Íslenski boltinn

Grindvíkingar sóttu stigin þrjú á Skagann

Aron Guðmundsson skrifar
Helgi Sigurðsson, þjálfari Grindavíkur
Helgi Sigurðsson, þjálfari Grindavíkur vísir/bára

Lengju­deild karla í knatt­spyrnu hófst í kvöld með fimm leikjum. Stór­leikur um­ferðarinnar fór fram á Akra­nesi þar sem Grind­víkingar gerðu sér lítið fyrir og sóttu stigin þrjú.

Beðið var með mikilli eftir­væntingu eftir leik ÍA og Grinda­víkur í kvöld en liðunum var í flestum, ef ekki öllum, spám spáð upp í Bestu deildina að yfir­standandi tíma­bili loknu.

Svo fór í kvöld að Grind­víkingar mættu mun á­kveðnari til leiks á Norður­áls­völlinn.

Dagur Ingi Hammer Gunnars­son skoraði fyrsta mark Lengju­deildarinnar þetta árið með marki fyrir Grinda­vík á 4. mínútu.

Mark beint úr auka­spyrnu frá Guð­jóni Pétri Lýðs­syni á 27. mínútu tvö­faldaði síðan for­ystu Grinda­víkur.

Það reyndist loka­mark leiksins og halda Grind­víkingar, sem voru studdir á­fram af há­værum stuðnings­mönnum sínum, sáttir heim.

Þá unnu Leiknis­menn, sem féllu úr Bestu deildinni á síðasta tíma­bili, góðan 3-1 sigur á Þrótti Reykja­vík og sömu­leiðis gerðu leik­menn Aftur­eldingar góða ferð á Sel­foss og unnu þar sömu­leiðis 3-1 sigur.

Ný­liðar Ægis, sem fengu ó­vænt sæti í Lengju­deildinni eftir brott­hvarf Kór­drengja voru grátlega nálægt því að tryggja sér stig gegn Fjölni á heimavelli en mark í uppbótartíma venjulegs leiktíma sá til þess að strákarnir úr Grafarvogi fengu stigin þrjú.

Þá gerðu Grótta og Njarð­vík 1-1 jafn­tefli á Sel­tjarnar­nesi. Tómas Johannes­sen kom Gróttu yfir á 33. mínútu en þegar komið var fram á síðasta stundar­fjórðungi leiksins náði Marc M­caus­land, fyrir­liði Njarð­víkur að jafna metin fyrir þá græn­klæddu.

Einn leikur á eftir að fara fram í 1. um­ferð deildarinnar. Á morgun taka Þórsarar á móti Vestra­mönnum í Boganum á Akur­eyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×