Gamestöðin færir sig úr Kringlunni yfir í netheima Máni Snær Þorláksson skrifar 3. maí 2023 17:00 Gamestöðin lokar verslun sinni í Kringlunni um helgina. Vísir/Hanna/Facebook Gamestöðin mun loka verslun sinni í Kringlunna næstkomandi sunnudag. Eigandi verslunarinnar segir að ekki sé hægt að keppa við netverslunina í leikjatölvunum sjálfum. Gamestöðin er þó ekki hætt í rekstri þar sem hún lætur til skarar skríða á heimavelli - í netheimum. Það var um sumarið árið 2008 sem Gamestöðin opnaði dyr sínar í fyrsta skipti. Þá var verslunin staðsett í Skeifunni og var hún þar í nokkur ár áður en hún flutti í Kringluna. „Við erum búin að vera hér með smá hléum síðustu tíu árin í Kringlunni,“ segir Hallbjörn Sigurður Guðjónsson, eigandi Gamestöðvarinnar, í samtali við fréttastofu. Hallbjörn segir að ástæðan fyrir þessu sé minnkandi sala. Hana megi að miklu leyti rekja til þess að fólk kaupir tölvuleiki nú orðið í mun meira magni á netinu, yfirleitt í gegnum netverslanir leikjatölvufyrirtækjanna. „Þegar fólk er að kaupa af netinu þá minnkar salan hjá mér.“ Verslunin í Kringlunni lokar um helgina.Gamestöðin Gerðu lífið ekki auðveldara Á síðustu árum hefur það færst í aukana að fólk versli tölvuleiki á netinu. Á árum áður tíðkaðist það að kaupa diska til að spila leiki. Mikil breyting hefur þó orðið á síðustu árum en að sögn Hallbjarnar lék heimsfaraldurinn stórt hlutverk í því. „Covid flýtti svolítið miklu fyrir þar, fólk fór að nota netið meira og kaupa meira á netinu.“ Þá sé erfitt að keppa við verðin sem leikjatölvufyrirtækin bjóða upp á í eigin vefverslunum. Leikir á útsölu þar seljast á verðum sem ekki er hægt að selja diska á. „Við getum ekki verið að keppa við Playstation-búðina og þær búðir,“ segir Hallbjörn. Það sé eins og framleiðendurnir hafi verið að einbeita sér meira að netverslununum heldur en diskunum á síðustu árum. Einn helsti kosturinn við diska hefur til að mynda verið sá að þeir spari geymslupláss. Nú sé sá kostur ekki jafn mikill þar sem stærstu leikirnir krefjast þess að fólk hlaði niður miklu gagnamagni, jafnvel þó svo að það sé með diskinn. „Þeir gera lífið okkar ekki auðveldara með því.“ Þá bjóði leikir sem keyptir eru á netinu jafnvel upp á hluti sem verslanir í raunveruleikanum geti ekki boðið upp á. „Eins og með FIFA, það hafa alltaf komið út tvær útgáfur á disk en nú kemur bara út ein útgáfa á disk og hinar koma út í netversluninni.“ „Fyrir mér er þetta bara safnið mitt“ Gamestöðin er þó ekki af baki dottin og mun halda rekstri áfram, þó með breyttu sniði. Nú færist reksturinn alfarið í netverslunina. Þar geti fólk nálgast spilaða leiki áfram. „Við munum halda því áfram og þeir verða allir á vefsíðunni okkar. Við gerðum það einmitt í Covid að setja alla spiluðu leikina á netið,“ segir Hallbjörn. Hann sér ennþá kosti í því að eiga diskana: „Ég er svo gamall að ég vil bara hafa allt á diski. Fyrir mér er þetta bara safnið mitt.“ Leikjavísir Kringlan Reykjavík Verslun Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Það var um sumarið árið 2008 sem Gamestöðin opnaði dyr sínar í fyrsta skipti. Þá var verslunin staðsett í Skeifunni og var hún þar í nokkur ár áður en hún flutti í Kringluna. „Við erum búin að vera hér með smá hléum síðustu tíu árin í Kringlunni,“ segir Hallbjörn Sigurður Guðjónsson, eigandi Gamestöðvarinnar, í samtali við fréttastofu. Hallbjörn segir að ástæðan fyrir þessu sé minnkandi sala. Hana megi að miklu leyti rekja til þess að fólk kaupir tölvuleiki nú orðið í mun meira magni á netinu, yfirleitt í gegnum netverslanir leikjatölvufyrirtækjanna. „Þegar fólk er að kaupa af netinu þá minnkar salan hjá mér.“ Verslunin í Kringlunni lokar um helgina.Gamestöðin Gerðu lífið ekki auðveldara Á síðustu árum hefur það færst í aukana að fólk versli tölvuleiki á netinu. Á árum áður tíðkaðist það að kaupa diska til að spila leiki. Mikil breyting hefur þó orðið á síðustu árum en að sögn Hallbjarnar lék heimsfaraldurinn stórt hlutverk í því. „Covid flýtti svolítið miklu fyrir þar, fólk fór að nota netið meira og kaupa meira á netinu.“ Þá sé erfitt að keppa við verðin sem leikjatölvufyrirtækin bjóða upp á í eigin vefverslunum. Leikir á útsölu þar seljast á verðum sem ekki er hægt að selja diska á. „Við getum ekki verið að keppa við Playstation-búðina og þær búðir,“ segir Hallbjörn. Það sé eins og framleiðendurnir hafi verið að einbeita sér meira að netverslununum heldur en diskunum á síðustu árum. Einn helsti kosturinn við diska hefur til að mynda verið sá að þeir spari geymslupláss. Nú sé sá kostur ekki jafn mikill þar sem stærstu leikirnir krefjast þess að fólk hlaði niður miklu gagnamagni, jafnvel þó svo að það sé með diskinn. „Þeir gera lífið okkar ekki auðveldara með því.“ Þá bjóði leikir sem keyptir eru á netinu jafnvel upp á hluti sem verslanir í raunveruleikanum geti ekki boðið upp á. „Eins og með FIFA, það hafa alltaf komið út tvær útgáfur á disk en nú kemur bara út ein útgáfa á disk og hinar koma út í netversluninni.“ „Fyrir mér er þetta bara safnið mitt“ Gamestöðin er þó ekki af baki dottin og mun halda rekstri áfram, þó með breyttu sniði. Nú færist reksturinn alfarið í netverslunina. Þar geti fólk nálgast spilaða leiki áfram. „Við munum halda því áfram og þeir verða allir á vefsíðunni okkar. Við gerðum það einmitt í Covid að setja alla spiluðu leikina á netið,“ segir Hallbjörn. Hann sér ennþá kosti í því að eiga diskana: „Ég er svo gamall að ég vil bara hafa allt á diski. Fyrir mér er þetta bara safnið mitt.“
Leikjavísir Kringlan Reykjavík Verslun Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira