Lét leyna greiðslum til eiginkonu hæstaréttardómara Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2023 10:24 Clarence Thomas, hæstaréttardómari, og Virginia „Ginni“ Thomas, eiginkona hans. Hún er fyrirferðamikil í stjórnmálastarfi bandarískra íhaldsmanna. Vísir/Getty Forsvarsmaður íhaldssamtaka gætti þess sérstaklega að fela tug þúsund dollara greiðslur til eiginkonu íhaldssams hæstaréttardómara fyrir ráðgjafarstörf. Nýlega hefur komið fram að sami dómari hafi þegið ýmis konar sporslur frá bakhjarli Repúblikanaflokksins án þess að greina frá þeim. Virginia „Ginni“ Thomas er eiginkona Clarence Thomas, íhaldssamasta dómarans við Hæstarétt Bandaríkjanna. Hún starfaði áður fyrir repúblikana á Bandaríkjaþingi og hefur verið virk í stjórnmálastarfi um árabil. Eftir forsetakosningarnar árið 2020 var hún á meðal þeirra íhaldsmanna sem vildu snúa úrslitunum við á grundvelli rakalausra ásakana Donalds Trump um stórfelld kosningasvik. Washington Post greinir frá því að Leonard Leo, einn helsti forkólfur samtaka íhaldsmanna sem vinna að því að fá íhaldssama dómara skipaða við hæstarétt, hafi gefið sérstakar skipanir um að greiðslum til Ginni Thomas yrði leynt fyrir rúmum áratug. Leo hafi skipað Kellyanne Conway, skoðanakönnuði fyrir Repúblikanaflokkinn og síðar ráðgjafa Trump forseta, að rukka Judicial Education Project, félagasamtök sem hann starfaði fyrir, og nota féð til að greiða Thomas í janúar árið 2012. Hann bað Conway um að gefa Thomas „aðra 25 þúsund dollara“. Leo lagði sérstaka áherslu á að „Ekki minnast neitt á Ginni, auðvitað“ í bókhaldsfærslum um greiðslurnar. Verndar friðhelgi einkalífs dómarahjónanna Gögn sem blaðið hefur undir höndum bendir til þess að félag Conway hafi greitt félagi Thomas 80.000 dollara, jafnvirði tæpra ellefu milljóna króna á milli 2011 og 2012. Sama ár og Leo lét greiða Thomas á laun lagði Judicial Education Project fram greinargerð til hæstaréttarins í stóru máli um kosningarétt sem hafði afdrifamiklar afleiðingar. Álit Thomas í málinu var í samræmi við greinargerð samtakanna en hann vitnaði ekki til hennar sérstaklega. Íhaldsmenn við réttinn felldu úr gildi lög sem voru upphaflega sett til þess að verja kosningarétt svartra í suðurríkjunum. Lögin höfðu skyldað ákveðin ríki til þess að fá leyfi frá alríkisstjórninni fyrir því að breytinga kosningalögum sínum og framkvæmd kosninga. Leo heldur því fram að störfin sem Thomas fékk greitt fyrir hafi ekkert tengst málum hæstaréttarins, Hann hafi alltaf reynt að gæta friðhelgi einkalífs Thomas-hjónanna í ljósi þess hversu „dónalegt, meinfýsið og slúðurgjarnt“ fólk sé. Hann svaraði ekki spurningum um hvort hann hefði fengið Thomas frekari vinnu og hversu mikið hún hefði fengið greitt. Conway svaraði ekki fyrirspurnum Washington Post og ekki Thomas-hjónin heldur. Gat hvorki lúxusferða, fasteignakaupa né greiðslu á skólagjöldum Uppljóstranir bandaríska blaðsins koma fast á hæla umfjöllunar um fjárhagslegan ávinning Clarence Thomas sjálfs af sambandi hans við Harlan Crow, milljarðamæring frá Texas og stóran fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Rannsóknarblaðamenneskusamtökin Pro Publica upplýstu að Thomas hefði þegið nær árlegar lúxusferðir frá Crow um árabil. Crow hefði jafnframt keypt hús móður Thomas og lóð og leyft henni að búa þar áfram án þess að greiða leigu. Nú síðast greindi sami miðill frá því að Crow hefði greitt skólagjöld fyrir uppeldisson Thomas. Dómarinn gaf enga af þessum sporslum upp í opinberri hagsmunaskráningu sinni. Politico greindi einnig frá því nýlega að Neil Gorsuch, annar íhaldssamur dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, hefði selt hlut sinn í landareign til forstjóra stórrar lögmannsstofu sem rekur reglulega mál fyrir hæstarétti án þess að tilgreina kaupandann í sinni hagsmunaskráningu. Demókratar á Bandaríkjaþingi vilja að hæstirétturinn setji sér siðareglur og leggist í naflaskoðun um hvernig hann tekur á mögulegum hagsmunaárekstrum. Rétturinn hefur um árabil streist gegn slíkum þrýstingi. John Roberts, forseti hæstaréttarins, hafnaði nýlega boði um að koma fyrir dómsmálanefnd öldungadeildarinnar til þess að ræða siðamálin. Þess í stað sendi hann nefndinni yfirlýsingu sem allir dómararnir níu skrifuðu undir sem ítrekað í raun fyrri afstöðu þeirra að þeir réðu því í raun sjálfir hvort þeir lýstu sig vanhæfa í málum eða ekki. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Dómarar telja hneykslismál ekki kalla á neinar breytingar Níu dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna virðast ekki telja neina þörf á breytingum á því hvernig tekið er á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra og siðferðislegum álitamálum. Rétturinn hefur legið undir gagnrýni fyrir ógegnsæi eftir að upplýst var um að tveir dómarar hefðu ekki gert grein fyrir mögulegum hagsmunaárekstrum. 27. apríl 2023 13:33 Dómari greindi ekki frá fasteignasölu til forstjóra lögmannsstofu Bandarískur hæstaréttardómari skráði ekki sölu á fasteign til forstjóra lögmannsstofu með mál fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna í hagsmunaskráningu sína. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem upplýst er um mögulega hagsmunaárekstra sem dómarar við réttinn héldu leyndum. 26. apríl 2023 15:45 Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40 Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Virginia „Ginni“ Thomas er eiginkona Clarence Thomas, íhaldssamasta dómarans við Hæstarétt Bandaríkjanna. Hún starfaði áður fyrir repúblikana á Bandaríkjaþingi og hefur verið virk í stjórnmálastarfi um árabil. Eftir forsetakosningarnar árið 2020 var hún á meðal þeirra íhaldsmanna sem vildu snúa úrslitunum við á grundvelli rakalausra ásakana Donalds Trump um stórfelld kosningasvik. Washington Post greinir frá því að Leonard Leo, einn helsti forkólfur samtaka íhaldsmanna sem vinna að því að fá íhaldssama dómara skipaða við hæstarétt, hafi gefið sérstakar skipanir um að greiðslum til Ginni Thomas yrði leynt fyrir rúmum áratug. Leo hafi skipað Kellyanne Conway, skoðanakönnuði fyrir Repúblikanaflokkinn og síðar ráðgjafa Trump forseta, að rukka Judicial Education Project, félagasamtök sem hann starfaði fyrir, og nota féð til að greiða Thomas í janúar árið 2012. Hann bað Conway um að gefa Thomas „aðra 25 þúsund dollara“. Leo lagði sérstaka áherslu á að „Ekki minnast neitt á Ginni, auðvitað“ í bókhaldsfærslum um greiðslurnar. Verndar friðhelgi einkalífs dómarahjónanna Gögn sem blaðið hefur undir höndum bendir til þess að félag Conway hafi greitt félagi Thomas 80.000 dollara, jafnvirði tæpra ellefu milljóna króna á milli 2011 og 2012. Sama ár og Leo lét greiða Thomas á laun lagði Judicial Education Project fram greinargerð til hæstaréttarins í stóru máli um kosningarétt sem hafði afdrifamiklar afleiðingar. Álit Thomas í málinu var í samræmi við greinargerð samtakanna en hann vitnaði ekki til hennar sérstaklega. Íhaldsmenn við réttinn felldu úr gildi lög sem voru upphaflega sett til þess að verja kosningarétt svartra í suðurríkjunum. Lögin höfðu skyldað ákveðin ríki til þess að fá leyfi frá alríkisstjórninni fyrir því að breytinga kosningalögum sínum og framkvæmd kosninga. Leo heldur því fram að störfin sem Thomas fékk greitt fyrir hafi ekkert tengst málum hæstaréttarins, Hann hafi alltaf reynt að gæta friðhelgi einkalífs Thomas-hjónanna í ljósi þess hversu „dónalegt, meinfýsið og slúðurgjarnt“ fólk sé. Hann svaraði ekki spurningum um hvort hann hefði fengið Thomas frekari vinnu og hversu mikið hún hefði fengið greitt. Conway svaraði ekki fyrirspurnum Washington Post og ekki Thomas-hjónin heldur. Gat hvorki lúxusferða, fasteignakaupa né greiðslu á skólagjöldum Uppljóstranir bandaríska blaðsins koma fast á hæla umfjöllunar um fjárhagslegan ávinning Clarence Thomas sjálfs af sambandi hans við Harlan Crow, milljarðamæring frá Texas og stóran fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Rannsóknarblaðamenneskusamtökin Pro Publica upplýstu að Thomas hefði þegið nær árlegar lúxusferðir frá Crow um árabil. Crow hefði jafnframt keypt hús móður Thomas og lóð og leyft henni að búa þar áfram án þess að greiða leigu. Nú síðast greindi sami miðill frá því að Crow hefði greitt skólagjöld fyrir uppeldisson Thomas. Dómarinn gaf enga af þessum sporslum upp í opinberri hagsmunaskráningu sinni. Politico greindi einnig frá því nýlega að Neil Gorsuch, annar íhaldssamur dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, hefði selt hlut sinn í landareign til forstjóra stórrar lögmannsstofu sem rekur reglulega mál fyrir hæstarétti án þess að tilgreina kaupandann í sinni hagsmunaskráningu. Demókratar á Bandaríkjaþingi vilja að hæstirétturinn setji sér siðareglur og leggist í naflaskoðun um hvernig hann tekur á mögulegum hagsmunaárekstrum. Rétturinn hefur um árabil streist gegn slíkum þrýstingi. John Roberts, forseti hæstaréttarins, hafnaði nýlega boði um að koma fyrir dómsmálanefnd öldungadeildarinnar til þess að ræða siðamálin. Þess í stað sendi hann nefndinni yfirlýsingu sem allir dómararnir níu skrifuðu undir sem ítrekað í raun fyrri afstöðu þeirra að þeir réðu því í raun sjálfir hvort þeir lýstu sig vanhæfa í málum eða ekki.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Dómarar telja hneykslismál ekki kalla á neinar breytingar Níu dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna virðast ekki telja neina þörf á breytingum á því hvernig tekið er á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra og siðferðislegum álitamálum. Rétturinn hefur legið undir gagnrýni fyrir ógegnsæi eftir að upplýst var um að tveir dómarar hefðu ekki gert grein fyrir mögulegum hagsmunaárekstrum. 27. apríl 2023 13:33 Dómari greindi ekki frá fasteignasölu til forstjóra lögmannsstofu Bandarískur hæstaréttardómari skráði ekki sölu á fasteign til forstjóra lögmannsstofu með mál fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna í hagsmunaskráningu sína. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem upplýst er um mögulega hagsmunaárekstra sem dómarar við réttinn héldu leyndum. 26. apríl 2023 15:45 Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40 Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Dómarar telja hneykslismál ekki kalla á neinar breytingar Níu dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna virðast ekki telja neina þörf á breytingum á því hvernig tekið er á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra og siðferðislegum álitamálum. Rétturinn hefur legið undir gagnrýni fyrir ógegnsæi eftir að upplýst var um að tveir dómarar hefðu ekki gert grein fyrir mögulegum hagsmunaárekstrum. 27. apríl 2023 13:33
Dómari greindi ekki frá fasteignasölu til forstjóra lögmannsstofu Bandarískur hæstaréttardómari skráði ekki sölu á fasteign til forstjóra lögmannsstofu með mál fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna í hagsmunaskráningu sína. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem upplýst er um mögulega hagsmunaárekstra sem dómarar við réttinn héldu leyndum. 26. apríl 2023 15:45
Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40
Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent