Spila íslensku fótboltalandsliðin heimaleiki sína á Tene? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2023 09:32 Sveindís Jane Jónsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu gætu þurft að spila heimaleik í febrúar á næsta ári. Samsett/Vilhelm/Getty Íslensku landsliðin í fótboltanum gætu þurft að spila heimaleiki sína yfir vetrarmánuðina utan Íslands. Þetta segir framkvæmdastjóri KSÍ en hún segir jafnframt að mögulega fari leikirnir fram á Tenerife eða annars staðar í Evrópu. Laugardalsvöllurinn er ekki nothæfur yfir vetrarmánuðina og með tilkomu Þjóðadeildarinnar þurfa bæði A-landsliðin okkar að geta spilað heimaleiki sína yfir veturinn. Það er eitthvað sem er ekki hægt í dag eins og staðan er á Þjóðarleikvanginum. „Það var dregið í Þjóðadeild kvenna í vikunni og þar eru tvö lið af fjórum í riðlinum sem halda áfram keppni og myndu þá spila spila í febrúar. Það eru því sæmilegar líkur að við þurfum að spila með A-landslið kvenna í febrúar og þessi völlur, þótt að hann sé fagurgrænn í dag í byrjun maí, þá erum við ekki að spila þar í febrúar,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. „Við erum að skoða velli erlendis en við fáum ekki ákveðin svör frá UEFA strax af því að við vitum ekki við hvern við gætum mögulega verið að spila. Það er mál sem við erum að vinna í rólegheitunum. Við erum að skoða hvaða vellir koma til greina,“ sagði Klara. „Við myndum kannski ekki taka sama völl fyrir A-landslið karla og A-landslið kvenna. Það eru því ýmsir vinklar sem þarf að velta upp,“ sagði Klara. Stefán Árni Pálsson tók viðtalið við Klöru og sagðist hafa heyrt af því að Alicante, Portúgal eða Tenerife komi til greina sem leikstaðir fyrir íslenska landsliðið. „Er það rétt,“ spurði Stefán Árni. „Það er alveg rétt. Þessir staðir eru allir undir. Við erum fyrst og fremst að skoða völl sem hefur reynslu af því að vera með UEFA-leiki. Við vitum þá að þeir hafa alla innviði til staðar. Aðbúnað leikmanna, fjölmiðla, sjónvarpsupptökur og annað slíkt,“ sagði Klara. „Þessi lönd eru undir sem og Færeyjar, Svíþjóð og Danmörk. Ef við erum að fara að spila í febrúar þá myndum við frekar horfa til suður Evrópu. Þetta fer líka allt eftir því hverjir mögulegir mótherjar okkar verða,“ sagði Klara. Knattspyrnusambandið er meðvitað um það að staðir eins og Alicante, Tenerife og Algarve gætu hjálpað landsliðunum okkar að fá inn töluvert af áhorfendum. Það er oft nóg af Íslendingum þar í heimsókn. „Það myndi líka hjálpa okkur að halda leikinn, af því að halda heimaleik erlendis er eitthvað sem við höfum ekki gert mikið af. Það kallar á svolítinn mannafla til að framkvæma leikinn og það væri gott að eiga Íslendinga í bakhöndinni þar,“ sagði Klara. En er einhver möguleiki á því að það verði hægt að spila í janúar, febrúar eða mars á Laugardalsvellinum? „Eins og flestir vita þá er ekki mikill hraði í að sjá hvert það mál stefnir. Við gerum okkur grein fyrir því að það er ekki að fara að leysast á næstu árum og verkefnum landsliðanna, utan þessa sumarglugga, er alltaf að fjölga. Við þurfum að fara að skoða málin til lengri tíma, bæði að leysa þá stöðu sem við erum í núna en líka hvað við ætlum að gera í framtíðinni,“ sagði Klara. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild UEFA Nýr þjóðarleikvangur Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Laugardalsvöllurinn er ekki nothæfur yfir vetrarmánuðina og með tilkomu Þjóðadeildarinnar þurfa bæði A-landsliðin okkar að geta spilað heimaleiki sína yfir veturinn. Það er eitthvað sem er ekki hægt í dag eins og staðan er á Þjóðarleikvanginum. „Það var dregið í Þjóðadeild kvenna í vikunni og þar eru tvö lið af fjórum í riðlinum sem halda áfram keppni og myndu þá spila spila í febrúar. Það eru því sæmilegar líkur að við þurfum að spila með A-landslið kvenna í febrúar og þessi völlur, þótt að hann sé fagurgrænn í dag í byrjun maí, þá erum við ekki að spila þar í febrúar,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. „Við erum að skoða velli erlendis en við fáum ekki ákveðin svör frá UEFA strax af því að við vitum ekki við hvern við gætum mögulega verið að spila. Það er mál sem við erum að vinna í rólegheitunum. Við erum að skoða hvaða vellir koma til greina,“ sagði Klara. „Við myndum kannski ekki taka sama völl fyrir A-landslið karla og A-landslið kvenna. Það eru því ýmsir vinklar sem þarf að velta upp,“ sagði Klara. Stefán Árni Pálsson tók viðtalið við Klöru og sagðist hafa heyrt af því að Alicante, Portúgal eða Tenerife komi til greina sem leikstaðir fyrir íslenska landsliðið. „Er það rétt,“ spurði Stefán Árni. „Það er alveg rétt. Þessir staðir eru allir undir. Við erum fyrst og fremst að skoða völl sem hefur reynslu af því að vera með UEFA-leiki. Við vitum þá að þeir hafa alla innviði til staðar. Aðbúnað leikmanna, fjölmiðla, sjónvarpsupptökur og annað slíkt,“ sagði Klara. „Þessi lönd eru undir sem og Færeyjar, Svíþjóð og Danmörk. Ef við erum að fara að spila í febrúar þá myndum við frekar horfa til suður Evrópu. Þetta fer líka allt eftir því hverjir mögulegir mótherjar okkar verða,“ sagði Klara. Knattspyrnusambandið er meðvitað um það að staðir eins og Alicante, Tenerife og Algarve gætu hjálpað landsliðunum okkar að fá inn töluvert af áhorfendum. Það er oft nóg af Íslendingum þar í heimsókn. „Það myndi líka hjálpa okkur að halda leikinn, af því að halda heimaleik erlendis er eitthvað sem við höfum ekki gert mikið af. Það kallar á svolítinn mannafla til að framkvæma leikinn og það væri gott að eiga Íslendinga í bakhöndinni þar,“ sagði Klara. En er einhver möguleiki á því að það verði hægt að spila í janúar, febrúar eða mars á Laugardalsvellinum? „Eins og flestir vita þá er ekki mikill hraði í að sjá hvert það mál stefnir. Við gerum okkur grein fyrir því að það er ekki að fara að leysast á næstu árum og verkefnum landsliðanna, utan þessa sumarglugga, er alltaf að fjölga. Við þurfum að fara að skoða málin til lengri tíma, bæði að leysa þá stöðu sem við erum í núna en líka hvað við ætlum að gera í framtíðinni,“ sagði Klara. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild UEFA Nýr þjóðarleikvangur Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti