Gamestöðin færir sig úr Kringlunni yfir í netheima Máni Snær Þorláksson skrifar 3. maí 2023 17:00 Gamestöðin lokar verslun sinni í Kringlunni um helgina. Vísir/Hanna/Facebook Gamestöðin mun loka verslun sinni í Kringlunna næstkomandi sunnudag. Eigandi verslunarinnar segir að ekki sé hægt að keppa við netverslunina í leikjatölvunum sjálfum. Gamestöðin er þó ekki hætt í rekstri þar sem hún lætur til skarar skríða á heimavelli - í netheimum. Það var um sumarið árið 2008 sem Gamestöðin opnaði dyr sínar í fyrsta skipti. Þá var verslunin staðsett í Skeifunni og var hún þar í nokkur ár áður en hún flutti í Kringluna. „Við erum búin að vera hér með smá hléum síðustu tíu árin í Kringlunni,“ segir Hallbjörn Sigurður Guðjónsson, eigandi Gamestöðvarinnar, í samtali við fréttastofu. Hallbjörn segir að ástæðan fyrir þessu sé minnkandi sala. Hana megi að miklu leyti rekja til þess að fólk kaupir tölvuleiki nú orðið í mun meira magni á netinu, yfirleitt í gegnum netverslanir leikjatölvufyrirtækjanna. „Þegar fólk er að kaupa af netinu þá minnkar salan hjá mér.“ Verslunin í Kringlunni lokar um helgina.Gamestöðin Gerðu lífið ekki auðveldara Á síðustu árum hefur það færst í aukana að fólk versli tölvuleiki á netinu. Á árum áður tíðkaðist það að kaupa diska til að spila leiki. Mikil breyting hefur þó orðið á síðustu árum en að sögn Hallbjarnar lék heimsfaraldurinn stórt hlutverk í því. „Covid flýtti svolítið miklu fyrir þar, fólk fór að nota netið meira og kaupa meira á netinu.“ Þá sé erfitt að keppa við verðin sem leikjatölvufyrirtækin bjóða upp á í eigin vefverslunum. Leikir á útsölu þar seljast á verðum sem ekki er hægt að selja diska á. „Við getum ekki verið að keppa við Playstation-búðina og þær búðir,“ segir Hallbjörn. Það sé eins og framleiðendurnir hafi verið að einbeita sér meira að netverslununum heldur en diskunum á síðustu árum. Einn helsti kosturinn við diska hefur til að mynda verið sá að þeir spari geymslupláss. Nú sé sá kostur ekki jafn mikill þar sem stærstu leikirnir krefjast þess að fólk hlaði niður miklu gagnamagni, jafnvel þó svo að það sé með diskinn. „Þeir gera lífið okkar ekki auðveldara með því.“ Þá bjóði leikir sem keyptir eru á netinu jafnvel upp á hluti sem verslanir í raunveruleikanum geti ekki boðið upp á. „Eins og með FIFA, það hafa alltaf komið út tvær útgáfur á disk en nú kemur bara út ein útgáfa á disk og hinar koma út í netversluninni.“ „Fyrir mér er þetta bara safnið mitt“ Gamestöðin er þó ekki af baki dottin og mun halda rekstri áfram, þó með breyttu sniði. Nú færist reksturinn alfarið í netverslunina. Þar geti fólk nálgast spilaða leiki áfram. „Við munum halda því áfram og þeir verða allir á vefsíðunni okkar. Við gerðum það einmitt í Covid að setja alla spiluðu leikina á netið,“ segir Hallbjörn. Hann sér ennþá kosti í því að eiga diskana: „Ég er svo gamall að ég vil bara hafa allt á diski. Fyrir mér er þetta bara safnið mitt.“ Leikjavísir Kringlan Reykjavík Verslun Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sjá meira
Það var um sumarið árið 2008 sem Gamestöðin opnaði dyr sínar í fyrsta skipti. Þá var verslunin staðsett í Skeifunni og var hún þar í nokkur ár áður en hún flutti í Kringluna. „Við erum búin að vera hér með smá hléum síðustu tíu árin í Kringlunni,“ segir Hallbjörn Sigurður Guðjónsson, eigandi Gamestöðvarinnar, í samtali við fréttastofu. Hallbjörn segir að ástæðan fyrir þessu sé minnkandi sala. Hana megi að miklu leyti rekja til þess að fólk kaupir tölvuleiki nú orðið í mun meira magni á netinu, yfirleitt í gegnum netverslanir leikjatölvufyrirtækjanna. „Þegar fólk er að kaupa af netinu þá minnkar salan hjá mér.“ Verslunin í Kringlunni lokar um helgina.Gamestöðin Gerðu lífið ekki auðveldara Á síðustu árum hefur það færst í aukana að fólk versli tölvuleiki á netinu. Á árum áður tíðkaðist það að kaupa diska til að spila leiki. Mikil breyting hefur þó orðið á síðustu árum en að sögn Hallbjarnar lék heimsfaraldurinn stórt hlutverk í því. „Covid flýtti svolítið miklu fyrir þar, fólk fór að nota netið meira og kaupa meira á netinu.“ Þá sé erfitt að keppa við verðin sem leikjatölvufyrirtækin bjóða upp á í eigin vefverslunum. Leikir á útsölu þar seljast á verðum sem ekki er hægt að selja diska á. „Við getum ekki verið að keppa við Playstation-búðina og þær búðir,“ segir Hallbjörn. Það sé eins og framleiðendurnir hafi verið að einbeita sér meira að netverslununum heldur en diskunum á síðustu árum. Einn helsti kosturinn við diska hefur til að mynda verið sá að þeir spari geymslupláss. Nú sé sá kostur ekki jafn mikill þar sem stærstu leikirnir krefjast þess að fólk hlaði niður miklu gagnamagni, jafnvel þó svo að það sé með diskinn. „Þeir gera lífið okkar ekki auðveldara með því.“ Þá bjóði leikir sem keyptir eru á netinu jafnvel upp á hluti sem verslanir í raunveruleikanum geti ekki boðið upp á. „Eins og með FIFA, það hafa alltaf komið út tvær útgáfur á disk en nú kemur bara út ein útgáfa á disk og hinar koma út í netversluninni.“ „Fyrir mér er þetta bara safnið mitt“ Gamestöðin er þó ekki af baki dottin og mun halda rekstri áfram, þó með breyttu sniði. Nú færist reksturinn alfarið í netverslunina. Þar geti fólk nálgast spilaða leiki áfram. „Við munum halda því áfram og þeir verða allir á vefsíðunni okkar. Við gerðum það einmitt í Covid að setja alla spiluðu leikina á netið,“ segir Hallbjörn. Hann sér ennþá kosti í því að eiga diskana: „Ég er svo gamall að ég vil bara hafa allt á diski. Fyrir mér er þetta bara safnið mitt.“
Leikjavísir Kringlan Reykjavík Verslun Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sjá meira