Gifting Bam Margera á Íslandi var ekki gild Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. maí 2023 00:00 Brúðkaupskossinn í Hafnarhúsinu eftir að Margera og Boyd strengdu heitin Youtube Lögmenn Bam Margera halda því fram að gifting hans og Nicole Boyd á Íslandi hafi ekki verið lögleg. Pappírum hafi aldrei verið skilað inn. Boyd, meint eiginkona Margera, ákvað að skilja við hann í febrúar síðastliðnum. Ástæðurnar sem hún nefndi voru einkum vímuefnavandi Jackass stjörnunnar fyrrverandi. Síðan þá hefur hún haldið því fram að Margera hafi ekki greitt neitt með barni þeirra. Margera og Boyd giftust eins og frægt er hér á Íslandi. Athöfnin fór fram í Hafnarhúsinu snemma í október árið 2013 en þar steig Margera á svið með hljómsveit sinni FuckFack Unstoppable í styrktartónleikum fyrir hljólabrettagarði í Reykjavík. Margera var á þessum árum mikill Íslandsvinur. Presturinn sem gaf þau saman var finnski tónlistarmaðurinn Andy McCoy. Greint var frá því að McCoy hafði talið að athöfnin væri degi seinna og svaf hann yfir sig um klukkutíma. Pappírum ekki skilað inn Margera á í útistöðum við Boyd um umgengnisrétt yfir barni þeirra. Nú hefur lögmæti giftingarinnar dregist inn í deiluna en lögmenn Margera halda því fram að jafn vel þó að parið hafi strengt heitin hafi löglegum pappírum aldrei verið skilað á réttan stað. Lögmenn Boyd hafa brugðist við þessu og segja að þó að pappírunum hafi aldrei verið skilað inn hafi parið lifað saman sem hjón og hún verið í góðri trú um að þau væru gift. Margera hefur verið mikið í fréttum undanfarin ár og yfirleitt ekki fyrir neitt jákvætt. Nú seinast í apríl var greint frá því að hann væri á flótta í fjóra daga undan lögreglunni vegna líkamsárásar gegn fjölskyldumeðlimum. Hann gaf sig loks fram en má ekki eiga í neinum samskiptum við bróður sinn eða föður. Brúðkaup Dómsmál Bandaríkin Íslandsvinir Tengdar fréttir Bam Margera gaf sig fram Jackass-stjarnan Bam Margera gaf sig fram við lögreglu í Pennsylvaníu í morgun eftir að hafa verið eftirlýstur í fjóra daga fyrir að kýla bróður sinn. Margera var látinn laus úr varðhaldi gegn 50 þúsund dala tryggingu en má ekki eiga í samskiptum við föður sinn og bróður eða koma nálægt heimili sínu 27. apríl 2023 21:23 Eftirlýstur Bam Margera flúði af vettvangi Lögreglan í Pennsylvaníu hefur lýst eftir Bam Margera, Íslandsvini og Jackass-stjörnu, í kjölfar þess að hann réðist á mann fyrr í dag. Talið er að fórnarlambið sé bróðir Margera. Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Margera sem flúði af vettvangi eftir árásina. 24. apríl 2023 21:22 Bam Margera í öndunarvél Bandaríska Jackass-stjarnan og Íslandsvinurinn Bam Margera hefur verið lagður inn á sjúkrahús og er í öndunarvél. Ástand hans er sagt stöðugt. 9. desember 2022 10:16 Brúðkaupsnótt Bam Margera á Íslandi 34 ára Jackass-stjarnan giftist unnustu sinni, Nicole Boyd, á laugardaginn í Hafnarhúsinu 8. október 2013 10:54 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Boyd, meint eiginkona Margera, ákvað að skilja við hann í febrúar síðastliðnum. Ástæðurnar sem hún nefndi voru einkum vímuefnavandi Jackass stjörnunnar fyrrverandi. Síðan þá hefur hún haldið því fram að Margera hafi ekki greitt neitt með barni þeirra. Margera og Boyd giftust eins og frægt er hér á Íslandi. Athöfnin fór fram í Hafnarhúsinu snemma í október árið 2013 en þar steig Margera á svið með hljómsveit sinni FuckFack Unstoppable í styrktartónleikum fyrir hljólabrettagarði í Reykjavík. Margera var á þessum árum mikill Íslandsvinur. Presturinn sem gaf þau saman var finnski tónlistarmaðurinn Andy McCoy. Greint var frá því að McCoy hafði talið að athöfnin væri degi seinna og svaf hann yfir sig um klukkutíma. Pappírum ekki skilað inn Margera á í útistöðum við Boyd um umgengnisrétt yfir barni þeirra. Nú hefur lögmæti giftingarinnar dregist inn í deiluna en lögmenn Margera halda því fram að jafn vel þó að parið hafi strengt heitin hafi löglegum pappírum aldrei verið skilað á réttan stað. Lögmenn Boyd hafa brugðist við þessu og segja að þó að pappírunum hafi aldrei verið skilað inn hafi parið lifað saman sem hjón og hún verið í góðri trú um að þau væru gift. Margera hefur verið mikið í fréttum undanfarin ár og yfirleitt ekki fyrir neitt jákvætt. Nú seinast í apríl var greint frá því að hann væri á flótta í fjóra daga undan lögreglunni vegna líkamsárásar gegn fjölskyldumeðlimum. Hann gaf sig loks fram en má ekki eiga í neinum samskiptum við bróður sinn eða föður.
Brúðkaup Dómsmál Bandaríkin Íslandsvinir Tengdar fréttir Bam Margera gaf sig fram Jackass-stjarnan Bam Margera gaf sig fram við lögreglu í Pennsylvaníu í morgun eftir að hafa verið eftirlýstur í fjóra daga fyrir að kýla bróður sinn. Margera var látinn laus úr varðhaldi gegn 50 þúsund dala tryggingu en má ekki eiga í samskiptum við föður sinn og bróður eða koma nálægt heimili sínu 27. apríl 2023 21:23 Eftirlýstur Bam Margera flúði af vettvangi Lögreglan í Pennsylvaníu hefur lýst eftir Bam Margera, Íslandsvini og Jackass-stjörnu, í kjölfar þess að hann réðist á mann fyrr í dag. Talið er að fórnarlambið sé bróðir Margera. Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Margera sem flúði af vettvangi eftir árásina. 24. apríl 2023 21:22 Bam Margera í öndunarvél Bandaríska Jackass-stjarnan og Íslandsvinurinn Bam Margera hefur verið lagður inn á sjúkrahús og er í öndunarvél. Ástand hans er sagt stöðugt. 9. desember 2022 10:16 Brúðkaupsnótt Bam Margera á Íslandi 34 ára Jackass-stjarnan giftist unnustu sinni, Nicole Boyd, á laugardaginn í Hafnarhúsinu 8. október 2013 10:54 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Bam Margera gaf sig fram Jackass-stjarnan Bam Margera gaf sig fram við lögreglu í Pennsylvaníu í morgun eftir að hafa verið eftirlýstur í fjóra daga fyrir að kýla bróður sinn. Margera var látinn laus úr varðhaldi gegn 50 þúsund dala tryggingu en má ekki eiga í samskiptum við föður sinn og bróður eða koma nálægt heimili sínu 27. apríl 2023 21:23
Eftirlýstur Bam Margera flúði af vettvangi Lögreglan í Pennsylvaníu hefur lýst eftir Bam Margera, Íslandsvini og Jackass-stjörnu, í kjölfar þess að hann réðist á mann fyrr í dag. Talið er að fórnarlambið sé bróðir Margera. Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Margera sem flúði af vettvangi eftir árásina. 24. apríl 2023 21:22
Bam Margera í öndunarvél Bandaríska Jackass-stjarnan og Íslandsvinurinn Bam Margera hefur verið lagður inn á sjúkrahús og er í öndunarvél. Ástand hans er sagt stöðugt. 9. desember 2022 10:16
Brúðkaupsnótt Bam Margera á Íslandi 34 ára Jackass-stjarnan giftist unnustu sinni, Nicole Boyd, á laugardaginn í Hafnarhúsinu 8. október 2013 10:54