Ummæli Ágústs komu Lárusi á óvart: „Hef ekki tekið eftir þessu“ Aron Guðmundsson skrifar 6. maí 2023 10:30 Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar Vísir/Bára Dröfn Ágúst Gylfason, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í Bestu deildinni segir það hundfúlt að heyra skilaboð frá þjálfurum annarra liða í deildinni sem skipi sínum leikmönnum að sparka niður ungu leikmenn Stjörnunnar. Leikmenn séu sparkaðir út úr leikjum liðsins. Breiðablik vann á dögunum afar sannfærandi 2-0 sigur á Stjörnunni er liðin mættust á Samsung vellinum í Bestu deild karla. Eftir fyrstu fimm umferðir mótsins sitja Stjörnumenn í fallsæti með þrjú stig og aðeins einn sigur. Í viðtali eftir leikinn gegn Blikum var Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar. spurður sérstaklega út í frammistöðu Ísaks Andra Sigurgeirssonar 19 ára gamals leikmanns Stjörnunnar sem átti erfitt uppdráttar í leiknum. „Okkar ungu leikmenn eru bara sparkaðir niður. Í fyrstu fimm umferðunum eru þeir sparkaðir niður út og suður og maður heyrir skilaboð frá þjálfurum andstæðingana á þá leið að það eigi bara að brjóta á þeim og sparka þá niður. Það er hundfúlt að heyra þetta í fótbolta hérna á Íslandi, að leikmenn sem eru frábærir og að reyna að standa sig séu bara sparkaðir út úr leikjunum.“ Þetta sé ekki vandamál Stjörnunnar Viðtalið við Ágúst var til umræðu í uppgjörsþætti Bestu deildarinnar, Stúkan, á Stöð 2 Sport í gær þar sem Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður þáttarins sagði þetta ekki vera vandamál Stjörnunnar. „Þeir eru búnir að fá á sig níu mörk í síðustu þremur leikjum, það er stærra vandamál.“ Sérfræðingar Stúkunnar, þeir Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason, tóku undir með Guðmundi. „Þetta eru 2,4 mörk fengin á sig að meðaltali í leik,“ svaraði Lárus Orri. „Þessi ummæli Gústa koma mér á óvart. Ég hef séð alla leiki Stjörnunnar á þessu tímabili og hef ekki tekið eftir þessu (að ungir leikmenn Stjörnunnar séu sparkaðir niður) sérstaklega.“ Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason, sérfræðingar StúkunnarVísir/Skjáskot Albert Brynjar telur að með þessum ummælum hafi leikur Stjörnunnar við Víking Reykjavík á dögunum verið ofarlega í huga Ágústs. „Þar var Davíð Örn Atlason, bakvörður Víkinga, bara settur sérstaklega á Ísak Andra. Davíð Örn fer í viðtal eftir leik og þar talaði hann um að hann hafi viljað opna leikinn á því að fara svolítið fast í Ísak, bara eins og varnarmenn gera.“ Í leik Stjörnunnar og Breiðabliks hafi Andri Rafn Yeoman verið settur sérstaklega á Ísak Andra. „Ég held að Ágúst sé bara pirraður á að bæði þessi plön andstæðinga Stjörnunnar virkuðu.“ Besta deild karla Stjarnan Stúkan Tengdar fréttir Hitnar undir Ágústi: „Garðbæingar hljóta að vilja meira frá þessu liði“ „Ég held að sætið sé í það minnsta heitt hjá Gústa,“ segir Albert Brynjar Ingason sem var einn af sérfræðingum Stúkunnar í gærkvöld á Stöð 2 Sport, þar sem rætt var um stöðu Stjörnunnar og Ágústs Gylfasonar, þjálfara liðsins. 5. maí 2023 11:30 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira
Breiðablik vann á dögunum afar sannfærandi 2-0 sigur á Stjörnunni er liðin mættust á Samsung vellinum í Bestu deild karla. Eftir fyrstu fimm umferðir mótsins sitja Stjörnumenn í fallsæti með þrjú stig og aðeins einn sigur. Í viðtali eftir leikinn gegn Blikum var Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar. spurður sérstaklega út í frammistöðu Ísaks Andra Sigurgeirssonar 19 ára gamals leikmanns Stjörnunnar sem átti erfitt uppdráttar í leiknum. „Okkar ungu leikmenn eru bara sparkaðir niður. Í fyrstu fimm umferðunum eru þeir sparkaðir niður út og suður og maður heyrir skilaboð frá þjálfurum andstæðingana á þá leið að það eigi bara að brjóta á þeim og sparka þá niður. Það er hundfúlt að heyra þetta í fótbolta hérna á Íslandi, að leikmenn sem eru frábærir og að reyna að standa sig séu bara sparkaðir út úr leikjunum.“ Þetta sé ekki vandamál Stjörnunnar Viðtalið við Ágúst var til umræðu í uppgjörsþætti Bestu deildarinnar, Stúkan, á Stöð 2 Sport í gær þar sem Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður þáttarins sagði þetta ekki vera vandamál Stjörnunnar. „Þeir eru búnir að fá á sig níu mörk í síðustu þremur leikjum, það er stærra vandamál.“ Sérfræðingar Stúkunnar, þeir Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason, tóku undir með Guðmundi. „Þetta eru 2,4 mörk fengin á sig að meðaltali í leik,“ svaraði Lárus Orri. „Þessi ummæli Gústa koma mér á óvart. Ég hef séð alla leiki Stjörnunnar á þessu tímabili og hef ekki tekið eftir þessu (að ungir leikmenn Stjörnunnar séu sparkaðir niður) sérstaklega.“ Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason, sérfræðingar StúkunnarVísir/Skjáskot Albert Brynjar telur að með þessum ummælum hafi leikur Stjörnunnar við Víking Reykjavík á dögunum verið ofarlega í huga Ágústs. „Þar var Davíð Örn Atlason, bakvörður Víkinga, bara settur sérstaklega á Ísak Andra. Davíð Örn fer í viðtal eftir leik og þar talaði hann um að hann hafi viljað opna leikinn á því að fara svolítið fast í Ísak, bara eins og varnarmenn gera.“ Í leik Stjörnunnar og Breiðabliks hafi Andri Rafn Yeoman verið settur sérstaklega á Ísak Andra. „Ég held að Ágúst sé bara pirraður á að bæði þessi plön andstæðinga Stjörnunnar virkuðu.“
Besta deild karla Stjarnan Stúkan Tengdar fréttir Hitnar undir Ágústi: „Garðbæingar hljóta að vilja meira frá þessu liði“ „Ég held að sætið sé í það minnsta heitt hjá Gústa,“ segir Albert Brynjar Ingason sem var einn af sérfræðingum Stúkunnar í gærkvöld á Stöð 2 Sport, þar sem rætt var um stöðu Stjörnunnar og Ágústs Gylfasonar, þjálfara liðsins. 5. maí 2023 11:30 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira
Hitnar undir Ágústi: „Garðbæingar hljóta að vilja meira frá þessu liði“ „Ég held að sætið sé í það minnsta heitt hjá Gústa,“ segir Albert Brynjar Ingason sem var einn af sérfræðingum Stúkunnar í gærkvöld á Stöð 2 Sport, þar sem rætt var um stöðu Stjörnunnar og Ágústs Gylfasonar, þjálfara liðsins. 5. maí 2023 11:30