Gamestöðin færir sig úr Kringlunni yfir í netheima Máni Snær Þorláksson skrifar 3. maí 2023 17:00 Gamestöðin lokar verslun sinni í Kringlunni um helgina. Vísir/Hanna/Facebook Gamestöðin mun loka verslun sinni í Kringlunna næstkomandi sunnudag. Eigandi verslunarinnar segir að ekki sé hægt að keppa við netverslunina í leikjatölvunum sjálfum. Gamestöðin er þó ekki hætt í rekstri þar sem hún lætur til skarar skríða á heimavelli - í netheimum. Það var um sumarið árið 2008 sem Gamestöðin opnaði dyr sínar í fyrsta skipti. Þá var verslunin staðsett í Skeifunni og var hún þar í nokkur ár áður en hún flutti í Kringluna. „Við erum búin að vera hér með smá hléum síðustu tíu árin í Kringlunni,“ segir Hallbjörn Sigurður Guðjónsson, eigandi Gamestöðvarinnar, í samtali við fréttastofu. Hallbjörn segir að ástæðan fyrir þessu sé minnkandi sala. Hana megi að miklu leyti rekja til þess að fólk kaupir tölvuleiki nú orðið í mun meira magni á netinu, yfirleitt í gegnum netverslanir leikjatölvufyrirtækjanna. „Þegar fólk er að kaupa af netinu þá minnkar salan hjá mér.“ Verslunin í Kringlunni lokar um helgina.Gamestöðin Gerðu lífið ekki auðveldara Á síðustu árum hefur það færst í aukana að fólk versli tölvuleiki á netinu. Á árum áður tíðkaðist það að kaupa diska til að spila leiki. Mikil breyting hefur þó orðið á síðustu árum en að sögn Hallbjarnar lék heimsfaraldurinn stórt hlutverk í því. „Covid flýtti svolítið miklu fyrir þar, fólk fór að nota netið meira og kaupa meira á netinu.“ Þá sé erfitt að keppa við verðin sem leikjatölvufyrirtækin bjóða upp á í eigin vefverslunum. Leikir á útsölu þar seljast á verðum sem ekki er hægt að selja diska á. „Við getum ekki verið að keppa við Playstation-búðina og þær búðir,“ segir Hallbjörn. Það sé eins og framleiðendurnir hafi verið að einbeita sér meira að netverslununum heldur en diskunum á síðustu árum. Einn helsti kosturinn við diska hefur til að mynda verið sá að þeir spari geymslupláss. Nú sé sá kostur ekki jafn mikill þar sem stærstu leikirnir krefjast þess að fólk hlaði niður miklu gagnamagni, jafnvel þó svo að það sé með diskinn. „Þeir gera lífið okkar ekki auðveldara með því.“ Þá bjóði leikir sem keyptir eru á netinu jafnvel upp á hluti sem verslanir í raunveruleikanum geti ekki boðið upp á. „Eins og með FIFA, það hafa alltaf komið út tvær útgáfur á disk en nú kemur bara út ein útgáfa á disk og hinar koma út í netversluninni.“ „Fyrir mér er þetta bara safnið mitt“ Gamestöðin er þó ekki af baki dottin og mun halda rekstri áfram, þó með breyttu sniði. Nú færist reksturinn alfarið í netverslunina. Þar geti fólk nálgast spilaða leiki áfram. „Við munum halda því áfram og þeir verða allir á vefsíðunni okkar. Við gerðum það einmitt í Covid að setja alla spiluðu leikina á netið,“ segir Hallbjörn. Hann sér ennþá kosti í því að eiga diskana: „Ég er svo gamall að ég vil bara hafa allt á diski. Fyrir mér er þetta bara safnið mitt.“ Leikjavísir Kringlan Reykjavík Verslun Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Það var um sumarið árið 2008 sem Gamestöðin opnaði dyr sínar í fyrsta skipti. Þá var verslunin staðsett í Skeifunni og var hún þar í nokkur ár áður en hún flutti í Kringluna. „Við erum búin að vera hér með smá hléum síðustu tíu árin í Kringlunni,“ segir Hallbjörn Sigurður Guðjónsson, eigandi Gamestöðvarinnar, í samtali við fréttastofu. Hallbjörn segir að ástæðan fyrir þessu sé minnkandi sala. Hana megi að miklu leyti rekja til þess að fólk kaupir tölvuleiki nú orðið í mun meira magni á netinu, yfirleitt í gegnum netverslanir leikjatölvufyrirtækjanna. „Þegar fólk er að kaupa af netinu þá minnkar salan hjá mér.“ Verslunin í Kringlunni lokar um helgina.Gamestöðin Gerðu lífið ekki auðveldara Á síðustu árum hefur það færst í aukana að fólk versli tölvuleiki á netinu. Á árum áður tíðkaðist það að kaupa diska til að spila leiki. Mikil breyting hefur þó orðið á síðustu árum en að sögn Hallbjarnar lék heimsfaraldurinn stórt hlutverk í því. „Covid flýtti svolítið miklu fyrir þar, fólk fór að nota netið meira og kaupa meira á netinu.“ Þá sé erfitt að keppa við verðin sem leikjatölvufyrirtækin bjóða upp á í eigin vefverslunum. Leikir á útsölu þar seljast á verðum sem ekki er hægt að selja diska á. „Við getum ekki verið að keppa við Playstation-búðina og þær búðir,“ segir Hallbjörn. Það sé eins og framleiðendurnir hafi verið að einbeita sér meira að netverslununum heldur en diskunum á síðustu árum. Einn helsti kosturinn við diska hefur til að mynda verið sá að þeir spari geymslupláss. Nú sé sá kostur ekki jafn mikill þar sem stærstu leikirnir krefjast þess að fólk hlaði niður miklu gagnamagni, jafnvel þó svo að það sé með diskinn. „Þeir gera lífið okkar ekki auðveldara með því.“ Þá bjóði leikir sem keyptir eru á netinu jafnvel upp á hluti sem verslanir í raunveruleikanum geti ekki boðið upp á. „Eins og með FIFA, það hafa alltaf komið út tvær útgáfur á disk en nú kemur bara út ein útgáfa á disk og hinar koma út í netversluninni.“ „Fyrir mér er þetta bara safnið mitt“ Gamestöðin er þó ekki af baki dottin og mun halda rekstri áfram, þó með breyttu sniði. Nú færist reksturinn alfarið í netverslunina. Þar geti fólk nálgast spilaða leiki áfram. „Við munum halda því áfram og þeir verða allir á vefsíðunni okkar. Við gerðum það einmitt í Covid að setja alla spiluðu leikina á netið,“ segir Hallbjörn. Hann sér ennþá kosti í því að eiga diskana: „Ég er svo gamall að ég vil bara hafa allt á diski. Fyrir mér er þetta bara safnið mitt.“
Leikjavísir Kringlan Reykjavík Verslun Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira