðurinn brúnaþungur. Hermann hafði fátt að segja um rauða spjaldið sem Halldór Jón Sigurður fékk: „Nei það var bara einhver hasar þarna og ég hef ekkert um það að segja. Það hafði engin úrslitaáhrif á þennan leik. Við vorum búnir að grafa okkar holu áður en kom að þessu atviki," sagði hann. Hermann Hreiðarsson var ekki sáttur við lærisveina sína. Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Fram? Frammarar náðu upp sinni spilamennsku í þessum leik og pressa Eyjamanna náði ekki að koma í veg fyrir að heimamenn lætu boltann ganga. Leikmenn Fram fundu svæði milli lína Eyjaliðsins nánast óhindrað trekk í trekk og sköpuðu þó nokkrar álitlegar sóknir með laglegu spili sín á milli. Hverjir sköruðu fram úr? Fred var mjög góður í þessum leik og Már Ægisson og Magnús Þórðarson náðu vel saman á vinstri vængnum. Hlynur Atli Magnússon og Orri Sigurjónsson áttu svo góðan leik í hjarta varnarinnar hjá Framliðinu. Hjá Eyjaliðinu átti Oliver Heiðarsson góðar rispur. Hvað gekk illa? Eyjamenn náðu ekki að setja Frammara undir þá pressu sem þeir ætluðu sér og sóknarleikur gestanna var fremur bitlaus. Þá létu Eyjamenn mótlætið fara með skapið í gönur og Halldóri Jóni Sigðurði var réttilega vísað af velli fyrir tilburði sína . Hvað gerist næst? Fram fær Stjörnuna í heimsókn í Úlfarsárdalinn á mánudaginn kemur á meðan Eyjamenn fá topplið deildarinnar, Víking, í heimsókn til Vestmannaeyja þann sama dag. Þórir Guðjónsson rak síðasta naglann í líkkistu Eyjamanna. Vísir/Hulda Margrét Fred fann sig einkar vel í flæðandi sóknarleik Frammara. Vísir/Hulda Margrét Besta deild karla ÍBV Fram
Fram lagði ÍBV að velli með þremur mörkum gegn einu þegar liðin áttust við í fimmtu umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Framvellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Sverrir Páll Hjaltested kom Eyjamönnum yfir eftir hálftíma leik en hann vann þá einvígi við Ólaf Íshólm Ólafsson, markvörð Frammara, og Halldór Jón Sigurður Þórðarson sá til þess að boltinn lak yfir línuna. Adam var hins vegar ekki lengi í paradís hjá Eyjamönnum þar sem Guðmundur Magnússon jafnaði metin úr vítaspyrnu skömmu síðar. Már Ægisson lék þá inná vítateig gestanna og Guðjón Ernir Hrafnkelsson felldi Má. Guðmundur skoraði af feykilegu öryggi framhjá Guy Smit sem lék sinn fyrsta deildarleik fyrir ÍBV í kvöld. Þetta er fjórða markið sem Guðmundur skorar fyrir Fram í deildinni í sumar. Frammarar fagna marki Guðmundar Magnússonar. Vísir/Hulda Margrét Eiður Aron Sigurbjörnsson varð svo fyrir því óláni að setja boltann í eigið net um miðbik seinni hálfleiks. Eiður Aron slæmdi þá fæti í boltann eftir aukaspyrnu Fred og þaðan fór boltinn í netið. Þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum innsiglaði svo Þórir Guðjónsson fyrsti sigur Frammara í deildinni í sumar. Þórir, sem hafði nýverið komið inná sem varamaður fékk þá sendingu frá öðrum varamanni, Tryggva Snæ Geirssyni og reynsluboltinn kláraði færið af stakri prýði. Halldóri Jóni Sigurði Þórðarsyni var síðan vísað af velli með rauðu spjaldi undir leiksins eftir stimpingar við Adam Örn Arnason. Fram hefur fimm stig eftir þennan sigur og situr í áttunda sæti deildarinnar. Eyjamenn, sem höfðu haft betur í síðustu tveimur deildarleikjum sínum fyrir þennan leik, eru svo einu sæti ofar með sex stig. Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður Fram, verður fyrir hnjaski. Vísir/Hulda Margrét Jón Þórir fagnar einu marka Fram í leiknum. Vísir/Hulda Margrét Jón Þórir: Hefðum getað skorað fleiri mörk „Það er kærkomið að landa fyrsta sigrinum og mér fannst hann fyllilega verðskuldaður. Við náðum að leysa pressuna þeirra vel og láta boltann ganga vel á milli okkar. Það var planið og ég er ánægður með að það hafi gengið upp," sagði Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, glaðbeittur. „Að mínu mati vorum við heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum og okkur óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn. Við hefðum hæglega getað bætt við fleiri mörkum og ég er afar sáttur við spilamennskuna í þessum leik," sagði Jón Þórir enn fremur. „Liðsframmistaðan var góð eins og hún hefur reyndar verið í allt sumar. Mig langar þó sérstaklega að nefna Orra Sigurjónsson sem var mjög flottur. Ég gæti þó nefnt fleiri og þetta var bara flott kvöld," sagði Frammarinn. Hermann: Hef enga skýringu á hversu flatir við vorum „Við komumst aldrei í neinn takt við þennan leik og við vorum bara rosalega flatir að þessu sinni. Kannski var það Herjólfur sem sat í mönnum, ég kann allavega enga aðra skýringu á hversu slakir við vorum á þessum tímapunkti," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV. „Við vorum búnir að vera flottir og á góðu skriði fram að þessum leik en það var allt annað uppi á teningnum að þessu sinni. Við gáfum ódýr mörk og vorum aldrei líklegir til þess að ná að sækja sigur eins og markmiðið var," sagði Eyjamaðurinn brúnaþungur. Hermann hafði fátt að segja um rauða spjaldið sem Halldór Jón Sigurður fékk: „Nei það var bara einhver hasar þarna og ég hef ekkert um það að segja. Það hafði engin úrslitaáhrif á þennan leik. Við vorum búnir að grafa okkar holu áður en kom að þessu atviki," sagði hann. Hermann Hreiðarsson var ekki sáttur við lærisveina sína. Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Fram? Frammarar náðu upp sinni spilamennsku í þessum leik og pressa Eyjamanna náði ekki að koma í veg fyrir að heimamenn lætu boltann ganga. Leikmenn Fram fundu svæði milli lína Eyjaliðsins nánast óhindrað trekk í trekk og sköpuðu þó nokkrar álitlegar sóknir með laglegu spili sín á milli. Hverjir sköruðu fram úr? Fred var mjög góður í þessum leik og Már Ægisson og Magnús Þórðarson náðu vel saman á vinstri vængnum. Hlynur Atli Magnússon og Orri Sigurjónsson áttu svo góðan leik í hjarta varnarinnar hjá Framliðinu. Hjá Eyjaliðinu átti Oliver Heiðarsson góðar rispur. Hvað gekk illa? Eyjamenn náðu ekki að setja Frammara undir þá pressu sem þeir ætluðu sér og sóknarleikur gestanna var fremur bitlaus. Þá létu Eyjamenn mótlætið fara með skapið í gönur og Halldóri Jóni Sigðurði var réttilega vísað af velli fyrir tilburði sína . Hvað gerist næst? Fram fær Stjörnuna í heimsókn í Úlfarsárdalinn á mánudaginn kemur á meðan Eyjamenn fá topplið deildarinnar, Víking, í heimsókn til Vestmannaeyja þann sama dag. Þórir Guðjónsson rak síðasta naglann í líkkistu Eyjamanna. Vísir/Hulda Margrét Fred fann sig einkar vel í flæðandi sóknarleik Frammara. Vísir/Hulda Margrét
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti