Innbrot og þjófnaður eru hins vegar í rannsókn eftir gærkvöldið og nóttina og líkamsárás í Kópavogi. Einn var vistaður í fangaklefa í annarlegu ástandi, eftir að hafa verið staðinn að innbroti. Þá var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir sem áttu sér svo eðlilegar skýringar og einn var beðinn um að vinsamlegast lækka í sjónvarpinu hjá sér, eftir að nágrannar kvörtuðu undan hávaða.
Vaktin virðista hafa verið fremur róleg í umferðinni, utan þess að skráningarmerki voru fjarlægð af sex bifreiðum og þá var lögregla kölluð til vegna illa lagðra bifreiða í Hafnarfirði.